Gestirnir eru komnir og það er mikil spenna í loftinu. Við erum öll sest við borðið. Þetta er einhvern veginn… allt svo vandræðalegt. Mamma segir okkur að gæða á þessum dýrindis mat. Á borðinu eru ýmsir réttir, t.d. Lambakótilettur og lambasoðsósa með lambaconfit “gremolata” og hvítbaunum, nautalundir “Rossini”
með jarðsveppakartöflum, uxahala og laukflani og Château Belgrave 1990 rauðvín.

Eftir að gestirnir höfðu skammtað sér á diskana sína kemur vandræðaleg þögn sem virkar sem heil eilífð. Þá segir Gunnar frændi að veðrið hafi verið fallegt veður í dag. Allir taka undir.
En það rétta var að veðrið hafði verið hálf leiðinlegt þennan dag. Þarna fannst mér strax augljóst að Gunnar var bara að segja þetta til að brjóta þessa vandræðalegu þögn

Nokkrum eilífðum síðar segir Jói bróðir að veðurspáin segði til um að veðrið verði bara alveg sæmilegt um helgina en það var nóta bene þriðjudagur.

Það eina sem heyrist næstu eilífðirnar er smjatt gestanna á matnum og hljóðið í hnífapörunum. Mig dauðlangar að fara burt en ég get það ekki og er fastur í þessari prísund.

Það líða nokkrar eilífðir áður en Karl brýtur þögnina með sögu sem hann hafði augljóslega setið á lengi. Fólk hlær vandræðanlegum hlátri en fattar ekki alveg húmorinn í þessu. Brandarinn var slæmur, eitthvað í sambandi við konur í pelsum.
Ég andvarpa með sjálfum mér.

Heilmörgum eilífðum síðar er komin ókyrrð á mannsskapinn, allir búnir að borða og flestir vilja sem helst komast burt en enginn nær að koma orðum að því að það vilji fara að koma sér heim.

Fólk er farið að horfa út í allar áttir og leika sér að matarafgöngunum. Þögnin er orðin óbærileg og orðin sálarleg pynting.

Magnús var búinn að fá nóg, hann kastar stólnuim frá sér og labbar burt. Eftir þetta fara fleiri að labba út og nokkrum mínútum síðar eru allir farnir nema ég og mamma.
Ég lít á mömmu og maður sér vott af tári í auga hennar.

Ég var alveg að koma að skólanum og hitti Sigga sem kom hjólandi í átt að mér. Það var ljóst að þetta matarboð í kvöld myndi verða heil eilífð. Ég þoldi ekki matarboð.



Sagan er skrifuð af mér og islenskadananum.