Það er kall í veðri, rosalega kalt. Febrúar, mánuður sem er alltaf kaldur. Það er sól úti, létt skýjað en sólin er svo lágt á lofti, svo hún nær ekki að hita jörðina, jörðina sem við búum á, jörðina sem krakkar hlaupa um og leika sér, þar sem ungir piltar skoða klámblöð með góðra vina hópi, þar sem ungar stúlkur hugsa, hugsa um allt milli himins og jarðar, og þar sem tveir 75 ára karlar setja á gangi í landsspítalanum og fletta blaði, fá sér í nefið og spjalla um fortíðina. Spjalla um hvað allt var betra einusinni, áður en allt þetta stress sem herjar þjóðina svo mikið byrjaði. Þegar allt var einfaldara. Og er þessi saga um þá, 75 ára karla sem eru en ungir í anda.

Á landspítalanum setja þeir á gangi, eins og þeir hafa gert í mörg ár, eða síðan Jón Eggert Finnbogason var lagður inn á deildina. Þar hittast þeir alltaf kl 10:00 og fletta blöðum og tala saman, eða er það nú reyndar Jón sjálfur sem sér meira um talið, Lárus er meira svona maður án margra orða, en hann hlustar, eins og hann hefur gert síðustu 74 ár sem hann hefur þekkt Jón hefur hann hlustað á bullið í honum.

Klukkan er 10:30 og eins og ávalt á fimmtudögum þá setja mínir menn og fletta blöðum.

- J: Lárus
- L: Já Jón hvað liggur þér á hjartað núna?
- J: Hugsar þú stundum um dauðan?
- L: Dauðan segirðu
- J: Já ég hugsa stöðugt um hann, ég veit að ég á ekki langan tíma eftir.
- L: Hehe þetta hefur sagt í meira en 20 ár Jón minn en samt ertu en þá meðal vor.
- J: Já en ég finn það einhvern veginn á mér að ég á ekki mikið eftir.
- L: Þú ert nú líka kominn á áttræðs aldurinn.
- J: Hvernig heldur þú að dauðinn verður, eða eftir lífið.
- L: Ég veit það ekki Jón minn.
- J: Ég held að þetta verður allt tómt, heimurinn er ekki til Lárus, það er enginn tilgangur með þessu, af hverju erum við haldnir hérna, lifum í næstum öld, og það eina sem við gerum er að bíða eftir dauðanum.

Samtal Lárusar og Jóns eru ávalt í þessa áttina. Jón sér um að halda upp á samræður og Lárus er maðurinn sem hlustar á sögunar hans Jóns. Sem eru frekar margar.

- Lárus
- Já Jón minn.
- Ertu stundum einmana?
- Það kemur fyrir já.
- Ég átti yndislega konu. En hún dó langt fyrir sinn tíma.
- Já er það?
- Já hún var fyrir loftstein, við giftum okkur í carabíska hafinu og á brúkaupsnóttina þá vildi hún fá sér labbatúr á ströndina en ég nennti því ekki, ég sá hana ekki eftir það. Vaknaði næsta dag og hún var þar ekki, og heyrði ég í fréttunum að það hafði hrapað loftsteinn rétt hjá, eða á ströndina. Og ég lagði tvo plús tvo og fékk út fjóra karlinn minn.

Mennirnir tveir sátu þarna á ganginum og flettu blöðum. Félagskapur þeirra var svo mikilvægur. Því að ef að Jón ætti ekki Lárus að, þá hafði hann engan til að tala við. Og ef að Láru ætti ekki Jón að átti hann engan að til að hlusta á.

Klukkan var orðin 12 að hádegi þegar Lárus kvaddi Jón. Jón sat eftir á ganginum í Landsspítalanum og horfði á eftir besta vini sínum labba í burtu. Hann naut þess að horfa á hann fara í burtu. Í seinasta skipti.

Næsta dag kom Lárus hress og kátur upp á landsspítalann, kl var 10 að morgni, en þá var kalt úti, heiðskírt en sólin var of lágt á lofti, svo hún gat ekki hitað upp jörðina..

Lárus labbaði inn ganginn, þar sem Jón var vanur að sitja. En ekki sat Jón þar, og þá vissi Lárus strax, hann fann strax á sér að Jón var farinn.

Lárus glotti smá, hann sá lækni Jóns fyrir framan sig, sem gaf honum þær fréttir að Jón hafði látist um nóttina. En Lárus vissi að það var bull og vitleisa.