Trúður

Jón hét piltur og var kallaður Trúður. Hann var sonur bónda og fæddist á bónda-
bænum Eptra-Leyti sunnarlega í Eyjafjarðarsýslu. Sagan hefst þegar Trúður er sex
ára gamall stráklingur. Á þessum tíma var ansi reimt á þessum slóðum; menn höfðu
nefnilega ósjaldan séð drauga vera á vappinu um akrana um miðjar nætur.

Menn höfðu þó komist að því að draugarnir væru meinlausir, að því tilskyldu að þeir
væru látnir í friði. En auðvitað fíflaðist einn og einn sveitapilturinn frá nálægum bónda-
bæjum til þess að fara út um nætur til þess að grennlast fyrir um draugana. Umræddir
piltar fundust þá látnir daginn eftir við árbakka nokkurn; stundum var höfuð þeirra skilið
eftir, en stundum ekki. En í öllum tilvikum höfðu þeir þó verið alvarlega limlestaðir. Hann
Trúður var afar gáfaður piltur, miðað við aðra jafnaldra hans, og hann hélt sig auðvitað
fjarri draugunum.

Dag einn er bankað upp á dyr Eptra-Leytis. Þar stendur maður, mikill menntamaður.
Hann er um það bil sextugur með skalla og hárið í kringum skallann stendur út í loftið.
Hann er skegglaus. Maðurinn er grannur og er klæddur í gráar buxur, bláa skyrtu og
dökkgræna peysu yfir hana. Auk þess er hann með dökkrautt bindi. Aðrir menn á borð
við þennan voru fáséðir svo sunnarlega í sýslunni, en hins vegar er þessi maður fasta-
gestur á Eptra-Leyti.

Maðurinn heitir Brjánn, er stærðfræðikennari við sjálfan Háskóla Íslands, og vill fá að
tala við Trúð. Þeir fá sér sæti í herbergi Trúðar og hefja sitt vikulega spjall:

Brjánn: “Tókst þér að tegra öll föllin sem ég lét þig fá síðast?”.
Trúður: “Já, þetta var nú of auðvelt og ég er hálf móðgaður yfir þessu. Af hverju ertu
að láta mig gera svona auðvelda hluti? Þú veist vel að ég get þetta og mun meira en
það. Og byrjaðu nú að nota orðið ”heilda“ í staðinn fyrir ”tegra“. Það er fallegra orð og
mun íslenskara. Orðið ”tegra“ er bara stytting á enska orðinu ”integrate“ og er bara
sletta sem mér mislíkar.”

Brjánn hlær við og segir: “Þú og þín ást á íslenskunni. En nóg um það. Ég þarf að
ræða við þig um eitt málefni í dag. Það er nefnilega mál með vexti að ég er að skrifa
grein um hvernig finna má sérlausnir hliðraðra línulegra diffurjafna.”

Trúður: “Hafðu engar áhyggjur. Ég skrifaði ritgerð um þetta efni í gær, og ég tel að
mér hafi tekist að sanna allt sem þarf að sanna um þetta. Ég hef nefnilega fundið
almenna aðferð til þess að finna svona sérlausnir.”


Og eftir smá spjall í viðbót sýndi Trúður Brjáni niðurstöður sínar, og Brjánn var alveg
gáttaður. En hann sýndi þó Trúði ekki hversu gáttaður hann var. Heldur sagði hann
bara að þetta liti vel út og hann þyrfti að kíkja á þetta betur. Brjánn tekur svo ritgerð
Trúðar, þakkar fyrir sig og fer suður til Reykjavíkur, þar sem hann býr ásamt konu sinni.

Það sem Trúður vissi ekki var að Brjánn var einn virtasti stærðfræðingur Norðurlandanna
á þessum tíma og hafði jafnframt hlotið nafnbót heiðursdoktors við Háskóla Íslands og
Háskólans í Uppsölum. En enginn vissi að það var í raun Trúður, sex ára bóndasonur, sem
átti þessa nafnbót í raun skilið. Fólkið á Eptra-Leyti var auðvitað grunlaust, enda
stunduðu þau sjálfsþurftarbúskap og vissu lítið hvað var að gerast annars staðar á
landinu. Brjánn hafði talið Trúð trú um að hann væri bara að þessu sér til gamans; að
þetta væri hans áhugamál, að skrifa um stærðfræði, þegar hann væri ekki að kenna.

En hvernig uppgötvaði Brjánn Trúð? Hefur Brjánn eitthvað með draugaganginn að gera?
Kemst upp um Brján að hann sé að hljóta heiður fyrir annars manns verk?

Svörin birtast í næstu hlutum þessarar sögu.

Evklíð.