…sit hér ein um nótt…eftir 10 mínútur var þetta bull komið fyrir framan mig…ENJOY! ;D
KV. ebby…



Sumt er bara ekki hægt.
Eins og það að klifra upp á ljósastaur. Það er bara ómögulegt.
Það að hann bjóði mér upp. Það er bara ekki inn í myndinn.
Dans. Það er dans í skólanum. Strákarnir segja oj, stelpurnar segja oj. En þau meina ekkert með því. Þau viðurkenna ekki að innst inni berst hjartað í brjóstinu við það að fá að dansa. Jafnvel við einhvern sem þau hafa hugsað um á hverri nóttu.
Nóttinn. Ég hef hugsað um hann. Ekki ein nótt hefur liðið án þess að hann komi upp í huga mér. Hann hefur svifið fyrir framan mig. Dökkt hárið hefur kitlað mig í nefið. Varir hans hafa snert mínar.
Hægt. Allt gerist svo hægt. Það þorir enginn. Þetta var bara draumur. En núna stendur hann þarna. Það eru aðeins tvö skref frá mér til hans. Og þetta er ekki draumur.
Er það? Er mig að dreyma?
Þessi snerting er raunveruleg. Hún er ekki draumkennd eins og varirnar. Þegar hann snertir hönd mín er það alvöru. Það er áþreyfanlegt. Það er svo gott. Ég hef aldrei vitað neitt jafn mjúkt. Jafnvel þótt það sé alls ekki mjúkt.
Við flissum. Ég roðna. Ég vil ekki að hann sjái það svo ég lít niður.
Hundruðir býflugna fljúga um í maganum á mér. Kitla mig að innan þegar ég sé hvað tærnar okkar eru nálægt hvor öðru. Líkamar okkar eru eitt. Ekkert er til tvennt lengur nema augun. Á annan hátt höfum við sameinast. Þar til augu okkar renna saman í móðu.
Blátt og brúnt. Svo er tíminn búin.
Svona fljótt?
Ég vil ekki sleppa. Ég verð aftur ein, full trega og sorgar. Það er vont að missa part af sjálfum sér. Svona fljótt…
Ég geng heim. Reyna að vekja aftur býflugurnar sem virðast lagstar í dvala. Það er dimmt. Snjókornin hafa sameinast um það að fara í feluleik við myrkrið. Snjókornin fela jörðina.
Myrkrið á að fela stjörnurnar. Snjókornin vinna þessa orustu. Myrkrið vissi ekki að það væri ómögulegt að fela stjörnurnar.
Ljósastaur. Ég hugsa hugsun mína sem var í byrjun.
Er það virkilega ómögulegt að klirfra upp á ljósastaur?
Ég skal, ég vil, ég get.
Og loksins er ég komin. Ég er á toppi tilverunar. Ég sé yfir allt og alla.
Upp á ljósastaur vil ég lifa.
Ég býst við því að ekkert sé ómögulegt.