,,Kvöldið 17 ágúst 1980 sat ég heima og horfði á sjónvarpið. Það var spennandi þáttur þegar síminn hringdi. Ég tók upp tólið og svaraði. Það var dimm rödd sem ég kannaðist við en sagði hægt: ,,Faðir þinn var myrtur. Þú finnur mig aldrei. Þú ert næstur´´.
Sá ókunnugi skellti á og ég sat þarna í sófanum skelfingu lostinn. Ég sá dauðann fram undan þegar ókunnugur maður gekk til dyra minna með skammbyssu í hönd sér´´.


,,Þvílíkt óveður skall á 4 júní árið 1995 þegar Guðni yfirlögregluforingi sat hjá mér og spurði mig spurninga um morðið á föður mínum honum Finn árið 1980. Ég kærði fyrst núna en hélt mig ennþá þekkja rödd morðingjans´´.
-Reynir hvað sagði hann þegar hann hringdi? Spurði Guðni.
-Faðir þinn var myrtur. Þú finnur mig aldrei. Þú ert næstur! Sagði ég og grét.
Guðni var frekar skrýtinn á svip en ég treysti honum fullkomnlega.
-Þið finnið hann örugglega ekki, því miður held ég að hann finnist ekki, sagði ég svo skömmustulegur.
-Hefðirðu kannski sagt okkur það strax hefði þetta verið enginn vandi.

19 októmber 2000 hringdi morðinginn aftur í mig. Ég hikaði ekki við að ná í hann Guðna.
Guðni kom til mín og morðinginn kom sömuleiðis.
Morðinginn kom inn.
-Vignir! Öskraði Guðni og brosti.
-Guðni! Sgði moringinn á móti.
Þeir þekktust greinilega en eftir smá stund hótaði Guðni mér morði.
Ég tók þá byssu úr hendi mér og skaut þá báða´´.

Daginn eftir fundust þrjú lík inni í einu húsinu.
Tveir greinilega drepnir og líklega eitt sjálfsmorð.