Hér kemur smá saga sem ég gerði í skólanum:

Halló allir. Ég heiti Guð og ætla að segja ykkur sögu um strák sem hafði gott hjarta og var mjög góður. Þessi saga gerist í Bretlandi í borginni London. Jæja núna byrja ég.
“Einu sinni var 15 ára strákur sem hét Rob kallaður Robby. Foreldrar hans hétu Jack Margret kölluð Maggy. Þau bjuggu í húsi sem hét 76 Highstreet. Robby var í gengi, það var stráka gengi. Strákarnir í genginu voru þrír, en með Robby voru þeir fjórir. Besti vinur hans úr genginu var Andrew sem var kallaður Andy. Hinir tveir vinir hans hétu Salomon eða Sammy og Jhonn eða Jonny. Í genginu voru bara strákar. En Robby átti líka stelpu vini, eins og t.d. April. April var góð vinkona hans. En besta vinkona hennar var Elena. Þær voru bestu vinkonur. En besti vinur hennar var Robby. Marvin var lögreglustjórinn í bænum. Hann var alltaf á skrifstofunni sinni að gera eitthvað. Hann var t.d. oft að gera skýrslur eða lesa blaðið eða eitthvað. Það voru fullt af búðum í London. En sú búð sem var nærst heimilinu hans Robby’s var búðin Julia. Hún hét þessu nafni vegan þess að konan sem átti hana hét Julia. Robby átti eina stóra systir sem hét Elizabet eða Liz. Hún var mjög góð við hann. En þegar hún hélt að hann hafi farið inní herbergið hennar varð hún brjáluð við hann. Gengið hans Robby’s kallaði sig Special. Þeir voru vandræða unglingar. En sá sem var minnst að brjóta lög og þannig, var Robby. Hann var aldrei að brjóta lög eða gera neitt af sér. En sá sem var mest að brjóta lög og gera fullt af sér var Andy. Þeir tveir voru bestu vinir, en samt svart og hvítt. En einu sinni, 14. júní á fimmtudegi eftir skólann fóru Special niðrí horn og fóru að tala saman. First sagði Andy. ,,Hei strákar…………á morgun skulum við fara niðrí Juliu. Ég þarf aðeins að kaupa mér ostapopp.” ,,Ok” sögðu þeir allir. Daginn eftir fór Andy inní búðina. Robby fór líka. Hann ætlaði að kaupa sér stjörnu snakk. En þegar hann ætlaði að taka það tók hann eftir því að það var strákur að taka ostapopp og setja það inná sig. hann sá fyrst ekki hver þetta var en svo sá hann að þetta var besti vinur hans, Andy. Robby fór til hans og sagði. ,,Nenniru að skila þessu?” Andy varð hneikslaður en sagði svo. ,,Nei, ég nenni því ekki. Og akkuru ert þú að skipta þér svo að þessu?!” Robby svaraði rólegur. ,,Af því að þú ert vinur minn. Og ég vil ekki að þú sért að stela. En ég vil samt ennþá vera vinur þinn.” Andy varð ennþá hneikslaðri og sagði. ,,Þó að þú vilt vera vinur minn þá vil ég það kannski ekkert. En ég vil það samt. En ég ætla ekki að hætta við að taka etta!” Robby varð að láta undan. Hann horfði á eftir Andy ganga út um dyrnar með ostapoppið undir peysunni. Þjófavarnarkerfið fór í gang og Julia hrökk upp og hljóp að símanum og hringdi í hundrað og ellefu, neiðarlínuna í London. Robby slefti snakkinu og gekk út um dyrnar. Hann var mjög leiður yfir þessu. Hann var einnig reiður útí besta vin sinn. En var hann enn besti vinur hans? Gat hann verið vinur einhvers sem stelur? Hann getur það en hann vill það ekki. Hann talaði ekki meir við Special gengið. Hann var farin frá þeim. Þeir voru orðnir að fortíð. Tíu árum seinna voru Robby og April gift og hún var ólétt. Þau voru mjög auðug og áttu stórt og fallegt hús. Hann lifði hamingjusömu lífi eftir það að hann hafi skilið við fortíðina. Einu sinni kom það í fréttum að einn maður hafi reint að ræna Londonbanka en afgreiðslukonan náð að hringja í lögregluna. Maðurinn var núna í fangelsinu í London. Þegar Robby heyrði þessa fret var hann viss um að það væri Andy sem fór í fangelsið. Hann stökk út í bíl og fór að keyra. Hann ætlaði að fara til fangelsisins og gá hvort þetta væri ekki örugglega Andy. Þegar hann var komin þangað fór hann til Marvins. Hann spuri hvar fanginn úr sjónvarpinu væri og hann svaraði. ,,Ef þú vilt fara í heimsókn til einhvers, verður þú að fara að hádegi og fara í heimsókn þá. En þú matt aldrei koma að kvöldlagi. Það er regla sem má ekki brjóta.” Robby skildi þetta og fór útí bíl. Hann ætlaði að keyra heim og fara að sofa og koma morguninn eftir. Um morguninn fór hann aftur niður í fangelsi og talaði aftur við Marvin. Hann spurði sömu spurningu og Marvin svaraði. ,,Klefi 284, lögregluþjónarnir fylgja þér.” Hann labbaði á eftir þeim og þeir stönsuðu og sögðu við fangann sem var inni í klefanum. ,,Andrew, það er komin gestur.” Andrew svaraði. ,,Hver myndi koma og heimsækja mig? Ég á enga vini og enginn í fjölskyldunni vill sjá mig.” Robby sagði lágt en Andy heirði. ,,Það