Hjartað var á fullu og lófarnir svitnuðu, hann ætlaði að koma í heimsókn þennan morguninn.
Þau höfðu verið að spjalla saman alla nóttina og hún hafði kjarkað sig upp í að bjóða honum loksins í heimsókn, þau voru búin að þekkjast í næstum 2 ár en bara hitt hvort annað og talað saman 2x en höfðu einnig sést einstaka sinnum.
Hann er öðruvísi en flestir karlmenn sem hún hefur fyrirhitt miklu heiðarlegri… eiginlega of heiðarlegur oft á tíðum, þau áttu fortíð fulla af pirringi og rifrildum en það var í fortíðinni.
Hún fer í sturtu, lætur heitt vatnið hreinsa í burtu haug af áhyggjum og kvíða, hvað hafði hún eiginlega verið að spá? Að bjóða honum í heimsókn hér og nú… tekur hann samt smá tíma að koma… býr langt í burtu.
Hún horfir á sjálfa sig í speglinum, rennblaut brúnt hárið tekur hún í tagl, brosir glettin til sjálfrar sín, hún hefur marga kosti sem hún minnir sig ætíð á.
Hún setur á sig svolítið púður, dregur línur um augun sem eru dimmblá sem næturhimininn, litlar augnhárin og setur svolítið gloss á varirnar.
Þægilegar gallabuxurnar og hlýrabolurinn draga fram kosti hennar og hylur það sem hún telur galla, stingur uppí sig tyggjói til að hreinsa andadráttinn og róa taugarnar sem þanndar eru til hins ýtrasta.
Síminn pípir, það eru skilaboð frá honum “Ég er kominn, númer hvað er bjallan?” hún brosir út í annað og sendir svarið samstundis, dyrasíminn hringir og hún hleypir honum inn, opnar dyrnar og bíður hans.
Hann stígur útúr lyftuni dúðaður inn í þykka úlpu og með húfu, hann brosir til hennar en segir ekki orð, hann er bara svoleiðis.
Hún röltir inn í herbergi og hann fylgir eftir, hún var að horfa á mynd áður en hann kom, hún sest upp við höfuðgafl rúmsins og faðmar að sér sængina, alveg að farast úr feimni en ákveður að taka af skarið og byrja að tala við hann um eitthvað sem þau hafa talað saman um áður, finnst það öruggt umræðuefni.
Hann brosir til hennar og hlær, hún sér að hann hefur breyst mikið síðan hann hefur lent í slysinu, persónan og i útliti, hann hefur rakað hausinn alveg og látið seér vaxa skegg… kynþokkafull samsetning sem hann er.
Hann klæðir sig úr hettupeysunni og færir sig nær henni, leggst ofar í rúmið, dregur hana niður til sín og knúsar, hann finnur að hún er afar stressuð.
- “Ertu stressuð eða er þetta bara feimni?” spyr hann glettinn.
- “Bítt í þig, þú veist að ég er feimin!”
- “Já ég veit en þú veist að ég bít ekki… nema auðvitað ef að þú biður mig um það”
- “ Haha, volla fyndinn” hún getur ekki annað en brosað með honum.
- “Ég mun aldrei gera neitt við þig sem þú vilt ekki, þæu getur alltaf stoppað mig með því að biðja mig, ég mun ekki gera neitt án þíns samþykkis!”
- “Ég veit”
Hann tekur undir höku hennar og smellir smá kossi á nef hennar, boltinn er hjá henni.
Hún togar laust í skegg hans og kyssir laust á varirnar, fyrr en varir eru þau farin að kyssast heitum löngum kossum sem hann svo slítur þegar hann stendur upp.
- “Komdu!?” biður hann.
- “En ég nenni ekki að standa upp”
- “Gerðu það?”
Hún stendur upp og hann tekur utan um hana, ýtir henni að rúminu og hallar henni yfir það og hún heldur skelfingartaki utanum hann.
Hún heldur krampakenndu taki utanum hann skíthrædd um að detta, hún treystir bara 2 manneskjum, önnur er litla systir hennar og hin er ein besta vinkonan, hún veit að hann er að prófa hana.
- “Treystu mér litla nornin mín!”
- “Þú veist að ég treysti engum, ekki missa mig! Þú ert alger djöfull!”
- “Ég veit, en þú verður að treysta mér, annars mun ekkert ganga okkar á milli”
- “ Ég veit… ekki missa mig” það er raunverulega skelfingu að finna í tón hennar, en samt treystir hun honum svolítið, er bara hrædd, en slakar smá á.
- “Þetta var betra” hann brosir og gefur henni smá koss.
Þau leggjast aftur í rúmið og spjalla saman, á meðan fiktar hann í hári hennar sem losnað hefur úr taglinu.
Hann brosir út í annað þegar hann sér að hún hefur hallað aftur augunum og leyfir sjálfri sér að njóta þess að það sé hugsað um hana.
Hann hefur kviðið því að koma til hennar, en hann hafði langað að hitta hana, meira en hálft ár frá því seinast.
Hún er öðruvísi en nokkur önnur stelpa sem hann hefur þekkt, hún hafði fyrir löngu orðið sár við hann og ekki talað við hann nema ef hún gæti komið með skítkast á hann.
Hún þekkir aðra barnsmóður hans og son hans, hann minnir sjálfann sig á að fyrrverandi sé notari, en brosir við tilhugsunina um að það sé pabbahelgi fljótlega.
Hann horfir á hana þar sem hún hefur sofnað í fangi hans, undarlegt hvað örlögin breyta manni, hann hafði ekki ýmindað sér að hún væri svona persóna, hún var allt öðruvísti en hann hafði haldið.
Hann tekur utanum hana og hallar aftur augunum og sofnar þarna, óvitandi sem og allir aðrir um framtíðina.

———-

Enjoy Taran