Ég sit á ryðguðum bekk í dimmum skógi. Í hendinni er ég með blóðugan hníf og á jörðinni fyrir framan mig liggur afhausaður Geirsfugl. Í dagvitundinni öskra ég blótsyrði og skammir sem ég skil ekki sjálfur. En í undimeðvitundinni tala ég skýrt og ákveðið við sjálfan mig og næ með ótrúlegum hætti að sannfæra sjálfan mig um að ég beri ekki ábyrgð á þessum harmleik sem ég veit þó ekki að sé harmleikur fyrr en seinna í draumnum. Bakvið stærsta tréð sem er eik eins og í gömlu Hc Andersen ævintýrunum er ljósglæta og sé ég hana í gegnum tréð.

Innan í trénu er spæta sem heggur holur sínar í takt við hjartslátt minn. Um leið og ég átta mig á því að hjartsláttur minn stjórni höggum spætunnar geri ég tilraunir. Fyrst anda ég hægar svo hraðar og svo hætti ég að anda. Haldfang hnífsins byrjar skyndilega að minnka á sama hraða og ég finn hjartað í mér deyja en ég get þó ekki sleppt hnífnum og takið verður fastara og fastara í takt við sjálfefið súrefnisleysi. Ég finn að spætann er orðinn eirðarlaus og er ekki líkamlega háð hjarslætti mínum heldur meira andlega. En hún þráast við og heyri útundan mér að goggur hennar stækkar og stækkar úr reiði yfir afskiptasemi af minni hálfu. Ég lít á Geirfuglinn og sé skyndilega að eikinn er höfuð hans og haldið á hnífnum er horfið en eftir situr blaðið sem sker fingur mína og blandar blóði okkar á jörðinni við ryð sem lekið hefur af bekknum. ´Nú er komið að því!! Ég dreg andan með afli sem ekki en hefur verið beislað á veraldlegum grundvelli og næ að færa spætunna að rótum ljósgeislans og byrja að anda eins og ég ætti lífið að leysa. Sem ég reyndar á.

Tveir fingur hafa nú ákveðið að falla til jarðar með miklum látum og andköfin við þá sjón auka en á hjartsláttin sem brýtur sig í gegnum eikinna og stækkar ljósið úr glætu í geisla sem stækkar síðan ú geisla í birtu sem blindar mig og umlykur allt sem ég áður sá. En sem ég reyni nú örvæntingarfullt að muna hvernig leit út. Eftir situr stingandi hvíta birtan sem byrjar að brenna upp augnlokinn mín sem aldrey hafa verið lokuð svo fast en skyndilega fylgir þessu öllu þægilegur hiti og vellíðan sem tekur utan um mig. Ég þarf ekki lengur að stíga í fæturnar. Blaðið er horfið úr höndum mínum og ég heyri vængjaþyt geirfuglsins. Og leggst í birtunna. Gríp utanum hræ spætunnar og sný mér á hina hliðinna.