Saga sem ég samdi


Frá einum heimi í annan.


’’Góðan daginn ,, Anton stóð yfir Tinnu og brosti. ’’Oh, það er skóli ,, Hugsaði Tinna og reif sig upp úr rúminu, hún var dauðþreytt. Hún fór í fötin og læddist fram. Tinna vildi ekki vekja mömmu, því hún kom full heim í gær, hún yrði brjáluð.

Tinna vaskaði upp diska og skeiðar handa henni og bróður hennar, sótti morgunkorn og opnaði ísskápinn ’’æjji, engin mjólk og ekkert nesti,, muldraði Tinna. Í rauninni kom það ekkert á óvart. Tinna henti nokkrum sígarettustubbum í ruslið ’’Helvítis fyllibitta,, hugsaði hún. Tinna rótaði í veskinu hennar mömmu að peningum. ‘’Ekkert, gat verið,, Hún fann eitthvað klink í jakkavasanum hennar mömmu, og hjólaði út í búð með Anton.

Þegar þau voru alveg tilbúin, lögðu þau af stað í skólann. Tinna hoppaði á milli steinhellana, og passaði sig að stíga ekki á strik. Anton litli hermdi eftir henni. Anton var 6 ára, og nýbyrjaður í skóla, Tinna hugsaði eiginlega alveg um hann. Allt í einu mættu þau nokkrum strákum. ‘’Oh þeir,, hugsaði Tinna og þóttist ekki sjá þá. Þetta voru vinsælustu strákarnir í árgangnum, og þeir voru alltaf að stríða Tinnu.

Nýji strákurinn var með þeim, hann var nú soldið sætur. ‘’Hæ,, sagði hann lágt, og roðnaði, Tinna roðnaði líka. Andri, aðalgæjinn í hópnum fór að uppnefna Tinnu og stríða henni út af fötunum hennar, hinir strákarnir skríktu, en ekki nýji strákurinn, hann hlaut að vera eitthvað öðruvísi.En Tinna svaraði ekki, hún þóttist ekki heyra í þeim. Strákarnir fóru og henni var hugsað til nýja stráksins, ‘’Hvað ætli hann heiti,, hugsaði hún og brosti. ‘’ Æjji, ég steig á strik, o jæjja, ég nenni þessu ekki hvort eð er,, Sagði hún við sjálfa sig.

Hún heyrði bjölluna hringja inn í tíma, og Tinna var allt of sein. ‘’Allt mömmu að kenna, hún keypti ekki nesti í gær,, hugsaði hún, og var svolítið pirruð. ‘’Anton, við verðum að hlaupa, við erum of sein,, sagði hún og tók í hendina hans. Íslenska var fyrsti tíminn, en hún náði ekki að læra heima vegna þess að hún þurfti að taka til eftir mömmu í gær eins og vanalega. Hún varð bara að þola skammirnar í kennaranum…….. aftur.

Þegar skólanum lauk, sótti hún Anton og fór með hann til vinar síns, svo flýtti hún sér heim og sótti æfingafötin. Hún var að æfa fótbolta. Á leiðinni á æfingu hitti hún nýja strákinn, og sem betur fer var hann ekki með neinum. ‘’ Hæ,, sagði Tinna, ‘’Hæ,, svaraði strákurinn. ‘’Hvað heitiru?,, spurði Tinna. ‘’Nonni,, svaraði hann. ‘’En þú,, spurði hann svo. ‘’Tinna,, sagði hún og brosti. ‘’Hvert ertu að fara?,, spurði Nonni ‘’Á æfingu,, svaraði Tinna ‘’Ég líka! Viltu vera samferða?,, ‘’Jájá,, sagði hún. Þegar þau komu að leiðarenda fóru þau hvort í sína áttina, því karlaflokkur og kvennaflokkur æfðu ekki saman. ‘’ Bæ, sjáumst,, kallaði Tinna ‘’Já, bæ,, Kallaði hann á móti.

Tinna brosti út að eyrum, hún var svo ánægð með að hafa eignast nýjan vin. Þetta hafði verið ágætur dagur og Tinna var mjög ánægð. Þegar heim kom var allt í drasli, mamma hafði greinilega verið að drekka. Tinna tók smá til, en mundi svo að hún átti eftir að læra, þegar hún var búin að læra ætlaði hún að sækja Anton til vinar síns.

