Dagur eitt. Föstudagur.

Núna er hún farin, nú hefst tíu daga tímaferðalega án hennar. Ég neitaði að keyra hana á flugvöllinn, sagði að það væri of sárt en í raun og veru nennti ég því ekki. Það er ekki það mér þyki ekki vænt um hana heldur þoli ég bara ekki svona vesen, kveðjustundir, kossar og faðmlög, ekki beint mitt. Ég læt mer bara nægja að taka í höndina á henni og biðja hana um nammi úr fríhöfninni, hún veit hvað ég meinti.
Það er föstudagur og ég er einmanna í fyrsta skipti í þrjú ár, nákvæmlega þrjú ár. Skrýtið að hún þyrfti að velja akkúrat þennann dag til að heimsækja vinafólk í Prag, en það breytir litlu fyrir mig, ár eru hvort sem er bara hugtak búið til af mönnum, snilldarlegt samt hvern þeir náðu að láta það fitta svona vel.
Hvað ætli hafi orðið af Nonna, Jóni, ég hef ekki hitt hann í meira en eitt ár. Við skyldum hvorn annann, hlustuðum á sömu tónlist, fíluðum sömu myndir og pældum oft í meira að segja í sömu hlutunum. En smám saman skyldust leiðir okkar, hún tók hann frá mér, besta vin minn.
Ætti ég að prófa að hringja í hann, 844-9876. Hmm það svarar ekki, ég fletti honum upp. Nýtt númer….

Jón- Hæ
Ég- uu halló, þetta er Steinn, hvað er að frétta var ég nokkuð að vekja þig
J- uhh jú eiginlega, hva afhverju hringir þú í mig
Ég- langaði bara að heyra í þér, langt síðan við höfum sést, hvað ertu búinn að vera að gera
J- ekkert, mest einn bara
Ég- er þér sama þótt ég komi við hjá þér í kvöld
J- já.

HELVÍTIS. Hún fór á bílnum upp á flugvöll, ég hefði átt að keyra hana. Fáviti er ég, nú verð ég að taka strætó og ég veit ekki einu sinni hvað kostar í strætó.
Klukkan er sex og ég rölta niðrá Hlemm, þarna er fólk að labba inní vagnana, útlendingar, það er ekki einn íslendingur að fara í strætó. Djöfull hljótum við að hafa það gott.
Ég labba inn í sjoppuna og spyr hvað kosti núorðið í strætó, 250 kall! Nú jæja seinast þegar ég tók strætó kostaði 50 kall, þetta er sennilega út af gengi krónunnar eða einhverju álíka plebbalegu. Skiptu þessu þá vinsamlegast í 4 hundraðkalla og tvo 50, úff þetta tók á.
Leið átta, ég stíg inn og borga konunni, konunni! Hvað er að ske? Síðan hvenar eru konur ekki of góðar til þess að keyra almenningsvagna.
Ég sest aftarlega, 9 útlendingar og einn íslendingur, mér finnst ég vera útlendingur í mínu eigin landi. Þeir eru sennilega á leiðinni heim úr vinnunni enda fer þessi leið í gegnum bryggjuhverfið og Breiðholtið. Ég set á mig heyrnartól og fylgist með fólkinu. Eða sýklunum öllu heldur, þau bora í nefið hvert á fætur öðru. Mannfólkið er einskonar sýkill á Jörðinni. Smám saman eyðist hún upp. Best að slá til, klíni einn feitri slummu undi sætið. Það fer hrollur um mig.
Heimurinn virkar hljóðlaus í öllum þessum látum, allir að tala en samt ekki. Lítil stelpa veifar til mín úr bílnum við hliðiná, ég ulla á hana, ekki út af því að ég vondur heldur til að sýna henni að heimurinn er vondur og ef að hún vill fá eitthvað á móti því sem hún gefur þá fær hún það sennilega ekki.
Jeij kominn á endastöð, Grafarholtið, nánast útí sveit.
Þarna er sjoppa, ákveð að testa hana. Kaupi kók og hlamma mér í sæti þarna. Ég get séð herbergið hans þaðan. Það er dregið fyrir en ég sé að það er ljós þar. Hvað á ég að segja við hann, hvað getum við talað um. Jæja best að rölta af stað. Trommusláttur, já hann var alltaf að tala um að kaupa sér trommur. Hann kemur til dyra, sjúskaður sem aldrei fyrr. Hann er í rifnum bol á sem stendur á Sonic Youth, hvað svo sem það er.
Blessaður komdu inn, hæ langt síðan ég hef komið hingað. Ha er það? Hann er orðinn eitthvað skrýtinn.
Vá hann er búinn að krota alla veggina út, þetta eru ljóð eftir hann og sögur. Hann er með pizzu í ramma upp á vegg. Hann segir að þetta sé til minningar um hans eina orkugjafa seinustu ár.
Við eyðum kvöldinu í að hlusta á fallega tónlist og pælum í heiminum.
Þegar klukkan er orðin 23:59 er aðeins ein mínúta í næsta dag.

Dagur tvö. Laugardagur……..