Einu sinni var lítill strákur. Strákurinn átti heima í risastórum kastala. Kastalinn var grár á litinn og var mjög drungalegur. Strákurinn átti heima þar alveg einn.
Einn dag þegar strákurinn var heima hjá sér í kastalanum sá hann grænan fugl út um gluggann. Strákurinn horfði stjarfur á fuglinn. Hann hafði aldrei séð neitt eins fagurt. Fuglinn flaug ofar og ofar þangað til strákurinn sá hann ekki lengur. Strákurinn hljóð rakleiðis upp. Í hæsta turninn í kastalanum og leit út um gluggann . þarna var fuglinn að fljúga í hringi fyrir ofan kastalann. Fegurðin geislaði af honum. Allt í einu sá strákurinn eitthvað glitrandi þetta af fuglinum. Hann horfði á hlutinn falla til jarðar, hann leit aftur upp en þá var fuglinn horfinn. Hann hljóp niður til að leita af hlutnum, hann leitaði og leitaði en hann fann ekki neitt.
Dagarnir liðu og aldrei kom skepnan aftur og það eina sem strákurinn gat gert var að bíða. Hann vissi ekki af hverju en af einhverri ástæðu þá þurfti hann að sjá fuglinn aftur.
Svo einn dag þegar strákurinn er að horfa út um gluggann í leit af fuglinum þá sá hann eitthvað grænt í loftinu. Hann teygði sig út um gluggann til þess að sjá þetta betur. Strákurinn varð himinlifandi þegar hann fattaði að þetta var fuglinn og hann stefndi meira segja í átt að kastalanum. Fuglinn hækkaði flugið og þá hljóp strákurinn strax upp í hæsta turninn og aftur sá hann fuglinn fljúga í hringi fyrir ofan kastalann. Allt í einu dettur aftur eitthvað af fuglinum, strákurinn fylgist með því detta en passar að missa ekki sjónar á fuglinum. Hluturinn dettur til jarðar og fuglinn kemur alltaf nær og nær. Nú var fuglinn kominn svo nálægt að strákurinn gat séð rauðu augu fuglsins. Strákurinn teygði sig lengra til að sjá fuglinn betur. Allt í einu snéri fuglinn við og brátt var hann komin úr augsýn stráksins. Strákurinn hljóp niður til að leit af hlutnum en eins og áður fann hann ekkert.
Nú beið strákurinn alla daga hjá glugganum og leitað eftir fuglinum. Strákurinn hafði ekkert borðað í tvo daga en honum var alveg sama, honum langaði bara að sjá fuglinn.
Svo allt í einu kom fuglinn aftur og þá leið næstum því yfir strákinn af hamingju. Strákurinn hljóp bent upp í hæsta turninn. Í þetta skiptið var fuglinn mjög nálægt og strákurinn gat næstum því snert fuglinn. Fuglinn sleppti glitrandi hlutnum aftur og nú var strákurinn ákveðin í að sjá hvað það myndi lenda. Hann sá að hluturinn lenti á fjárhúsinu og stoppaði þar á þakinu. Strákurinn horfði samt en þá á fuglinn og núna var hann svo nálægt að strákurinn var ákveðinn í að snerta hann. Hann stóð upp í gluggakistuna og teygði sig í átt að fuglinum en hann hélt en þá í gluggann með einni hendinni. Hann teygði sig og teygði sig þangað til hann missti takið á glugganum og datt. Á fyrstu sekúndunni sem hann féll teygði hann sig í fuglinn, hann var svo nálægt en hann náði því ekki. Hann féll niður og sá fuglinn minnka og minnka eftir því sem hann féll lengra þangað til hann lenti ofan á fjárhúsinu. Hann lá dauður ofan á glitrandi skít fuglsins.
Fuglinn flaug rólegur í burtu.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…