Hún bankaði, og Nonni opnaði hurðina. Tinna var orðlaus, en hún náði að buna út úr sér ‘’átt þú heima hér?!,, ‘’hehe, hæ og já ég á heima hér,, svaraði Nonni ‘’hehh já hæ,, sagði Tinna. ‘’úps, ég gleymdi að segja hæ,, hugsaði Tinna og roðnaði, ‘’heyrðu, er þarna Anton hérna?,, ‘’Já, þekkiru hann,, spurði Nonni. ‘’Já, hann er bróðir minn,, ‘’ok,, Nonni sótti Anton inn, svo spurði hann ‘’ hérna, áttu gemsa?,, ‘’Nei,, svaraði Tinna skömmustulega. Hún var 13 ára og átti engan gemsa.

Anton var tilbúinn heimferðinni, og hann og Tinna kvöddu, og fóru heim. ‘’Ég er svangur,, sagði Anton og nuddaði magan. ‘’Já, ég líka,, Svaraði Tinna en bætti svo við ‘’eigum við að panta pítsu?,, ‘’JÁ,, hrópaði Anton og faðmaði systur sína. Tinna læddist inn í svefnherbergi móður sinnar til þess að leita af pening. ‘’OJJ, SMOKKUR!!!,, hrópaði Tinna. Hún sótti kúst og ýtti honum undir rúm. Hún rótaði í náttborðsskúffunni, greip 2 þúsunkalla og flýtti sér út. Svo hringdi hún í 118, þá var svarað ‘’ 118 góðan dag,, ‘’ já, símanúmerið hjá Dominos pítsu,, sagði Tinna ‘’ Það er 5812345,, svaraði konan ‘’Takk fyrir,, sagði Tinna og skellti á. Því næst hringdi hún í Dominos og pantaði 12’ Tommu pítsu með pepperóní, skinku og ananas.

Korteri síðar var bankað á hurðina, Tinna greip þúsundkallana og flýtti sér til dyra. Það var Nonni. Tinnu brá en sagði svo ‘’Hæ,, ‘’Hæ, bróðir þinn gleymdi skólatöskunni sinni,, sagði hann og rétti Tinnu töskuna. ‘’Takk, viltu koma inn? Við vorum að panta pítsu,, ‘’Nei takk, ég er búinn að borða, en sjáumst á morgun,, svaraði hann ‘’ ok, bæ,, sagði Tinna og lokaði hurðinni. Í rauninni fannst henni allt í lagi að hann hafi ekki komið inn því það var allt í drasli.

Nokkrum mínútum síðar kom pítsasendillinn með pítsurnar, hún borgði og tók við pítsunum. Hún þaut inn í eldhús, kallaði á Anton og þau byrjuðu að borða. ‘’Namm, ég var svo svöng,, Sagði Tinna og Anton kinkaði kolli. Þau átu eins mikið og þau í sig gátu látið.

Skyndilega lauk mamma upp útidyrahurðinni með látum. Hún var með 3 sígarettur upp í sér. Hún labbaði dauðadrukkin inn. Tinna sagði Antoni að fara inn í herbergi, svo þaut hún inn í forstofu og lokaði útidyrahurðinni á eftir móður sinni. Mamma snéri sér við, sló Tinnu utan undir og sagði ‘’segð’ ekkað jé sé ómergilee, jé er kynbommmba o kjem með 5 kalla heim á da,,

Tinna laug að móður sinna að það biði maður eftir henni inn í svefnherbergi, mamma hennar labbaði inn í svefnherbergi og lét sig detta í rúmið. Tinna flýtti sér að læsa mömmu sína inni. Hún gat ekki leyft móður sinni að ganga lausum hala um húsið svona drukkin. Hún myndi leggja heimilið í rúst.

Lengi vel hafði móðir hennar verið vændiskona, henni líkaði ekki vinnan, en hún nennti ekki í skóla, hún byrjaði að drekka í grunnskóla, en drakk svo bara til þess að gleyma en hefur ekki hætt síðan.

