Ingangur

Ég ætla nú að fara að segja ykkur frá 3 ævintýri Litla Græna Kallsins (Ævintýrið um tyggjópakkaþjófinn var annað ævintýrið því að fyrsta var til kynningar) og ég vona að þið hafið gaman af þessu.

Meginmál

Litli Græni Kallinn var heima hjá sér (eða heima hjá Stóra Ba réttara sagt) að lesa með útvarpið á þegar hann heyrði mynnst á eldflaug. Þá byrjaði hann að hlusta og þá var verið að auglýsa eftir hugrökkum íbúa plánetunar Rauðu til að fara í eldflaug og láta skjóta sér á plánetuna sem íbúar Rauðu kölluðu Logandi hætta til að fara að kanna hvort að líf þrifist þar og hvort að það væri hugsanlegt að sumir íbúar Rauðu gætu sest þar að og að auki fengi Litli Græni Kallinn 3 milljónir Arsa (einn Arsi voru 3 krónur.)

Litli Græni Kallinn var búinn að heyra nóg og hann fór náttúrlega strax að staðnum þar sem hann hafði stolið geimskutlu þar áður fyrr.

Hann spurði vörðinn hvar hann ætti að fara til að fá að fara í eldflaugina til að kanna plánetuna Logandi hættu og vörðurinn sagði honum að hann ætti að fara í aðalbygginguna en fyrst ætti hann að taka búning sem ætti að verja hann gegn loftslaginu þar inni eins og hann gerði til að komast inn á svæðið vegna öryggistækis sem ég segi ykkur frá eftir stutta stund.

Þegar hann kom inn í aðalbygginguna sá hann fullt af skrýtnum verum frá fullt af fjarlægum plánetum sem menguðu loftið á 5 sekúnda fresti þetta var notað sem öryggistæki það átti bara eftir að koma þessum örygistækjum á markaðinn þar sem þetta yrði eflaust gríðarlega vinsælt og hingað til var Geimkönnuðir H.F. ( staðurinn sem Litli Græni Kallinn var staddur á) eina svæðið í öllum geimnum sem hafði svona öryggistæki.

Hann fór inn á skrifstofu hjá geimveru sem virtist vera gúmíslím og það var rétt hjá honum vegna þess að stjórnandi fyrirtækisins var gúmíslím sem hét Hnusi.

Litli Græni Kallinn sagði honum að hann hefði heyrt auglýsinguna í útvarpinu og hann ætlaði að bjóða sig fram til að taka þessu verkefni og skoða plánetuna Logandi hætta.

Hnusi varð himinlifandi alveg í 9 himni sem var nokkuð gott vegna þess að oftast þegar íbúar Rauðu urðu himinlifandi urðu þeir í 6 himni.

Stjórnandinn sagði honum að fara á geimpall 572 sem var í 62km hæð og segja vörðunum að hann ætlaði að bjóða sig fram í þessa hættuför og þá myndi hann komast inn á svæðið.

Þegar hann komst loksinns upp var hann búinn að ganga upp í 16 klukkutíma (18 klukkutíma með hléum) því að hver stigi var 100 þrep.

Hann sagði vörðunum það sem stjórnandinn hafði sagt þeim en þá sögðu þeir að hann þyrfti að hafa aðgangsorð til að komast inn.

Litli Græni Kallinn byrjaði síðan að giska á fullt af lykilorðum og tókst það eftir 5 klukkutíma einmitt þegar Stjórnandinn kom upp til að segja honum að hann gleymdi að segja honum að hann þyrfti aðgangsorðið en þá brjálaðist Litli Græni Kallinn og hryndi Stjórnandanum af pallinum og hann datt 62km niður sem tók um það bil 3 mínútur en af því að hann var gúmíslím þá festist hann við jörðina og það tók 2 klukkuíma að losa hann.

Þegar stjórnandinn lenti niðri á jörðini hóf eldflauginn sig á loft og lenti einungis 2 mínútum seinna á plánetunni Logandi hætta sem var 3 milljarðir mílur í burtu.

Þegar hann kom þangað og fór úr eldflauginni þá sá hann nákvæmlega ekkert líf þannig að hann taldi það óhætt að labba næstu 400 metrana. En þegar hann var búinn að labba næstu 399 metrana byrjuðu alskonar ófreskjur að ráðast á hann og það breyttist í eltingarleik.

Litli Græni Kallinn tók upp Rosalega sterka dýnamít sprengju og fleygði henni á jörðina og hann vissi að hún myndi springa eftir 30 sekúndur og að það yrði endarlok hans en að minnsta kosti ófreskjanna líka og síðan byrjaði honum að svima útaf loftinu vegna þess að það var eitrað.

Rétt í þessu þegar hann hélt að öll von væri úti kom Kurrukus lögreglumaður og hífði hann upp og sagði honum að hann mætti alls ekki vera þarna í leyfisleysi hann þyrfti fyrst að fá leyfi hjá geimveraplánetueitraðalofstofnun.

Litli Græni Kallinn sagði honum að Geimkönnuðir H.F. hefðu sent hann og hann vissi ekkert um nein leyfi. Þá sagði Karrukus að Geimkönnuðir H.F. fengu að borga sekt fyrir þetta og þegar þeir komu að geimstöðinni þá krafist Litli Græni Kallinn 3 milljóninar sínar en Stjórnandinn sagði að hann þyrfti ekki að borga honum vegna þess að hann kom ekki með geimverur og hann sprengdi plánetuna þannig að Litli Græni Kallinn fékk ekkert Karrukus fékk stöðuhækkun og Geimkönnuðir H.F. fengu risa sekt.

Lokaorð

Núna er þessu ævintýri lokið og ég vona að þið hafið haft gaman af þessu.
(\_/)