Píkan starði andfúl í andlitið á mér. Enn einu sinni, hugsaði ég, ég er orðinn þreyttur á þessu. Alltaf sama rútínan og engar breytingar. Ég gerði það sem við var búist af mér og þegar skjálftanum linnti velti ég mér yfir hnéð og meiddi hana aðeins í sköflungnum. Ég nuddaði kjálkana og horfði í hina áttina. ‘Þú ert dásamlegur’, sagði hún. ‘Takk elskan, I aim to please’.
Ef hún vissi bara hvað ég hugsaði.
Morgun. Eftir draumlausa nótt fer ég framúr og sturta. Bursta.
Kaffiþamb í vinnunni og samræður um hárið á Beckham, christ, hugsa ég, hvað erum við að tala um!
Stoppa á vídeóleigunni á leiðinni heim. ‘Er ekki Scwarzenegger alltaf góður?’ Bólugrafinn afgreiðslumaðurinn svarar ‘hver er það, já þessi gamli, veitaekkimar’.
Fæ hroll og hugsa um þegar pabbi var að segja mér frá þegar hann skautaði á ísnum í Hafnarfirði og lék sér við hina unglingana.
Heima. ‘Halló elskan, ég er kominn…’
'Sæll vinur, þetta er Ólöf'. Segir konan mín og við hliðina á henni stendur lágvaxin asísk kona. ‘Jájá, KOMDU SÆL, ÓLÖF!’ segi ég og hækka voljúmið um þrjá svo hún skilji mig örugglega. Finnst þó nærvera hennar undarleg, yfirleitt eyðum við bara kvöldunum tvö saman…heima…ég og frúin…stundum Schwarzenegger…kannski Meryl Streep þegar ég vel eitthvað artí. ‘Hvað stendur til elskan?’ ‘Þú, ljúfurinn. Ég er orðinn þreytt á tilbreytingaleysinu og hef ráðið sérfræðing til að koma okkur á sporið’. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Við komum okkur fyrir innií svefnherbergi og Ólöf sest í leikstjórastólinn. Crewið stillir upp ljósunum og japönsk rödd skipar ‘ACTION’. Konan mín rekur andfúla físuna í smettið á mér og ég byrja að hamast…er þetta eitthvað betra hugsa ég?