Þetta er sagan um Pétur, hann er 15 ára gamall dökkhærður og bláeygur drengur. Hann á heima í Reykjavík og af hans var að deyja. Hann er að fara heimsækja bróður hans sem ég hef aldrei hitt. Hann á heima í sveit fyrir norðan. Pétur er í rútu. Hann horfir á landslagið þjóta framhjá. Á einum tímapunkti sér hann afa sinn standandi á grasinu. Allt í einu stoppar rútan, hann lítur snökkt fram fyrir sig og aftur út um gluggan. Afi hans var horfinn. Allt í einu var kallað: hey drengsi. Hann horfir aftur fyrir fram fyrir sig. Það var rútubílstjórinn að kalla. Ha, segir Pétur. Átt þú ekki að fara út hérna segir bílstjórinn? Jú, segir Pétur. Hann labbar út úr rútunni og horfir á gamalt hús. Þarna er skilti sem stendur á Álfasteinn. Það var nafnið á bænum. Hann labbar upp að dyrum og bankar. Hann bíður í pínu stund. Allt í einu fyrir hornið kemur gamall maður og segir: hver ert þú? Ég heiti Pétur og er frændi þinn svaraði hann. Gamli maðurinn brosti, komdu blessaður og sæll sagði hann. Ég heiti Stefán, viltu ekki koma inn og fá þér eitthvað að borða? Já takk svaraði Pétur. Klukkan var orðin hálf átta. Ég er farinn að sofa segir Stefán. Pétur var undrandi yfir því hversu snemma hann Stefán færi að sofa en hann ætlaði ekki að fara gagngrýna hann fyrir það. Pétur var andvaka þessa björtu sumarnóttu. Allt í einu heyrði hann pínu hljóð, eins og einhver væri að labba um. Það gat ekki verið, því að klukkan var um hálf þrjú og Stefán var líklegast sofandi. Pétur steig á fætur og fór út á gang. Hann sá útihurðina vera lokast. Hann þorði ekki út strax en beit á jaxlin og hljóp út. Hann sá mann í kufli labba upp hæð. Hann faldi sig bak við einn bílinn. Hann rakst í járnklump sem datt niður og maðurinn leit við. Pétur beygði sig niður svo að hann sjái hann ekki. Þegar hann var kominn yfir hæðina hljóp hann af stað í áttina sem hann fór. Þegar ég var kominn upp sá Pétur hann. Hann var dálítið langt frá honum en hann sá hann veifa höndinni og hellir opnaðist af klettinum. Pétur blikkaði augunum því að hann trúði ekki sínum eigin augum. Ég hlýt að vera að dreyma, segir hann við sjálfan sig.

Hann sér mannin labba inn í hellinn. Hann fór á eftir honum. En þegar hann kom að
hellinum var hann lokaður. Pétur veifaði hendinni eins og maðurinn hafði gert en ekkert gerðist. Allt í einu kom þvílíkt afl sem ýtti Pétri langt í burtu og niður hæðina. Hann stóð upp og hljóp inn í húsið. Allt í einu greip maður hann. Þetta var Stefán.
Hvar varstu krakki? Ég, ég var úti að fá mér ferskt loft, segir Pétur skelkaður. Það er ekki hægt að ljúga að mér segir Stefán gramur. Ég sá mann, segir Pétur, mann í kufli, hann var hér inni og fór út og ég fór á eftir honum og hann opnaði hell sem er í klettnum segir hann móður. Nú já, segir Stefán. Hann snýr sér við og segir: Þér hefur verið að dreyma farðu aftur upp í rúm að sofa segir Stefán. Pétur fer skömmustulegur inn í herbergið sitt og fer að sofa.

Morguninn eftir fer Pétur út í skúr hjá Stefáni að skoða. Þegar hann kemur inn sér hann hina ýmsustu hluti til dæmis dauða minka, dauða hrafni haglabyssu og margt meira. En mesta athyglin hjá honum er á haka sem er hengdur upp á vegg. Hann fékk hugmynd. Stefán kemur inn til hans. Hvað ertu að gera hér, spyr hann gramur? Bara að skoða, segir Pétur. Það er ekkert til að skoða hér og komdu út segir Stefán og fer svo í burtu. Pínu stund seinna kemur Stefán að honum og spyr: viltu hlaupa með þetta seyði til Ingu á Álfabyrgi, hún er mikið veik. Hann lætur Pétur fá litla flösku. Seyði, hugsar Pétur. Það er ekki eins og það sé 15. öld en nú jæja. Pétur setur flöskunna í vasann og labbar af stað. Þegar Stefán snýr sér við fer Pétur með höndina inn á sig og dregur út hakan sem hann sá inn í skúr. Hann hleypur upp á hæðina og byrjar að berja á klettin sem hann sá mannin vera að berja á klettin. Hann braut stórt gat. Allt í einu byrjaði að rjúka úrr gatinu. Allt í einu byrjaði aftur hið sama afl að ýta honum en hann streittist á móti. Hann sló að öllu sínu afli þannig að það brotnaði lítið gat sem hann gat smeigt sér inn í. Þegar hann var kominn inn í hellin stóð hann upp. Það var reykur út um allt. Hann labbaði áfram og sá nokkra menn vera að tilbiðja eitthvað en hann sá það ekki. Allt í einu greip mig maður.Hann var í kufli. Hver ert þú og hvað viltu öskrar hann. Pétur stamar. Nú jæja segir maðurinn. Hann tekur upp og gerir sig tilbúinn að skera sig á háls. En allt í einu fær hann exi í bakið hann dettur á jörðinna og drepst. Pétur snýr sér við. Það var Stefán.Hann dregur Pétur út og fer með hann heim. Hvað varstu að hugsa krakki, spyr Stefán? Þú vissir að þessu og laugst að mér er það ekki, spyr Pétur á móti? Stefán sest niður á stól. Sestu niður væni segir Stefán.
Stefán byrjar á þessari sögu: Á 17. öld var kristin trú í hámarki. Reynt var að útrýma öllum þeim sem heiðnir voru. Það var til hópur af heiðnu fólki sem faldi sig í hellum og tilbiðja Óðinn og Týr og þau goð. Síðustu 30 ár hafa þessi félög að vera sterkari og sterkari. Markmið þeirra er að útrýma kristinni trú á Íslandi og ráða þar ríkjum.

Pétur fær stórt mígreniskast og fer inn í rúm að sofa. Morgunnin eftir kemur Stefán til hans. Pétur minn segir hann, ég er með játningu fyrir þig. Pétur horfir ákaft á hann.
Ég er galdrakarl, segir Stefán, og að það er tímabært að þú farir að læra það líka. Það líður yfir Pétur.