Sólveig átti engan mann og bjó hjá öldruðum foreldrum sínum. Mamma hennar eldaði oní hana og faðir hennar borgaði reikningana hennar…eða stóran hluta af þeim. Þetta varð til þess að ef foreldrar hennar fóru út úr bænum í viku, gat Sólveig ekki eldað og lifði á óhollum skyndibitum, átti bara skítug föt því hún kunni ekki að þvo þvott, vaskurinn fylltist af leirtaui því aldrei treysti hún sér til að vaska upp og allt var í drasli í íbúðinni þegar foreldrar hennar komu heim.
Nú fengu foreldrar hennar loks meira en nóg og ákváðu að senda hana í húsmæðraskólann eða eitthvað námskeið sem kenndi henni að standa á eigin fótum. Þau stungu uppá því að hún ætti nú að reyna að fara útá lífið og kynnast einhverjum karlmönnum, giftast og eignast börn. “Þú ert nú orðin 42ja ára Sólveig og ert ennþá hrein mey”. Losaðu þig nú við þessi hjálpartæki ástarlífsins og fáðu þér raunverulegt líf.
Sólveig var ekki ánægð með það að þau skyldu vera að gagnrýna hennar líf. Íbúðin angaði af ólykt, því hún nennti aldrei í bað, fór aldrei neitt út að fá sér ferskt loft og bara kynntist engum. Vinkonur hennar, sem hún átti fyrir 12 árum voru löngu búnar að forðast hana því hún vildi aldrei fara út.
Læknirinn hennar taldi hana þjást af offitu sem hún og gerði vegna hreyfingarleysis og að hún ætti á hættu á að fá hjarta-og æðasjúkdóma.
Einn daginn pantaði móðir hennar tíma fyrir hana hjá sálfræðingi. Hún bað sálfræðinginn vinsamlegast um að dulbúa sig og koma heim til að tala við Sollu, því Solla var full af reiði og þrjósku.
Sálfræðingurinn sagðist vilja það og kom sem sölukona með snyrtivörur með sér og sagði Sollu frá hvað lífið væri nú skemmtilegt og hvað það væri gaman að “sjæna” sig til. Þessi sölukona (sálfræðingur) vann traust hjá Sollu og kom æ oftar til að tala við hana. Hún hafði mjög góð áhrif á hana og Solla varð sú jákvæðasta. Hún hringdi í gamlar vinkonur, baðst fyrirgefningar og þær tóku hana með sér út…alveg undrandi á að hún skyldi hringja eftir 12 heil ár! Þær tóku hana út með sér til reynslu til að sjá hvort hún hafi eitthvað breyst og sjá, þetta var hin besta vinkona. Solla lærði að sýna áhuga á hvað aðriri væru að gera, hún var tískuklædd,vel máluð og geðgóð manneskja sem allir vildu leita til þegar þeir ættu erfitt.

Endir.