Hún fékk neikvætt svar frá Listaháskólanum. Hún gerði sig fyrirfram undirbúna til að taka hvaða svari sem var frá þessum skóla sem hana dreymdi lengi um að komast í.
Hún lifði og hrærðist í listum frá blautu barnsbeini og var farin að vera bjartsýn um jákvætt svar þegar henni var tekið inn í viðtal og inntökupróf.
Allt tók þetta sinn tíma og dagarnir liðu mishratt og mishægt þangað til svörin birtust. Það fór mikil vinna í undirbúning til að þóknast þessum bráðvinsæla skóla og samkeppnin í þessum skóla var hörð…þetta er harður heimur yfirleitt.
Einn morguninn vaknaði hún, og sjá, þarna lá umslag frá hinum sívinsæla Listaháskóla sem var snobb skóli í augum flestra…kannski í þeirra augum sem höfðu fengið höfnun áður og ekki komist inn (mjög líklega)
Hún fór með umslagið inn í eldhús og var mjög skjálfhent. Systir hennar sat við eldhúsborðið og var að tala við mömmu þeirra í símanum. Systirin segir:“Mamma vill fá að vita hvort pósturinn sé kominn með svarinu frá skólanum”.(mamma var með þeim lang stressuðustu). Já, sagði hún. Það var dauðaþögn á meðan hún opnaði umslagið. Hún skalf ennþá meira. Systirin segir:“Og hvað er svo svarið?” Hún sagði:“Svarið er…svarið er NEI!!!
”Ég trúi því ekki“. Segir mamma þannig að við systurnar heyrðum það báðar vel í gegnum símann. Hún, sem fékk höfnunina sagði:”Jæja, ég var þó búin að undirbúa mig fyrir hvaða svar sem er“.
Hún fór niður í herbergi, læsti og grét í tvo klukkutíma. Bréfið sem var gegnblautt af tárum var allt farið í sundur og hún tók annað og annað bréf á meðan tárin storknuðu á hinum bréfunum. Enginn mátti vita að hún hafi farið að gráta, því alltaf var hún sterk fyrir framan aðra.
Hvað átti hún nú að gera? Hún var alveg eirðarlaus og fór ekki mikið útúr húsi. Var bara alls ekki tilbúin að segja fólki, fólki sem vissi að hún kæmist inn, frá neikvæða svarinu án þess að fara að gráta fyrir framan það.
Það var módelnámskeið þetta kvöld í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Síðasti tíminn þennan vetur. Hún ákvað að mæta svo fólki grunaði ekki að svarið hefði verið neikvætt. Hún mætti fyrr. Hún hitti gamlan myndlistakennarann sinn sem kenndi henni alla hennar barnæsku. Myndlistakennarinn spurði hvað hún væri að gera hér…”Ertu ekki útskrifuð“? Þær hlógu báðar. Oh, hvað það var mikill léttir að hún spurði ekki hvaða svar hefði komið. Svo leið tíminn og módelkennarinn kom. Hann spurði um svarið og var mjög hissa yfir þessu öllu saman. Nú fóru nemendurnir að forvitnast. Hún sagði bara:”Svarið er enn á leiðinni með póstinum." Svo kom matarhlé. Hún ákvað bara að láta sig hverfa sporlaust og fara heim. Enginn tók eftir því sem betur fer. Því að í matartímunum er allt skeggrætt og það myndi komast upp um hana að hún væri búin að fá svar, því kennarinn vissi af því neikvæða en hún laug að hinum. Oh, hvað það var erfitt að mæta þangað!
Dagarnir liðu og það var ekkert sem hún nennti að gera í sambandi við listiðnina. Gersamlega áhugalaus og þreytt og eirðarlaus, svaf lengi, byrjaði ekki strax að vinna, því hennar viðskiptavinir vissu að von var á svarinu. Fólkið í fjölskyldunni var ekki lengi að hugshreysta hana, því það var enn frestur í einn skóla á Akureyri. Skóli sem átti fljótt að breytast í Listaháskóla. Nú var hún spennt og fór að undirbúa sig. En hún þurfti ekki að undirbúa sig lengi því hún átti allt til að senda í þann skóla. Nú opnaðist hún aftur og hún átti enn von þetta árið.
Hún var aðallega með áhyggjur af aldrinum sínum. Hún varð bráðum 25 ára á þessu ári og ekki einu sinni komin með eitt barn! og ekki langt síðan hún sleit sambandi við sinn fyrrverandi. Nú varð hún frjáls á ný og með fullt af framtíðarplönum í fanginu og gat brosað sínu fallegasta,breiðasta colgate-brosi í heimi