Ég var ekki gamall er ég fæddist. Ekki nema rétt um nýju mánaða. Og strax vakti ég athygli en ekki fyrir mælgi heldur vegna þess að á mér var innsigli. Ég fæddist með tunguhaft. Tungan var föst á milli neðri varar og tanngarðs. Ætli það hafi ekki verið andskotin að reyna fá mig til að halda kjafti eða Guð að segja mér að þegja. Örugglega hefur það verið sitt lítið af hvoru. Ég veit ekki hvað gerist fyrsta árið eftir að ég fæddist en ég var farinn að ganga 10 mánaða og þegar ég sá fugl fljúga burtu er ég var í fanginu í fordyrinu hjá honum Afa, pabba mínum sagði ég: „geyi aðin“ sem átti að þíða: „Geyið farinn“. En ég er hórbarn við fæðingu líkt og ég var við getnað. Hrein bastarður og um mig var kveðið svo fallega af frænku minni fljótlega og hún fór að tala:
„Alúetta sem gerist bakvið kletta
hitt og þetta sem ekki segja má.
en eftir nýju mánuði kemur
eitthvað lítið skrípi sem enginn vill sjá“.

Ég man að vísan olli mér hugar angri en ég gat ekki séð að verið væri að eiga við mig á hin kvikindislega máta sem börnum er svo einlægur. Sumum börnum allt svo. Svo ekki nema um tveggja þriggja ára var ég komin með hugtakið Píka í höfuð mér þar sem ég var við gvendarbrunn á snæfellsnesi ásamt hugleiðingum um að láta ekki maríuhænur fljúga upp í munninn á mér. Ég man þetta vel, þótt merkilegt sé.

En í dag er móðir mín gift þannig að ég hef eignast mér löggildan faðir og er þá sonur stjúpa míns líkt og Jesú var sonur Jósefs. En saga mín ber ekki merki um hreinleika og hef ég fallið í marga freistnina. En margir hafa þó gengið mér í föður stað og ætla ekki að nefna þá alla hér til leiks strax á fyrstu síðum. Ég tek minnstu blíðu hót eða leiðsögn frá reynslu miklum karlmanni sem föðurlegri umhyggju
Þegar að barn fæðist er því oftast þannig farið, eða þannig á það að vera, að því er fagnað. Því er tekið sem sólargeisla, lífsneista inn í stundum dimmar aðstæður. Um það barn sem ég ætla að rita hér um var svo um farið að bæði var það sólar geisli og skuggi sem skyndi á sólina. Þetta er sagan sum strákinn. Hann var ekki getinn í heilöguhjónabandi var því tekið sem ógn í aðra ættina, vegna þess að vitað var að hann myndi bera gáfur. Jafnvel meiri gáfur en Kóngurinn. Peningar og völd voru til í föður ætt þessa stráks. Það voru til sjóðir fyrir það svo það yrði ekki horn reka í lífinu og á því verði traðkað í formi fátæktar kúgunar. Eða var nafn hans notað til að fremja skatta svindl? Ætli það hafi ekki verið sitt lítið að hvoru. En nú kemur að ljóði móður drengsins. „ Ég skal ekkert kenna því og það skal aldregi komast til manns og aldregi skal það sjá grænan eyri fyrir þjáningar mínar. Því Afi stráksins ofsækir mig og spúir hann eldi á eftir mér hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Drengurinn er vitlaus, svo ungur, að ég á bara að fá peningana sjálf. Ég á það allt, allt ein, söng hún fyrir barnið og ég peningana þína. Og bara ég væri karlmaður gæti ég sungið fallegar, þetta sagði hún við strákinn, dag eftir dag. „Ef ég væri maður kynni ég sko að syngja“ „og ef þú værir stelpa þá væri allt betra“ Markmiðið var að hafa hann van kunnandi og fávísan svo hún gæti hagnast af honum. Allt svo komist yfir fé það sem var lagt til hliðar fyrir barnið og hann átti að fá er hann yrði stór, nógustór. Ef ekki þá mátti fjandinn eiga hann. Hún hyldi nú stóra bróður stráksins okkar. Því hann átti bara að elta hann og þá yrði honum borgið. Og ef að hann eignast eitthvað skaltu bara taka það af honum segir hún við hin sauðþráa stóra bróðir hans sem einnig var utanhjónabandsbarn líkt og sá litli. En örlögin háttuðu því þannig til að sá litli elti stóra bróður sinn þótt hann væri honum vondur og uppnefndi hann stöðugt ljótum nöfnum. En hann var betri en grimm og gráðug móðir hans. Því var svo komið fyrir að hann eignaðist aldrei fasta vini. Því bróðir hans lokaði á allt slíkt. Það er bara ekki hægt að ætlast til að kóngurinn tryggi velferð hvers og eins. Hann getur lagt til tilmæli og mótað stefnu samfélagsins. Sem góðir þegnar fylgja eftir eða misnotað eins og var gert í þessu til felli. Barnið stækkar og stækkar og aldrei fengju hæfileikar þess að njóta sín. Og ef þeir komu í ljós var það skammað og sagt að þegja. Því hann var ekki fullkominn. Hann var stundum seinn að fatta og var því ekki kennt neitt. Vegna þess að hann var ekki talinn kunna fara með það. Nú lesandi minn finnst þér eins og eitthvað hafi farið fram hjá þér. Er það ekki? Jú, þetta er hálf slappt upphaf á smásögu finnst þér ekki.
Strákurinn tók sálarsýki og fóra hægt og rólega að missa lífsviljan.
En móðir stráksins hafði þarfir sem fyrir þurftu að sjá. Hún réði sig sem ráðskonu til drykkfells Prests. Sem sá fyrir grunn þörfum hennar á dýrslegan hátt í 9 ár. Samfarirnar voru ekkert leyndarmál, né kjaftshöggin og brennivín. Sem kom hljóðlega til barnanna eins og lævís þjófur. Presturinn hafði hjá sér annan strák sem var eldri okkar strák en jafn aldri hins hórbarnsins bróður hans. Þeir voru allir hórbörn. Og eitthvað fengju börnin að heyra um geðveiki fyrri konu prestsins. Hana Jóru. En þeir áttu saman góðar stundir ríðandi berbakt á vænum og gömlum hesti er bar nafnið Blési. Allir komust þeir fyrir á honum. Þrír strákar, þrjú hórbörn. Á bleikum hesti með hvíta blesu. Fóru þeir um álfa borgir og byggðir. Bannað var að snerta mosann á klettunum. En ég man að strákur prestsins gerði það og við bræðurnir löguðum mosann aftur á klettana. Þá stóðu þeir saman. Ég ætla að vera sögumaður og persóna í þessum skrifum, allaveganna svona til að byrja með. Vona bara að það verði ekki minn stíll.


