Ljungberg Jensen majór… Mya Cubitt… Karoline Comic… öll á Transonstræti 9. Þetta var klikkað fólk. Þau bjuggu í úthverfi Marseville á Frakklandi og það var mjög rólegt þar… fyrir utan hús númer 9. Óvinnsælasti staður póstmannsins. Ekki út af hundum sem bitu hann,hundur Jensens majórs var mjög góður og lét alla vera. Það voru kettirnir hennar Karoline sem hræddu hann! Þeir voru mannýgir, stukku á mann og klóruðu í lappirnar! Allskonar kettir, angórukettir, síamskettir, röndóttir kettir… þeir voru allir mjög óhugnalegir. Robert mundi mjög vel eftir því hvað hafði gerst við gamla póstmannin sem fór um Transonstræti… dagblaðið hafði rifnað í tætlur, einn kötturinn hafði mígið á skóna hans, annar hafði gert rifu í buxurnar hans og sá þriðji hafði gert rispu á bílinn! Það hafði verið hrikalegt að sjá hann þegar hann kom til baka. Og fólkið var ekkert betra. Karoline Comic gerði ekkert þegar kettirnir réðust svona á mann, hún sagði einfaldlega að þetta væru yndislegustu dýr jarðar og að Egyptar hefðu jafnvel tilbeðið þessi dýr. Og svo Mya Cubitt! Hún drakk… TE! Bretar gerðu það, ekki Frakkar. Ekki Frakkar. Alls ekki Frakkar. Nehei! Og hún hafði hellt tei yfir póstinn eitt sinn. Enginn furða að sá gamli hafði hætt þessu. Og Ljungberg Jensen majór var haldinn einhverri áráttu um það að öll bréf væru slæm og allar fréttir væru slæmar fréttir. Það var ekki gaman að láta hann fá bréf, sérstaklega ekki reikningana…
En núna var það komið að Robert að fara með bréf í Transonstræti. Hann var alveg að koma að húsi númer 9 þegar köttur kom labbandi. Hann fraus í sporunum. Ekki einn af Comic-köttunum! Þetta mátti ekki vera einn af Comic-köttunum, ekki í fyrsta sinn sem hann færi hingað! Hann ætti örugglega ekki eftir að komast lifandi í gegnum þetta. Ekki ef Comic-kettirnir væru strax komnir hingað!
“Vertu rólegur… þeir gera þér ekkert. Sá gamli er bara klikkaður, kettir eru ekkert
hættulegir…” muldraði Robert róandi við sjálfan sig. Kötturinn horfði á hann gulum
glyrnunum en gekk bara áfram. Fínt, þá var fyrsta hindrunin búin… núna voru bara Mya, Ljungberg og Karoline sjálf eftir. Hann bankaði á hurðina og stég varlega inn. Enginn í augsýn. Gamli pósturinn sagði að þau kæmu oft til að taka beint á móti póstinum. Vonandi gerði enginn það núna. Hana, þá voru bréfin til “majór Jensens” komin á sinn stað.
“Góðan dag!” var sagt glaðlega fyrir aftan Robert skyndilega. Hann fraus. Gat ekki verið! Neineineinei! Þrátt fyrir hræðsluna af þessu brjálaða fólki sem bjó þarna sneri hann sér við og setti upp kurtleislegt bros. Þetta var bara stelpa. Hryllilega freknótt með rauðbrúnt hár og blá augu og pínu dofin augu.
“Góðan dag,” hálf-mjálmaði hann. Þetta kom út í það minnsta eins og mjálm, lágt og skrækt.
“Er sá gamli hættur? Þessi… hvað hét hann? Ójá, Ivanovitsj!” sagði hún. Robert kinkaði kolli. Sá sem hafði lagt líf sitt í hættu við að flytja póst hingað síðustu þrjú ár, Boris Ivanovitsj. Hugrakkur, gamall Rússi.
“Jú. Hann hét Ivanovitsj,” muldraði Robert og reyndi að hugsa um leið til að komast í burtu. Hann GAT farið út um dyrnar. En það var ekki jafn flott og að stökkva út um glugga. Og hann átti enn eftir að láta Karoline og Myu fá póstinn… bíddu! Þetta hlaut að vera önnur þeirra!
“Ert þú Mya Cubitt?” spurði hann hikandi.
“Jebb. Ég er rithöfundur. Þekkirðu einhvern útgefanda? Póstmenn þekkja svo mikið fólk, þeir eru alltaf að ferðast til að fara með bréf og allskonar. Viltu kannski koma inn og fá te? Þú gætir örugglega sagt mér frá alveg fullt af hlutum,” bunaði Mya út úr sér. Hún var greinilega kjaftakvörn. Robert starði á hana. Eitt, hann var Frakki og hafði verið alinn upp við að drekka sem minnst te eins og einhver BRETI! Tvö, það kæmi ekki til greina að hann færi að vera aleinn í herbergi með íbúa á Transonstræti 9. Svo svarið var… nei.
“Ég þarf að fara áfram með póstinn. Því miður. Mjög leiðinlegt. Hérna er pósturinn þinn. Vertu sæl,” sagði hann glaður. Fín ástæða til að halda áfram. Og hann var enn á lífi! Þetta var bara kraftaverk. Hann var mjög útsmoginn.
“Ó, halló Mya,” var sagt þegar hann var kominn með höndina á hurðarhúninn. Þetta GAT EKKI verið! Ekki Karoline Comic!
“Sæl Line. Við erum komin með nýjan póstmann. Hvað heitirðu?” sagði Mya og brosti svo að skein í tennurnar. Það voru stór bil á milli þeirra.
“Robert…” muldraði hann. Bara að hann kæmist út… núna… áður en Karoline myndi siga köttunum á hann!
“Ah, Robert. Heilsaðu Snjófríði,” sagði Karoline og sveiflaði annari hendinni dramatískt. Robert leit í kringum sig… og sá hvítan og loðinn kött! Hún ætlaði að siga köttunum á hann! Hann varð að fara! Hann leit í kringum sig. Mya var að narta í neglurnar og Karoline horfði undrandi á hann. Hvorug þeirra gæti hindrað hann í að hlaupa í burtu á þessari stundu!
“Bless!” sagði hann snöggt, kippti svo í hurðarhúninn og hljóp út í frelsið. Núna var
enginn sem gat náð honum! Hann var kominn út úr húsi númer 9… og hann ætlaði aftur þangað næst. Hann ætlaði að sanna að hann væri sniðugur og gæti sloppið frá þeim í húsi 9 á lífi og með fullu viti jafnvel! Þeim tækist ekki að gera hann að einhverjum brjálæðingi sem gæti ekki hugsað skýrt. Alls ekki! Hann var gáfaður og útsmoginn! Haha! Honum tækist að sigrast á íbúum Transonsstrætis 9!
“Nei, en fallegt fiðrildi…” sagði Robert lágt og reyndi að ná því. Hann hlaut að vera
nógu útsmoginn og gáfaður til þess líka.