Klukkan slær 12 högg. Það er dimmt úti, drungalegt… kalt… ég hleyp, það eltir, það gerir það alltaf, ég er orðin vön því en finnst það samt ógnvekjandi. Ugla vælir. Ég nálgast húsið. Það er flöktandi ljós í glugga, hann er vakandi! Hurðin opnast, ég brosi, hann hefur séð mig!!! Hann kemur á móti mér, ekki glaður, ég sé að hann er að segja eitthvað, ég vil ekki heyra það. “Við verðum að hætta að hittast svona, þetta þýðir ekki.” Ég fell í jörðina og græt, hann labbar inn, virðist feginn, ég skríð áleiðis eftir moldinni, ég vil ekki lifa, það er ekkert að lifa fyrir… það eltir enn, ég stend upp, sný mér við og kalla á það. Ég veit að það er þarna, það svarar ekki, ég hleyp af stað í átt að ánni, er ég kem að henni stoppa ég, horfi ofan í hana, hún er straumþung, ég læt mig detta, áin grípur mig, ber mig með sér niður, niður að fossi, við föllum saman, ég og áin, ég kveð hana, það er stórgrýtt á botninum, bless áin mín, bless náttúra.
Just ask yourself: WWCD!