Smá súrealismi :) Pláss fyrir allskyns túlkun

Hún gat aldrei hugsað sér að borða án hans. Síns elskulega bangsa sem hafði fylgdi frá barnæsku. En nú fann hún hann hvergi. Hún skrúfaði frá flóðgátunum. Fólk byrjaði að sigla framhjá henni í allskyns bátum en hún veitti þeim enga eftirtekt. Bangsann var hvergi að finna. Með grátbólgnum augunum skimaði hún örvæntingarfull í kringum sig. Ekkert var að sjá þar fyrir utan fólk að róa árabátum á fína veitingastaðnum. Uppáhalds veitingstað Bangsa.
Bangsi, bangsi. Hvar ertu?
Með þessu móti reyndi hún að senda honum hugskeyti um að hún saknaði hans. Fyrirgefðu að ég skyldi hafa æpt á þig í gærkveldi. En þú vildir ekki klára mjólkina. Óþekki, óþekki bangsi. En mamma er búin að fyrirgefa þér. Komdu aftur. Æpti hún í huganum.
Ekkert svar.
Það hefði mátt heyra í flugu anda, svo mikil var þögnin.
Hún stóð upp frá borðinu og sökk til botns í sínu eigin táraflóði. Áfram féll hún, lengra og lengra niður í ægilegt djúpið sem hún hafði sjálf skapað. Þar til hún fann botninn og byrjaði að þreifa sig eftir honum. Loftið ákvað að fylgja fordæmi Bangsa en í stað þess fara frá henni að eilífu mundi það aldrei koma.
Þá allt í einu sá hún skyndilega glitta í tvö kunnuleg svört hnappa augu en bláa hnappa nefnið var horfið. Rétt eins og hún hafði munað eftir honum.
Hún seildist eftir honum á meðan hún fann að lífið var smúga frá henni en hún varð að veita bangsanum síðasta faðmlagið. Bangsinn var rólegur á sínum stað en samt virtist hann alltaf vera fjærast fjær henni.
Bangsi!
En hann kom ekki á eftir henni. Í augunum hans mátti greina grimmilega kátínu.
Þú hefðir ekki átt að skamma mig. Sjáðu hvernig hefur farið fyrir þér.
Stúlkan notaði síðast kraftana sína til þess að ná í bangsann en höndin féll til jarðar.
Enn þann dag í dag má sjá stúlkuna liggjandi á gólfi veitingstaðarins fína á móti verslunarbyggingu sem er alltof troðfull af fólki að flýta sér, hvort sem það er frídagur eða ekki, með útspreyta fingur hægri handar í seilingarfjarlægð frá bangsanum, Bangsa.
Rosa Novella