Einn goðan morgunn dag þegar moðir min vakti mig var hun ekki jafn glöð og hun var alltaf þegar hun vakti mig i þetta skipti…
Er hun settist á rumið sagði hun: ég hef slæmar frettir… Hann Afi þinn er dainn.
Þessi orð sem komu i eyru min hljomuðu svo ósönn, svo lygaleg, gat bara engann veginn verið satt. Afi dainn, aðeins 64ara gamall maður, ennþá i vinnu sem taxabilstjori. Um leið og ég heyrði þau aftur og aftur i huga minum sagði ég bara: þetta er ekki satt, þetta er ekki satt, þetta getur bara engann veginn verið satt. en er eg sagði þau brast eg i grat og hun moðir min lika, þarna sátum við í rúminu grátandi yfir þessari yndislegu manneskju sem nú var farinn.

Hann sem hafði svindlað á dauðann i bilsysi, folkið á spitalanum sagði þetta vera kraftaverk er hann opnaði augun á spítalanum fyrir framan alla læknana. læknarnir sögðu: einhverjum þarna uppi hlytur að lika vel við þig fyrst þú slappst svona vel. Hann labbaði við hestaheilsu þarna frá spitalanum himinglaður. En það sló aðeins frest á dauða hans, dauðinn ætlaði sér að ná honum og á endanum naði hann Afa.
Nokkrum vikum eftir slysið kom hann heim úr sinum venjulegum taxaferðum og sast niður og setti í pipuna sina og reykti hana i roleg heitum.
Konan spurði hvort allt hefði ekki gengið vel? juju svarar Afi eins og vanalega. En þetta kvöld for ekki eins og hann bjost við. Er hann var að reykja pipuna, fann hann skyndilega svo nístandi mikinn sársauka i hausnum og fór í flog, konan hljop til hans og tok utan um hann og fleigði stolnum burt sem hann sat á. þetta stutta augnablik sem virtist vera heil eilifð fyrir hann Afa leið bara á nokkrum sekundum. Svo stoppaði flogið og hann naði að taka nokkra andardrætti og sagði siðan: Birna ég elska þig, og er hann sagði það dó hann i örmum Birnu.

ps. ég á léttara að skrifa ef eg segi þá um mig, en þessi saga er að vissu leiti sönn..