En ég er á lífi og beiti huglægri aðferð til að lifa með mínu fyrralífi sem ég ætla hér að fara rita og verður þá hlutlæg frásögn mín af ævi minni.. EN verður þetta sjálfsævisaga í þeim dúr að allt verður hvít máð, eða ætla ég að fara ata fólki hér aur. Nei, hvorugt því hér ætla ég eingöngu að rita sannleikann. Ég er góður í því að setja hluti upp í ævintýri eins og sést hér að ofan. Því ég var sjálfur ungur, hálf fátækur, svangur og grannur kapítalísku samfélagi og hafði lent í hremmingum á yngri árum er ég hafði samband við hið “sviksama” auðvald og bað um bein að naga af alsgnægðar borðunum þeirra. Sá sem var í forsvari fyrir auðvaldið svaraði öngvu en hlustaði á mig biðjast bónar minnar, en hummaði inn á milli orða minna og þegar ég bjóst við gæsku sagði það ekki neitt! Í fyrstu hugleiddi ég hvort þögnin þíddi ekki bara, já, ég fengi bein að naga og örlitla hjálp í lífinu! En öngva gæsku var að finna í þögn raddarinnar aðeins spennu svo ég fór að hugsa hvort það væri ekki bara þannig að viðmælandi minn passaði sig á að segja ekki neitt, því það er víst svo að fá orð bera minnsta ábyrgð. Svo ég tók til þess ráðs að biðja til Máttarvalda minna, í hljóði, um svar um hvað ég skyldi næst gera. Vegna þess að ég hafði heyrt að það væri algott og auðvaldinu æðri. Ekki stóð á svari. Þó trúlaus hafði ég verið lengi yfir æsku mína og hafði blótað skarattan í óvitaskap. Hann sagði, er hann blés mér inn svarið í anda, þú átt mikið erfiði framundan, en munt áorka miklu í mínu nafni. Og þá spurði auðvaldið loks hvort eitt bein kallaði ekki bara á annað! Ég svaraði og sagði: Eins og dagur kallar á nótt. Þögn. Og svo segir Guð því auðvaldið hélt sér í þögninni: Hjá mér verður þú ekki hlunnfarin andlega sem veraldlega. Fyrirmæli hans voru svo þessi:

