Ég sat heima og var að læra. Mamma var að flýta sér að klára að þrífa áður en það varð of seint. Hún var að enda við að ryksuga stofuna.
Skyndilega heyrðist í lykli í skránni.
,,Ó nei”, hrópaði mamma í skelfingu.
Pabbi gekk inn. Þegar hann sá að mamma var ekki búin að þrífa brjálaðist hann. Ég hljóp grátandi inn í herbergi, vissi alveg upp á hár hvað myndi gerast næst.
Ég lá undir sæng og þrátt fyrir að hurðin væri lokuð heyrði ég samt í mömmu öskra er hún grátbað pabba um miskunn. Ég heyrði brothljóð og enn hærri kvalaróp.
Mér leið svo illa. Þetta hafði gerst áður og myndi gerast miklu oftar. Skyndilega heyrði ég hurðina opnast.
,,Siiigrún”, sagði rödd pabba smeðjulega. ,,Komdu nú aðeins fram”.
,,Nei”, sagði ég. Skelfingin í röddinni var augljós. -,,Komdu strax eða þú færð sömu útreið og mamma þín”! öskraði pabbi reiður.
Ég skreið undan sænginni snöktandi og fór fram.
Þar sá ég skelfilega sjón. Mitt níu ára hjarta sló þrefalt hraðar og mig langaði að öskra. Á gólfinu lá mamma alblóðug og hreyfði sig ekki. Ég hljóp að henni og öskraði; ,,Mamma..mamma!! Vaknaðu”!
,,Of seint elskan”, sagði pabbi blæbrigðalausum tón. ,,Mamma er dáin”.
-,,Drapstu mömmu??”
,,Já elskan. Og nú ætla ég að hringja í lögregluna og þykjast hafa komið að henni eins og hún er. Þú ætlar ekki að segja lögreglunni neitt nema að þú hafir verið heima hjá vinkonu þinni og hitt mig á leiðinni inn. Er það skilið”?
Ég gat ekkert sagt..ég hneig á hnén grátandi.
,,Annars get ég lofað þér því að það fer ekki betur fyrir þér en mömmu”.
Ég leit framan í pabba. Hatur mitt á honum var svo gífurlegt að ég átti ekki orð. Honum var alveg sama um mömmu, og alveg sama um mig. Hann var ógeðslegt kvikyndi sem átti skilið að deyja. Ég snökti. En hvað gat ég gert. Ekkert, nema sagt lögreglunni það sem pabbi skipaði mér að segja.
Ég heyrði í honum tala við neyðarlínuna. Hann var ótrúlega sannfærandi og ég var viss um að ráðabruggið myndi heppnast.
Ég fór inn í herbergi, lagðist upp í rúm og grét í sængina.
Pabbi kom inn. ,,Hættu þessu helvítis væli. Það er einum aumingjanum færra í heiminum, hverjum er ekki skítsama?”
Hvernig gat hann sagt þetta? Maðurinn sem giftist mömmu minni, eignaðist með henni barn og var svo góður…Þangað til fyrir tveimur arum. Síðan þá hafði hann kúgað okkur báðar svo hryllilega að líf okkar hafði verið eintóm þjáning. Hann hafði hótað mömmu að drepa hana ef hún færi frá honum.
Hann drap hana samt, þótt hún hafði ekki farið. Bjöllunni var dinglað.
Pabbi þóttist hafa verið nýbúinn að gráta og fór til dyra snöktandi. Þetta var lögreglan. Þeir voru í um það bil klukkutíma að skoða vettvanginn, spyrja okkur spurninga og taka myndir. Ég sagði þeim það sem pabbi vildi að ég myndi segja. Ég var of hrædd. Ég fór inn í herbergi að lita.
Þegar lögreglan var farin kom pabbi inn og sagði að ég hefði verið góð stelpa.
,,En þú ert vitni líka”, sagði hann svo alvarlega.


Alexande
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.