Tinnu fannst móðir hennar óþolandi, og naut þeirra stunda þegar hún var sem fjærst henni. Hún náði engum tengslum við móður sína, ekki einu sinni þegar hún var ódrukkin. Skyndilega heyrðist hár dynkur frá svefnherberginu, Tinna opnaði dyrnar, mamma hafði bara oltið af rúminu og niður á gólf. ‘’Ojj, að sjá framan í hana,, sagði Tinna upphátt. Hún fór aftur fram, lokaði á eftir sér og læsti.

Tinna var mjög þreytt, hún fór inn í herbergi og skreið upp í rúm. Daginn eftir vaknaði Tinna klukkan 10:30 Það var helgi. Hún hafði sofnað í öllum fötunum. Hún mjakaði sér fram úr rúminu og fór fram. Anton var sestur fyrir framan morgunverðaborðið og tróð í sig Cocoa Puffs. Eurovision lagið ómaði í útvarpinu.

Það var bankað á svefnherbergishurðina, mamma var vöknuð. Tinna opnaði ‘’hvað er að þér manneskja, ertu alveg rugluð, maður læsir ekki fullorðið fólk inn í herbergi,, öskraði mamma. ‘’Jú, þegar fullorðið fólk er drukkið,, muldraði Tinna. Mamma horfði á hana með illum augum og sagði ‘’Gerðu þetta aldrei aftur,, ‘’Þá verður þá líka að hætta að drekka,, svaraði Tinna mótþróafull. ‘’Hvað meinaru,, spurði mamma og þóttist ekkert vita. ‘’Þú veist alveg hvað ég meina,, svaraði Tinna verulega æst. ‘’Hættu þessu kjaftæði elskan,, sagði mamma og fékk sér sígarettu. ‘’Komdu Anton, förum út úr þessum ruslahaug,, sagði Tinna og gerði sig líklega til að ganga út, en svo snéri hún sér við og bætti við ‘’mamma, ekkert skiptir þig máli nema þú og næsti sopi,, Svo skellti hún á eftir sér.

Tinna vissi ekkert hvað hún ætti að gera, eða hvert hún ætti að fara. Hún var bæði reið og leið og vissi ekki í hvorn fótinn hún ætti að stíga. Á endanum ákvað hún að fara með Anton niður á skólalóð.

Á leiðinni hitti hún Nonna. ‘’Jess,, hugasði Tinna. ‘’Hæ,, hrópaði hann til hennar. ‘’Hæ Nonni, hvert ertu að fara?,, hrópaði hún á móti. ‘’Æjj veit ekki, bara eitthvað að dunda mér,, sagði hann og labbaði í áttina að henni. ‘’En þú,, spurði hann svo. ‘’Ja, ég ætlaði bara út á skólalóð, hafði ekkert að gera,, svaraði Tinna feimnislega. ‘’Ókey, en hérna, kemuru kannski heim til mín?,, spurði Nonni og brosti. ‘’Já!,, svaraði Tinna, svo lögðu þau af stað heim til Nonna.

Nonni opnaði hurðina og benti Tinnu og Antoni hvar þau ættu að hengja yfirhafnirnar sínar. ‘’ Ég veita’ alllveg,, sagði Anton monntinn. Tinna og Nonni hlógu. ‘’Viltu ekki fara að leika við Mána?,, spurði Nonni vitandi um að hann myndi svara játandi. ‘’ Jú!,, hrópaði Anton og hljóp fram, svo snar-stansaði hann, snéri sér við og sagði ‘’ Og ég veit alllveg hvar hebbegið hans er,, svo hljóp hann aftur af stað. ‘’Eigum við að koma inn í herbergi?,, spurði Nonni ‘’já já,, svaraði Tinna. Þau komu inn í herbergi og settust á rúmið.

Það var vandræðanleg þögn inn í herberginu, Tinna og Nonni roðnuðu bæði niður í tær, og vissu ekkert hvað þau ættu að segja. Loksins sagði Nonni ‘’Í hvaða flokk ertu í fótbolta?,, ‘’A-flokk, svaraði Tinna og brosti. ‘’ En þú?’’ bætti hún við. ‘’ A-flokk,, Hann brosti líka. Tinna og Nonni töluðu lengi saman, og fljótlega fundu þau ekki fyrir neinni feimni við hvort annað. Tinna sagði Nonna frá heimilisaðstæðum, og hvað henni liði illa. Henni fannst mjög notalegt að tala við hann.