Dreptu fugl og farðu til vítis og hittu skrattann. Vegna þess að þú fæddist
saklaus sál og þú hefur verið skírður og fermdur í mínu nafni og hefur
játast mér eftir það í laumi og sál þín er mín löglega eign á
pappír, á jörðu sem á himnum. Og er þú kemur þangað mun allur vindur úr „skratta“ fara. En semdu við hann um matseldina á fuglinum, sagði hin almáttugi meistari, vegna þess að ég hef ráð við öllum þínum vanda. Þér verður ekki meint af þó sársaukinn verði mikill er ég læt þig falla úr náð minni. Og þótt þú gleymir Guði, þá gleymi ég ekki þér.
Og margoft hefur þú verið að vinna fyrir mig, ómeðvitað, sem minn vöndur. Ég arkaði því niðrað síldarplani og fór yfir varnargarð þar niður við höfnina og tók mér stein í hönd og kastaði í áttað múkka sem flögraði þar við útrennsli frystihússins, í leit af æti. Ég hitti hann strax í höfuð stað og dauður hann féll til jarðar. Ég tók hann upp og sagði: Nú hef ég þetta hræ, Guð minn góður, og löng er leiðin til vítis, og vart verð ég samur eftir þá ferð, en lífslöngun mín er mikil. Hann endur tók það sem hann hafði áður sagt við hjarta mitt er hann sagði: Það er erfitt verk og hart framundan, en þú ert í hjarta góður, þó stundum þú gleymir gæskunni í róti lífsins. En ég lít á hjartað, ekki framkomu né gjörðir og verðugir eru þeir er játast mér og viðurkenna sínar syndir. Þeirra er ekki ótti, sekt né dómur. Því ætla ég að bera þig þína leið til baka svo þú finnur ekki fyrir neinu, er þú ert frelsaður í mínu nafni og hefur afneitað sjálfum þér mun allt verða nýtt. Ég er þinn faðir, þín móðir ég skapari þinn, hin fullkomna frummynd. Svo farðu nú og blótaðu Skrattann, endur tók Guð, þar til hann tekur við þér og opnar fyrir þér sínar dyr. Svo ég lagði af stað með fuglinn á öxl og byrjaði að kalla á „Skratta“.

Og hann lét blekkjast og bauð mér til sín niður í vítin sjö. Ég bankaði á hverjar vítis dyrnar hverja á fætur annarri og við þá sjöundu kom skrattinn sjálfur til svara og opnaði fyrir mér hreinn sem aldrei fyrr. Hann var í sjalket, með slaufu og á höfði hann hafði Pípu hatt. Ég kom beint fram og sagði: Hæ ég hef hér fugls hræ! Hann Sagði: Ja, komdu inn drengur og við skulum ræða saman og hann muldraði um hrun og að guð hefði nú snúið á sig. En hann bauð mér sæti, tók af mér jakkann. Svo rétti hann mér kokktesblöndu og bauð mér Díesapan. Ég afþakkaði pent en sagðist hafa heyrt að hér væri heitt og spurði hvort ég gæti ekki minn múkka hér matreytt. Hann sló sér á lær og skelli hló og sagði: Nú er þú bankaðir hér allur eldur dó. Því ræfillinn þú ert Guði merktur og ert verkfæri hans. Hann fuðraði upp áður en ég náði að spyrja hvað hefði orðið um þá vítisloga sem brennt hafa fordæmda um aldir. Rödd hans heyrði ég þó í fjarska. Og hann sprakk úr hlátri og sagði: nú er minn samningur útrunninn og maðurinn án Guðs er nú ekki neitt. Hví þá það spurði ég þá út í loftið. Vegna þess að flestir eru fermdir og skírðir og hafa játast hann, sem er í raun minn faðir. Og nú er ég máttlaus og verðlaus með öllu og minn máttur er uppurinn og verðbréf mín féllu í verði. Ég bað Guð að blessa hann og hélt til baka mína leið, svangur og þreyttur. Og er ég var kominn til baka í mannanna heim settist ég niður eftir áralanga leið og skrifaði þessa sögu…