Beringer var í stuttum gráum frakka úr þunnu efni úr sumartísku Calvin Klein. Undir honum var hann í dökkbláum buxum, hvítri skyrtu með bindi suðrænt í útliti með litríkum gróðri, gulum og grænum á bláum bakgrunni. Ég sá fyrir mér hvernig dökkblátt vesti gæti bjargað útlitinu stórlega. Með því að koma jafnvægi á litasamsetninguna og gera dökkbláan að ráðandi lit. Svo myndi vestið hjálpa til við að hylja bindið sem sást of mikið að mínu mati. Hnúturinn hefði einnig mátt vera einfaldur í stað þess að vera tvöfaldur sem færi betur við efnislitla sumartísku Calvin Klein. Hann var í svörtum Ecco ‘City Walker’ skóm.
Mér leiddist og þess vegna langaði mig til að taka upp búrhnífinn og sveifla honum í átt að Beringer. Rista hann á kvið eða afskræma hann eitthvað í andlitinu. Hann yrði örugglega mjög hissa. Ég hætti við því að Vilfred var alveg að koma og ég var spenntur að skoða nýja staðinn sem hafði fengið mjög góða dóma hjá tímaritinu ‘Veitingamanninum’.
-Hvenær áttum við pantað borð?
-Klukkan níu, svaraði Beringer og hélt niður bindinu sem þeyttist til í vindinum.
-þú verður að fá þér bindisnælu, sagði Vilfred þegar hann gekk framhjá.
-Gleymdi henni.
Staðurinn var algjörlega gluggalaus og anddyrið var blóðrautt á litinn og langur gangurinn var rauður eins og gin á ófreskju. Grár múrsteinaveggurinn í kringum anddyrið minnti á fangelsi í kvikmyndunum. Anddyrið var það eina sem gaf til kynna að um næturklúbb var að ræða. Sitt hvoru megin við innganginn stóðu fílefldir dyraverðir. Þeir voru í svörtum buxum og svörtum bolum þar sem stóð á ‘Club Fabio the hottest place in town’. Það stóðu eldglæður úr stöfunum.
Vilfred sagði til nafns og við gengum inn eftir rauðum dregli, meðfram rauðum veggjum. Ég fann hvernig bassinn í tónlistinni gaf mér víbring í fæturnar.
Það var verið að spila nýjustu ‘alsælu’ tónlistina sem var sambland af funki og sífellt endurteknum tölvuhljóðum. Þegar við komum loks að enda gangsins blasti stór og mikill salur við okkur. Bassinn fór eins og vindhviða um okkur. Dansgólfið var fyrir neðan eins og ormagryfja af litríkum snákum, fólki að hringa sig utan um hvort annað. Plötusnúðurinn stóð á sviðinu og rispaði plöturnar eins og óður væri.
Ég var orðinn frekar pirraður á hnífnum. Hann var búinn að mynda skurð á innanávasann og það myndi kosta eitthvað að laga tvöfalda krosssauminn. Mér langaði helst að stinga honum í einhvern og losa mig við hann. Það var svo troðið á staðnum að ég hefði auðveldlega getað sett hnífinn í stellingar og stungið einhvern í kviðinn.
Ég hætti við því að Vilfred var búin að finna borðið og mig langaði í kaldann bourbon á ís. Beringer pantaði sér Saab árgerð 1980, Móselvín. Franskan gráðaost og tvær brauðsneiðar af gulrótarbrauði. Þjónustustúlkan stóð yfir okkur og hann þuldi yfir henni pöntunina. Hann hélt áfram að panta.
-Já, láttu mig svo fá skál af sítrónum og rauðum eplum, sagði hann.
-Hvað er að þér. Ætlar þú að fylla borðið okkar af einhverju drasli, sagði ég og horfði á Vilfred.
-Æ, leyfðu honum að panta, sagði hann.
Ég pantaði bourbon með tveim klökum og Vilfred fékk sér flösku af Faustino I rauðvíni árgerð 1989.
kkert áfengisbragð af þessu.

Framhald