er ég, Rob, þú og gengið kölluðuð mig alltaf Robby.” Andy stóð upp af stólnum sem hann sat á og sneri sér við og sagði. ,,Afhverju komst þú? Ég hefði frekar viljað að Sammy eða Jonny kæmu.” Robby svaraði. ,,Ég kom vegan þess að þú ert vinur minn. Þó að ég hafi séð þig stela úr búðinni vil ég samt enn vera vinur þinn. Eins og ég sagði við þig þá.” Andy var að ganga um golf en hætti þegar hann heirði hvað Robby sagði. ,,En það var ég sem rak þig. Þegar ég kom út spurðu strákarnir hvort þú kæmir en ég sagði já. Á ég að segja þér afhverju ég sagði já? Af því að þú varst vinur minn. Ég vildi ekki að Sammy eða Jonny myndu vita þetta!” Robby var að hugsa. Andy gæti annað hvort verið að ljúga þessu eða segja satt. Á endanum sagði hann. ,,Hvenær hættiru í genginu?” Andy svaraði strax. ,,Ári eftir að þú varst farin.” ,,En veistu hvar Sammy og Jonny eru?” ,,Já, ég held að Sammy sé alveg hættur í glæpinum en ég held að Jonny sé svona af og til. En hann er dáinn núna, sko Jonny. Dó í fyrra. Var skotinn. En ég veit bara hvar Sammy býr. Hann býr hérna í Bretlandi og í London og á 2413 18th street.” Robby sagðist koma seinna. Hann fór út og fór að keyra að 2413 18th street. Þegar hann kom þangað sá hann að þetta var mjög ritjulegt hverfi. Það kom kona sem var með barn í hendinni og var sígarettu í munninum. Robby spurði. ,,Afsakið frú en er Salomon heima?” konan sagði ekkert en bauð honum inn. Hún tók sígarettununa út úr munninum á sér og kallaði. ,,Sammy, það er maður sem vill tala við þig.” Eftir smá stund kom maður með stóra ístru niður. Robby var mjög undrandi. Sammy var mjög breittur. Hann sem var lang minnstur og nú er hann með risa stóra ístru. Hann sagði. ,,Góðan dag herra, komstu að ná í reikninga?” Robby neitaði því og Sammy spurði aftur aðra spurningu. ,,Komstu að taka af okkur þetta hús?” Robby neitaði því og þá spurði Sammy aftur aðra spurningu. ,,Til hvers í óskubunum komstu þá? Og hver í óskubunum ertu?” Robby svaraði. ,,Ég var vinur þinn fyrir tíu árum og var með þér í gengi sem hét Special. Ég var sá fyrsti sem hætti. Ég heiti Andrew, þið kölluðuð mig alltaf Andy.” Sammy varð furðu lostinn en svo sagði hann. ,,Hei…Andy!!! Er etta tu? Oooo ja………otvitad!! tu er luksin kominn i hemsokn!!! Gledur mi ad sja thig!! En akkuru komstu attur?” Sammy hafði greinilega breitt um hreim meðan hann var ekki hjá genginu. Svo svaraði Robby. ,,Já þetta er ég. Og það gleður mig líka að sjá þig. En ástæðan fyrir því að ég kom er að ég ætla að spyrja þig að nokkru sem gerðist fyrir tíu árum. Nú, fyrsta spurning. Þegar Andy kom út úr Juliu, hvað gerðist?” Sammy var mjög undrandi en eftir 5 sekúndna þögna sagði hann. ,,ööö, gud tad er erfitt að muna sonna langt fram i timann…hmm… Hann sagdi ettkvadd um ad tu varir hettur og ad tu mundir ekki koma attur. En tad se gerfist var ad ann kom ut og spakkadi i sten og sagdi svo etta. Ekki meir gerfist.” Robby fannst mjög erfitt að skilja Sammy en hann vissi samt hvað hann var að segja. Hann þakkaði upplísingarnar og fór. Daginn eftir fór hann aftur í fangelsið og inní klefa númer 284. Hann spurði Andy afhverju hann laug. Andy svaraði. ,,Svo þú fórst til Sammy’s og spurðir hann um etta, ha?” ,,já, það gerði ég.” Svaraði hann. Svo eftir 10 sekúndna þögn sagði Andy. ,,Afhverju viltu komast að þessu?” ,, ég vil það af því að þú varst vinur minn, og ert það enn. Ég er einn af milljónamæringunum í London. Og féð sem þú ætlaðir að stela var allt mitt. Núna vil ég gefa þér annað tækifæri að verða vinur minn. Með því skilirði ætlarðu að hætta öllum glæpum og að stela. Því vil ég gefa þér þetta hús sem er nálægt mér. Ef þú brýtur þessi skilirði mun ég setja þig inní enn verra fangelsi.” Andy varð undrandi en sagði með tárin í augunum af gleði. ,,Afhverju ertu að gera svona gott fyrir mig?” Robby svaraði ,,Ég er nýbúinn að fatta að vinir og fjölskylda skipta mig meira máli en allt annað í lífinu. Og þess vegna vil ég þetta.”
Þið hafið tekið eftir því að allir í klíkunni voru mjög óefnaðir, t.d. var Sammy á ömurlegum stað í ömurlegu húsi, Andy var í fangelsi og Jonny var dáin, og Robby var með April og þau voru að fara að eignast lítið kríli. En sagan endaði með því að hann bauð vini sínum að koma og búa hjá sér afþví að þeir voru bestu vinir í æsku. Andy rak Robby af því að hann var hræddur um að Robby myndi kjafta og þannig. En hann gerði það. Þetta var þriðja sinnið sem hann var í fangelsi. En svona endaði þessi saga. Allt var gott. Enda er það þannig, allt er gott sem endar vel