Hann vaknaði kl 7:00. Hann fór framúr kl 7:10 síðan fór hann að tannbursta sig. Hann dreif sig niður og fékk sér morgunmat og kyssti mömmu sína bless. Það síðasta sem mamma hans sagði áður en hann fór út var: “taktu með þér hjálminn”. Honum fannst hallærislegt að nota hjálm auk þess datt hann aldrei og þurfti ekkert á honum að halda.

Fyrsti tíminn í skólanum var stærðfræði. Hann sat einn á aftasta borðinu í stofunni. Hann lærði eiginlega ekki neitt þennan tíma. Tíminn fór eiginlega allir í að horfa á “hana”.

Eftir stærðfræðitímann voru frímínútur. Hann settist einn eins og venjulega við borðið sitt með heimavinnuna. Þegar hann hafði setið þar í 10 mínútur kom “hún” og settist hjá honum. Hann hafði aldrei talað við hana. Hann vissi ekki af hverju hún settist þarna hjá honum. Hann byrjaði að roðna. Eftir 20 sekúntna þögn sagði hún: “viltu koma með mér í sund á eftir”. Hann gat ekki komið upp orði. Eftir svolitla stund náði hann að stynja upp já. Þá stóð hún upp og sagði sjáumst á eftir.

Honum fannst skóladagurinn aldrei hafa verið svona langur áður. Tíminn silaðist áfram. Hann gat ekkert lært. Hann góngu bara út um gluggann og hugsaði um hana.

Loksins hringdi bjallan út úr síðasta tímanum og hann hljóp á hjólið sitt til þess að fara heim og ná í sunddótið sitt.

Hann var að skipuleggja það sem hann átti að segja við hana þegar hann fór út á götuna og sá ekki rauða bílinn sem kom þar á hundrað.

Hefði hann verið með hjálm þá hefði hann kannski bjargast.