Ég fór í partí um helgina.
Hjartað í mér sló í takt við hátt stillta tónlistina. Herbergið var fullt af sveittu, fullu og fyrirferða miklu fólki sem titraði vegna bassans í laginu. Allt þetta, tónlistinn, fólkið og bassinn var yfir gnæfandi og mig svimaði. Vá, hvað ég var ringluð og dofin!
Allt í einu heyrist framandi hljóð. Það átti alls ekki heima á þessum stað, á þessum tíma. Þetta var síminn minn, að hringja!
Upp hefst fótur og fit, einhver skipar fólki að lækka í tónlistinni, drepa í sígarettunum og halda kjafti. Allir frusu þar sem þeir stóðu og horfðu á mig eins og framtíð þeirra lægi undir þessu eina símtali. Ókunnug manneskja réttir mér síman.
Hjartslátturinn í sjálfri mér fyllir herbergið og úr fjarska heyri ég að síminn hringir enn.
Ég horfi niður á síman minn og allt í einu er ég stödd inn í mínu eigin herbergi, á náttfötunum. Ég svara símanum, systir mín gleymdi lyklunum og vill ólm komast inn.
Hjartað í mér hamast enn. Ég er löður sveitt.
Hvar eru allir?