Ég hef aldrei skrifað smásögu áður
ég ákvað að prófa þetta
hér er útkoman:

Hvernig getur einhver verið svona sorglegur? Hvernig getur einhver verið svona ótrúlega einmana? Það er alltaf það sama aftur og aftur. Klára vinnuna, fer heim, fæ mér að borða, leggst upp í rúm og fer að sofa. Konan mín fer meira segja líka að sofa. Ekkert kynlíf, bara svefn. Ætli ég þurfi ekki að klára þennan vinnudag rétt eins og hvern annan? Hugsar breki sitjandi í stólnum sínum.
Breki stendur upp úr dimma básnum sínum. Fyrir framan hann, á tölvuskjá hans, stendur stórum stöfum “ERROR”. Hann gengur þvert yfir gólfið í annan bás, ekki eins dimmur. Eigandi þessa bás er hann Kormákur, Kormákur fékk bás við gluggan. ”Það er víst komin einhver vírus í tölvuna mína” segir breki, standandi við básinn. “Já. Ég er hálfupptekinn en ég held að Hákon kunni eitthvað á svona”. “Hákon” segir breki undrandi “Kann hann eitthvað á svona?”. “Já” svarar kormákur og snýr sér aftur að tölvuni sinni.
Breki gengur í átt að stórri blárri hurð, hugsandi “Hvað meinar hann með að hann sé hálfupptekinn, annað hvort ertu upptekinn eða ekki”. Á hurðinni er stórt spjald sem stendur á “Hákon Stefánson”. “Oh hvað ég þoli hann ekki. Afhverju þurfti hann að vera stjórinn minn? Afhverju gat ég ekki verið stjórinn hans? Breki bankar. Dimm og köld rödd kallar hinum megin við dyrnar “Kom inn”. Breki gengur inn, inni í skrifatofuni situr stór maður með burstaklippt hár. “Sæll, Breki minn, hvað dregur þig hingað?” spyr hákon með dimmu röddini sinni. “Hann Kormákur sagði mér að koma hingað, það er einhver vírus í tölvunni minni”. “Og?” segir hákon spyrjandi á svipinn. “Ég hélt kannski bara að þú vissir eitthvað um svona lagað” segir breki. “Hlustaðu nú á mig, ég á þetta firirtæki ekki til að heyra í einhverjum vinnumönnum mínum væla um eitthvað kjaftæði. Viltu bara gjöru svo vel að koma þér út núna á stundinni”. Breki snýr sér hægt við og ætlar að ganga að hurðinni þegar hann ákveður allt í einu að snúa við. Hann gengur rösklega að hákoni og stingur pennanum sínum í hjartað á honum. Eftir smá átök þá sleppir breki taki á pennanum. Hann horfir smá stund hissa á líkið. Hann lítur í kringum sig og hleypur svo út.
Breki gegur hratt niður götuna. Hann er fúll og ráðavilltur á svipinn. “Ég vissi ekki að þetta væri hægt. Flestum dreymir um að drepa yfirmann sinn. Ég gerði það” hugsar breki þegar hann þrammar niður götuna á leið heim til sín.
Kona situr heima hjá sér og horfir á sjónvarpið. Í sjónvarpinu eru fréttir. Þegar orðin, “morð hjá símmanum HF”, koma upp verður hún óttasleginn á svipinn. Kormákur kemur á skjáinn. “Hann þrammaði bara inn. stoppaði ekkert á leiðinni” segir kormákur hissa á svipinn. Konan horfir í smá tíma og uppgötvar að maðurinn sem hún liggur hjá á nóttuni, sem hún elskaði svo mikið, sem hún hafði eldað fyrir á hverju kvöldi hafði drepið mann.
“Ég er ekki að réttlæta morð, ég er bara að segja að ekki er allt sem sýnist” segir breki hamingjusamur.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…