lítil saga sem ég gerði fyrir skólann…ekkert merkileg…



Eilífur stóð fyrir framan stóra hvíta húsið sem tréin umkringdu, ásamt hvítklæddri konu sem hafði leitt hann alla leiðina frá stóra hvíta bílnum að húsinu. Vegurinn sem hann hafði labbað að var langur og beinn. Hann var hræddur við veginn. Vegurinn var vondur. Trén voru líka vond. Hann var líka hræddur við skó, þess vegna var hann berfættur. Eilífur hafði þurft að vera í umsjá lögreglunnar vegna þess að hann hafði kveikt íbúðinni sinni. En fyrir Eilíf, þá var íbúðin vond. Allt sem hafði verið í henni var vont og hann hræddist hvern einasta hlut sem hafði verið í íbúðinni.
Konan sleppti honum ekki þegar þau komu inn, heldur talaði við tvo stóra menn sem tóku fast í hann og fóru með hann í hvítt herbergi. Þar var ekkert. Herbergið var alsett, að því virtist hvítum púðum, sem virtust vera mjúkir við viðkomu. Eilífur var hræddur við herbergið. Hann sat í einu horninu, án þess að gera sér grein fyrir hvernig tíminn leið. Allt í einu, eftir bið sem var fyrir Eilíf eins og þúsund ár, opnaðist hurðin og hvíta konan kom inn ásamt stóru mönnunum.
“Vilhelm,” sagði konan og brosti fallega til hans. “Viltu koma með mér?”
Eilífur hristi hausinn. Var hún að tala við hann? Konan labbaði að honum og rétti honum höndina.
“Komdu,” sagði hún bara og reyndi að fá hann til að standa upp.
“NEI!” öskraði Eilífur á hana. Stóru mennirnir stigu fyrir framan hana svo að hann gæti ekki gert henni mein.
“Vilhelm,” sagði konan. “Komdu.”
Eilífur stóð upp, skjálfandi á beinunum. Hann var grindhoraður. Hafði lítið borðað. Hann var hræddur við mat.
“Vilhelm, komdu hingað.”
Konan rétti honum höndina og gaf stóru mönnunum merki um að gera ekki neitt.
“Vilhelm, við ætlum að fara inn í herbergi þar sem þú verður að sitja kyrr og ég mun spurja þig nokkurra spurninga,” sagði konan varlega og leiddi hann fram á langan hvítan gangin. Eilífur var hræddur við ganginn. “Svona Vilhelm, ekki vera hræddur. Ég passa þig.”
Konan leiddi hann inn í herbergi og bauð honum sæti á stól. Eilífur var hræddur við stólinn.
“Jæja Vilhelm…” konan fékk sér sæti á móti honum. “Ég heiti Lára.”
Eilífur var hræddur við Láru, en kinkaði kolli. Hún var falleg. Dökkt hárið féll niður að öxlum og spöng hélt því frá augunum. Nefið var beint og varirnar þunnar. En Eilífur var samt hræddur við hana.
“Vilhelm…”
“Hver er Vilhelm?” spurði Eilífur. Lára páraði eitthvað niður á blað áður en hún svaraði honum.
“Þú ert Vilhelm.”
“Nei,” sagði Eilífur og brosti. “Ég er Eilífur. Vilhelm er ekki til.”
“Jæja… Eilífur,” Lára brosti til að reyna að leyna undrun sinni. “Núna, geturðu sagt mér eitthvað? Eitthvað sem þú mannst eftir?”
Eilífur hristi hausinn.
“Veistu af hveju íbúðin þín var í ljósum logum?”
“Hún var vond… ég var hræddur við hana… Eilífur var hræddur,” Eilífur byrjaði að naga neglurnar sínar og skjálfa í gríð og erg.
“Vil… Eilífur,” sagði Lára með róandi röddu. “Getur þú sagt mér af hverju þú ert hræddur við íbúðina?”
“Raddirnar…” sagði Eilífur og bennti upp í loftið. “Raddirnar segja mér að ég sé hræddur… þær segja mér að allt sé vont og ég verði að losa mig við þær.”
“Hefurðu prufað að hlusta ekki á raddirnar?” Lára skrifaði hratt niður í blokkina það sem hann var að segja.
“Já,” sagði Eilífur. “En þá sögðu þær mér að brenna allt. Því að ég væri hræddur við þetta og ég yrði að losa mig við það.”
“Ertu hræddur við mig?”
“Já,” sagði Eilífur eftir smá hik. “Raddirnar segja mér að vera hræddur við allt.”
“Eilífur,”sagði Lára og hikaði smá til að hugsa sig um. “Þú þarft að vera hérna inn í þessu húsi í nokkra daga. Hvernig mundi þér lítast á það? Þú þarft aldrei að verða hræddur við neitt því að hérna kemst enginn inn.”
“Nei,” sagði Eilífur og brosti geðveikislegu brosi. “Ég er hræddur við húsið.”
“Eilífur, hvað óttastu mest?” spurði Lára og kveið fyrir svarinu.
“Það sem ég óttast mest,” hvíslaði Eilífur og setti upp dularfullan svip, “eru klósett. Það tekur allt í burtu frá mér.”
Lára átti erfitt með að halda niður í sér hlátrinum, en eftir nokkra ára reynslu með geðsjúka einstaklinga hafði hún lært að taka öllu sem þeir segja alvarlega.
“Ég skil,” sagði Lára og stóð upp. “Eilífur, núna þarft þú að vera duglegur að hætta að vera hræddur við allt. Núna skalt þú koma með mér, þú mannst að ég get ekkert gert því að ég er engillinn. Mannstu um hvað við töluðum áðan?”
“Já,” sagði Eilífur og leit undan. Raddirnar voru að segja honum að gera ljóta hluti við hana. En hún var engillinn og enginn má meiða engil. Eilífur vissi það.