Það var bankað á herbergishurðina, og mamma hans Nonna kom inn og sagði ‘’Jæjja, núna þurfa Tinna og Anton að fara heim, klukkan er orðin 10,, Nonni fylgdi Tinnu og Antoni til dyra. Anton þreif skóna sína, tróð sér í þá, þaut út og sagði að hann væri súperman, svo klifraði hann upp á girðingarstaurinn og hoppaði niður og sagðist fljúga. Tinna og Nonni hlógu að þessum litla vitleysingi, svo snéri Tinna sér við og kvaddi.

Henni langaði svo að hoppa í fangið á honum og kyssa hann en labbaði í áttina heim, en svo kallaði Nonni ‘’Tinna,, Tinna snéri sér aftur við og sagði ‘’já?,, ‘’Viltu byrja með mér?,, Tinna var alveg orðlaus, hún gat ekkert sagt, en í staðin hljóp hún til hans og kyssti hann löngum kossi, þegar kossinum lauk sagði hún ‘’já,, Anton kallaði þá ‘’Tinna KOMDU,, Tinna kallaði ‘’Er að koma,, Hún kyssti Nonna aftur og fór. Hún labbaði aftur á bak og Nonni stóð í dyragættinni og þau horfðu á hvort annað þangað til þau hurfu úr augnsýn. ‘’Þetta er besti dagur lífs míns,, hugsaði Tinna og brosti alla leiðina heim.

En Þegar hún opnaði hurðina, dofnaði brosið. Allt í rúst, og engin mamma. Tinna sendi Anton í háttinn, las eina bók fyrir hann og skreið svo upp í rúm og sofnaði, en í þetta sinn í náttfötum. Hana dreymdi sjálfa sig vera að kyssa Nonna. Hún svaf meira að segja brosandi. Og vaknaði ekki eins úrill og dagana áður. Hún fór fram úr og niður í eldhús.

Tinna var steinhissa,allt var hreint, Tinna kíkti inn í herbergi móður sinnar, þar var hún, steinsofandi. Tinna vakti Anton og þau fengu sér að borða. Hálftíma síðar kom mamma fram ‘’Vá, hvað þú lítur vel út,, sagði Tinna og brosti. ‘’Takk Tinna,, svaraði mamma og faðmaði Tinnu og Anton að sér. ‘’Ég er hætt að drekka, ég ætla að fara að leita mér að vinnu,, Tinna trúði ekki sínum eigin eyrum. Hún fór í föt, burstaði tennur og gerði sig alveg tilbúna og fór svo með Anton heim Til Nonna og Mána, hún bankaði á hurðina.

Nonni svaraði og það fyrsta sem Tinna gerði var að kyssa hann. ‘’Ojj koss,, Sagði Anton og frussaði, svo hljóp hann inn í herbergið hans Mána. Tinna sagði Nonna frá öllu. Svo ákváðu þau að fara í bíó. Þau áttu góðan dag saman.

Seinnipartinn fóru Tinna og Anton heim og Tinna kyssti Nonna aftur, enn lengri koss en í gær. Svo komu þau heim og mamma þeirra sagði þeim að hún hefði fengið vinnu, hún fór líka í bæinn og keypti fullt af fötum fyrir Tinnu og Anton, Mamma sagði að þótt hún gæti aldrei bætt gömlu árin upp fyrir þeim ætlaði hún að gera sitt besta, og hún fór með Tinnu á snyrtistofu, og Anton í dótbúðina, Því næst fóru þau í ísbíltúr.

Þegar heim kom voru þau öll mjög þreytt og fóru í háttinn. Tinna var svo glöð. Daginn eftir var skóli. Tinna fór í nýju fötin og hlakkaði ekkert smá mikið til að fara í skólann.

Tinna og Anton drifu sig í að gera sig tilbúin og mamma keyrði þau í skólann. Þegar þau komu í skólann var Tinnu ekkert strítt. Hún var komin í ný föt, og allt. Hún kom auga á Nonna og hljóp beinustu leið til hans og kyssti hann fyrir framan alla. Þetta var of gott til að vera satt. Hún hafði hreinlega hoppað frá einum heimi í annan.

Það getur velverið að ég sendi inn aðra sögu ef ég fæ góða dóma!