Einu sinni var mannvera sem átti heima í litlu álboxi sem var á stærð við hús eða bíl, hann var ekki viss því það var erfit að meta það svona innan frá og engin hafði séð það utan. Það var nú bara ansi huggulegt hjá honum inn í litla boxinu. Allt í mjúkum púðum, kertaljósum ogfleira. Þarna var sjónvarp og endalaust mikið af bókum , svona um 200. Tölva var þarna og tónlist streymdi ú henni. Honum þótti gaman að tónlist og spilaði fjarska vel á píanó og gítar kunni hann upp á há. Til að drepa tíman (hann hafði ekkert að gera inn í litla boxinu sínu) þá las hann bækurnar og var orðin bara nokkuð vel upplýstur og vissi margt. Boxið hafði alltaf verið til, meira að segja áður en tímin varð til. Og það flaug í gegnum tómið að eilífum og litla mannveran hýrðist þar inni og hafði það notarlegt (Þess ber að geta að hann var ódauðlegur, gat ekki dáið þar sem hann hafði aldrei fæðst).
Honum líkaði einveran vel en þó hvarlaði það stundum að honum að skreppa nú út. En hann lét aldrei verða af því.
Þetta gerðist fyrir 200.000 árum. Og littla álboxið flýgur enn og enn er mannveran þar og eftir önnur 200.000 ár verður þetta en við sama meiðið.
Og flaugin flýgur, og flýgur. Þetta allt í heild þótti mannverunni í littla álboxinu ansi skondið og orti um það ljóð en það er önnur saga að segja frá því.