Jón Klemenzson var að stökkva útúr flugvél en gleymdi fallhlíf. Klaufi. En hann er með gsm síma á sér. Sniðugur. Hann hringir í 112.

Neyðarlínustúlkan: Neyðarlínan
Jón var orðinn mjög skelkaður og æstur og hann heyrði ekki alveg hvað stúlkan sagði en hann áleit að hún hafi sagt sem hann hafi haldið. Einnig var hann upptekinn í að fylgjast með fuglum svo hann var ekki með á nótunum. Hann var aðallega feginn að einhver svaraði.
Jón: Já hæ, ég þarf neyðardýnu
Neyðarlínan: Ha? hva meinaru? neyðardýnu?
Jón: Já, ég var að stökkva hérna útúr flugvél en var svo mikill klaufi að gleyma fallhlíf. Svo ég þarf helst að fá neyðardýnu til að lenda á.
Neyðarlínan: Ég skil, en þetta er ekki neyðardýnan, þetta er neyðarLínan.
Jón: Ó fyrirgefðu, skakkt núm…

Áður en Jón gat klárað setninguna lenti hann á jörðinni og dó samstundis.

Jón hafði alltaf verið mikill bjáni og klaufaskapurinn var mikill þegar hann ætlaði að hringja í neyðardýnuna (113) en hringdi óvart í neyðarlínuna (112)

Þessi saga kennir okkur ýmislegt:
Verum ekki klaufar - pössum okkur á því að slá inn rétt númer - því það getur kostað þig lífið að velja rangt númer.