Ragnar gekk niður götuna, gatan var stór en það var lítið af fólki. Það var sunnudagsmorgun og Ragnar var á leiðinni að kaupa blóm handa bróður sínum sem lá á spítala. Ragnar var mjög glaður því bróðir hans hafði lifað af eitt bílslys og tvær aðgerðir. Nú loksins leit út fyrir að honum væri að batna. Honum hlakkaði svo mikið til að sjá hann, þeir höfðu alltaf verið bestu vinir, alveg frá því að þeir voru pínulitlir strákar. Hann kom að blómabúðinni og gekk inn. Hann þurfti fyrst að ganga út lítinn gang. Á ganginum voru rauðir veggir, málningin var alveg að detta af og svo var hann líka dimmur svo Ragnar fékk hroll þegar hann steig inn. Teppið á ganginum var mjúkt svo honum fannst eins og hann gengi á grasi, honum fannst það ekki þægilegt. Á hinum endanum voru stórar dyr sem mynntu hann á hlið. Allt í einu opnast dyrnar, Ragnari bregður. Á móti honum gengur stór vera. Ragnar trúði ekki sínum eigin augum, á móti honum stóð dauðinn sjálfur. Dauðinn var stór í svörtum kufli, með hettu svo ekkert sást framan í hann og svo var hann með stóra ljá í hægri hönd. Ragnar hafði aldrei trúað á svona en þegar hann ætlaði að segja við sjálfan sig að þetta væri örugglega einhver kall í búning þá bara einfaldlega gat hann það ekki, hann vissi að þetta væri dauðinn sjálfur sem stóð nú fyrir framan hann. Allt í einu kom hljóð út úr kuflinum, dimm rödd sagði hægt: “ég er kominn til að sækja þig steingrímur.” Ragnar varð hissa þar sem hann hét ekki steingrímur. Hann segir: “ha.” Dauðinn gekk að honum og setur hönd sína á öxl hans. Ragnari finnst sem hundruð hnífa stingast inn í öxl hans. Hann gat ekki hreyft sig, sama hvað hann reyndi þá bara gat hann ekkert gert til að stöðva þetta. Allt í einu varð allt svart. Í smá stund er ekkert, svo allt í einu þá vaknar Ragnar, hann liggur í bláum eld. Honum brá og stóð upp á sömu sekúndu. hann öskrar af sársauka. Hann leit í kringum sig og hann sér ekkert nema eld, hann leit á sjálfan sig og tekur eftir því að hann brennur ekki. Þegar Ragnar ætlar að hlaupa eitthvað greip allt í einu hönd í löppina á honum og togaði hann ofan í jörðina, hann kemur allt í einu úr loftinu á ganginum. hann féll harkalega niður á mjúka gólfið á ganginum. hann starði í smá stund á rauða veggin. Síminn hringdi allt í einu, Ragnari bregður. Hann tók símann sinn upp og starði á hann í smá stund. Hann svaraði, það var mamma hans. Hún var grátandi. Hún sagði við hann hægt: “bróðir þinn er dáinn, steingrímur er dáinn.”
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…