Ég sit hérna við gluggakistuna mína að skrifa þér bréf. Hugsa um hvað það var gaman í sumar!
Það er bara rigning hér. Mamma fer á morgun í aðgerðina, ekkert stóraðgerð en ég er samt stressuð.
Ég var áðan að horfa á næstseinasta þátt af Survivor, skítúl yfir því að Elisabeth var hent út! En ég vona að Tina vinni af þeim sem eftir eru. Annað væri bara jafnfúlt og í fyrra!
Ég heng ennþá bara alla daga að láta mér leiðast. Vona að hlutrnir séu betri hjá þér, hvernig gengur þér annars svona almennt?
Það gengur bara alls ekki sem best hjá mér… það fer vonandi batnandi…
Ég man ekki hvort ég var búin að segja þér frá sumarbústaðarferðinni minni, hún var voða skemmtileg, við fórum bara tvö en það var alls ekkert verra. Við fórum í sund á hverjum degi og keyrðum mikið um og ég tók fullt að landslagsmyndum, hlakka til að framkalla þær. Það var geggjað gott veður næstum allan tíman, ég brann meira að segja, átti ekki sóláburð!
Þú veist að ég mun alltaf elska þig, sama hvað gerist, þú ert mín, ég vona bara að ég verði alltaf þín…
Ég var að surfa áðan og fann mynd af sólinni, en í staðinn fyrir að vera appelsínurauð, þá er hún blá, þú veist að blár er uppáhaldsliturinn minn þannig að ég fýla þessa mynd í botn!!
Jæja, þetta þýðir víst ekki…. klukkan heldur áfram að ganga þótt ég sé að skrifa þér bréf… 1000 kossar! Mundu, ég elska þig!!
Just ask yourself: WWCD!