Það var snjór þann dag er við forum úr húsinu sem ég ólst upp í. Stórar snjó fliksur duttu niður af himninum eins og ekkert væri og flugu hægt og rólega niður. Það voru liðnir 2 mánuðir síðan móðir mín dó. Pabbi varð brjálaður og það þurfti að láta hann inná geðveikis spítala. Það var gott að horfa á snjóinn. Það var eins og allar áhyggjur mina myndu hverfa, Þær flugu hægt og rólega niður. Ég heyrði í burðar mönnunum bera hluti úr stofunni , svefnherberginu og eldhúsinu. Eldhúsið var staðurinn sem það gerðist. Hægt og rólega svifu snjókornin niður á gula grasið , hægt og rólega. Hún fannst þar, gólfið rautt , rauðir blóð blettir útum alla eldhúsinnréttinguna. Hún lá þar með galopin augum og starðu út í tómið . Snjókornin voru að fækka , nú datt eitt snjókorn niður á jöðina hægt og rólega. Ég hafði komið að henni , hár hennar blóðugt, það glampaði í hníf á maga hennar í tunglsljósinu. Ég labbaði að henni hægt og rólega , hægt og rólega. Það var snjókoma þann dag og snjókornin svifu hægt og rólega niður á galtóma jörðina.

Það var snjór þann dag er ég fannst með galopin augu og starði út í tómið. Snjókornin duttu niður á líkama minn , Hægt og Rólega.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."