Ísland og Kína.

Klukkan er orðin 8 og ég er ekki enn lagður af stað. Þetta er í 2 skiptið sem ég vakna of seint í þessari viku. Ég á að vera mættur í vinnuna klukkan 8 og það tekur 10 mínútur að taka strætó. Ég þarf líka að taka saman nesti og drekka kaffið mitt. Það gerist samt ekkert þótt ég komi aðeins of seint, það tekur enginn eftir því.
Alltaf sama draslið hérna, ég kem svo seint heim að ég næ ekki að taka til. Síðan fer ég snemma á morgnana í vinnuna.

Ég heiti Sigurjón Ólafsson og bý á Hverfisgötu 13 í Reykjavík og vinn í dósaverksmiðjunni Dósir. Ég er 42 ára. Stundaði nám í Menntaskóla Reykjavíkur og ég hef búið á Hverfisgötu allt mitt líf, mér hefur bara alltaf líkað svo vel við að vinna í þessarri dósaverksmiðju og ég stefni að því að vinna hérna að minnsta kosti 15 ár í viðbót. Jæja best að drífa síg af stað, verð að ná fimmunni.
Ég stend núna við færibandið og já það er ég sem sé um að dósirnar séu í lagi og þegar ég meina í lagi þá á ég við að þær séu ekki bæklaðar og svo á ég líka að telja þær, þess vegna má alls ekki trufla mig í vinnunni. Stundum þegar ég horfi á spaugstofuna þá hugsa ég að ég sé einn af þessum á bakvið tjöldin en ég gegni nú miklu mikilvægara starfi en störfunum sem þeir hafa verið að gera grín af í þáttunum.
Kominn heim. Ég nenni ekki að elda, leirtauið er líka allt óhreint. Ég hleyp bara út í sjoppu og kaupi mér pylsu með öllu eins og allann síðustasta mánuð.
,,Gott kvöld Sigurjón, get ég aðstoðað ?” Segir Jónas, afgreiðslumaðurinn í sjoppunni.
,,Ætla nú bara að fá það venjulega.”
,,Allt í lagi. Gjörðu svo vel.”
Ég borða pylsuna og dríf mig heim. Þegar ég kem heim er ég svo þreyttur að ég horfi aðeins á Omega eins og vanalega og fer svo að sofa.
Mér er sjóðheitt þegar ég vakna og svo opna ég augun en trúi þeim ekki því við mér blasir kona að reyna að tala við mig. Hvaða vitleysa er þetta ?” hugsa ég furðulostinn. ,,Jin ho joon.” Segir þessi kona, hvað er hún að bulla? Og hvar er ég ? Um það bil 200 manns eru að labba fram og til baka rétt þarna rétt hjá mér og ég ligg í svefnpoka á miðju torgi. Allt fólkið talar eitthvað annað mál, sem betur fer man ég eitthvað úr enskunni svo ég reyni að tala við konuna. ,,Were am I?” Konan virðist ekki skilja mig svo ég reyni aftur. ,,Who are you ?” Nú rifjast upp góð enskukunnátta mín. ,,uhh…vomen were em I ?. Is this Iceland ?” ,,Iceland, no, you’re in China. In Peking. Are you from Iceland?” ,,Yes, yes I am.” Svaraði ég. ,,Það var nú gaman, ég er íslensk líka. En hvað ertu að gera hérna? ” Mér létti. Mikið var ég heppinn að hún talaði íslensku. ,,Ég veit það ekki, ég vaknaði bara hérna. Gæti ég kannski fengið að komast heim til mín ?” Spurði ég. ,,Ég veit ekki hvernig þú átt að geta það, ertu með einhvern pening á þér?” Ég leitaði á mér og fann veskið mitt og Visakortið mitt. Konan eða Jóhanna eins og hún hét hjálpaði mér að kaupa flugmiða en það fór engin flugvél til Íslands fyrr en eftir 3 vikur svo ég fékk að gista hjá henni á meðan ég var í Peking. Fékk líka vinnu í dósaverksmiðju í Peking tímabundið.
Loksins ætlaði ég að fara heim til Íslands. ,,Jæja Sigurjón, góða ferð og þú ætlar að skrifa eða hringja þegar þú kemur þangað ?” Sagði Jóhanna þegar við stóðum á flugvellinum. ,,Já ég geri það. Takk fyrir alla hjálpina og allt saman.” ,,Það var nú lítið” Við ákváðum að hafa kveðjustundina ekki langa en þegar ég var búinn að rétta þjónustustúlkunni flugmiðann og hún var í þann mund að hleypa mér um borð þá snérist mér hugur.Ég var alveg hrikalega hrifinn af Jóhönnu og ég gat fengið gott starf í Kína og búið með Jóhönnu. Afhverju að fara aftur í þetta ömurlega tilgangslausa líf ? Ég snéri við og hljóp til Jóhönnu, hún stóð ennþá á sama stað og ég hafði kvatt hana og var komin með tár í augun. ,,Hvað ertu að gera?” Spurði hún. ,,Ég vil ekki fara, ég vil vera hérna hjá þér.” Við föðmuðumst og fórum heim.
Endir

Ég veit að þetta er ekki besta sagan sem þið hafið lesið en ég skrifaði hana í fyrra =P
takkogbless :D