Jói trúði ekki á guð en trúði því samt að einhvers staðar væri betra líf að bíða eftir honum, hann þorði ekki að drepa sig en hann fékk stundum smá tilfinningu eins og hann vildi drepa sig, en hann gat það samt ekki.
Jói sat oft og hugsaði með sér hvort það væri eitthvað fleira sem hann gæti gert í lífinu. Það eina sem Jói gerði var að hanga fyrir framan tölvuna og spila tölvuspil. Honum fannst hann hafa verið að klifra fjall breyskleikans allt sitt líf og núna loksins komst hann upp á topp, honum langaði ekki að fara hærra.
Alveg frá fæðingu hafði hann japlað á snakki og gosi, alltaf hömruðu foreldrar hans á því hvað þetta væri óhollt og hann vissi það alveg en honum var skítsama.
Dagarnir liðu og alltaf sat hann bara fyrir framan tölvuna. Honum datt það oft í hug að fara út að hjóla með vinum sínum, en hann gleymdi alltaf að hann átti enga vini. Í rauninni var tölvan eini vinur hans, hún var alltaf til staður, hún lék við hann eins mikið og maður vildi og hún átti myndir af nöktum stelpum. Þessi hugsunarháttur hélt Jóa alltaf frá því að fara út.
Einn dag kom móðir hans Jóa heim úr vinnunni og hún fór upp til að gá að honum. Hún gekk inn í herbergið og það fór hrollur um hana. Hún leit á Jóa og sá hann einhvern veginn öðruvísi. Það leit út eins og tölvan væra að draga hann að sér. Hún horfði stjörf á hann í smá stund, en eftir nokkrar sekúndur þá hljóp hún að honum og tók hann frá tölvunni. Hann leit stjarfur á hana og spurði hvað hún væri eiginlega að gera, hún gat ekki svarað þessari spurningu og fór bara út.
Mamma hans Jóa og Jói höfðu aldrei verið mjög góðir vinir, Jói var alltaf meira með pabba sínum. Þeir höfðu alltaf verið bestu vinir þangað til hann fór. Pabbi hans jóa átti núna heima í Japan með nýju konunni sinni. Stundum saknaði hann pabba sína mikið en hann sagði engum það.
Einn dag þegar Jói sat fyrir framan tölvuna þá fannst honum liturinn á skjánum eitthvað skrítinn svo hann lamdi í hann, höndin hvarf inn í skjáinn. Honum brá og dró hana fljótt til baka. Það var eins og skjárinn væri úr vatni og að hann hafi farið inn í hann. Hann snerti hann aftur og það sama gerðist, Jói hafði aldrei upplifað slíkt áður. Hann stóð upp og hljóp fram á gang og tók upp símann, en hann fattaði svo að hann gat ekki hringt neitt og hann vissi ekkert hvað hann myndi segja. Hann ákvað að skoða skjáinn aðeins betur. Hann læddist inn í herbergi og lamdi í hliðina á skjánum og ekkert gerðist. Hann tók svo upp kókdós og kastaði í miðjan skjáinn en sem fyrr gerðist ekkert. Hann prófaði nú að setja höndina á skjáinn en hún fór rakleiðis inn í hann. Jói myndi vera hræddur en af einhverri ástæði þá bara var hann það ekki, það var eins og skjárinn væri að brosa til hans. Hann horfði í smá stund á skjáinn og ákvað svo að setja andlitið inn, hann fór hægt og hægt að skjánum. Nefið snerti skjáinn og það fór alltaf lengra og lengra inn, nú var andlitið komið alveg inn og litli orðaforðin hans jóa gat engan veginn líst því sem hann sá. Nú vissi hann að hann ætti allur að fara inn, hann klifraði inn og hikaði ekki við það.
Nú var herbergið hans jóa tómt, engin Jói. Rúmmið, stóllin, veggfóðrið, ruslið og skjárinn horfðu bar út í loftið og ekkert gerðist.
Jói var nú í fyrsta skipti á ævi sinni í alvörunni hamingjusamur.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…