Einu sinni var stelpa sem hét Regína. Regína var 15 ára (hún var á síðasta ári í grunnskóla), og bestu vinkonur hennar hétu Ýr, Begga, Linda og Hildur. Þær voru allar jafn gamlar.

Regína átti líka stráka vini, en stelpurnar voru samt lang bestu vinkonur hennar. Sumar stelpnana áttu sérstaka stráka vini, t.d. Ýr og Helgi voru góðir vinir síðan í 5.bekk, Linda og Aron höfðu verið MJÖG góðir vinir síðan í 6.bekk, og ekki má gleyma henni Hildi og honum Nonna, þau hafa verið góðir vinir, en samt rífast þau sundum, þau eru líka það par sem er með mesta alvöru, en þær Begga og hún Regína eru ekki enn búnar að finna þann rétta fyrir sig, en þær finna þá eikku tíma.

Þann 29.október kom nýr strákur í bekkinn. Hann hét Gabríel, og sat við hiðina á Regínu. Þennan sama dag, inn í matsal, voru Begga, Hildur, Linda, Regína og Ýr að spjalla um stráka, Hildur sagði við Ýr:

,,Jæja Ýr, hvernig gengur svo hjá þér og Helga?”,

,,bara vel,, svaraði Ýr og brosti

”hann ætlar að fara á ströndina í kvöld að horfa á sólina setjast, hann vildi endilega að ég myndi koma og sjá hana með honum.”

,,Og hvað sagðir þú?.” spurði Linda við Ýr svaraði

,,auðvitað já!!“

Allt í einu kom Eyrún, sætasta og vinsælasta pæjan í unglingadeild, kom inn í matsal. Hún var skotin í Helga. Það vildi svo illa til að hún kom að borðinu þeirra og sagði við Ýr

,,Hverjum ætlar þú með á ballið á morgun?”

,,Veit ekki” sagði Ýr.

,,Kannski Helga, ég held ég fari með honum.”

,,En leitt,” sagði Eyrún

,,Hann var nefnilega búin að bjóða mér! Hún glotti.

,,Jæja, ég verð að fara að fá mér að borða vertu blessuð, Ýr!” og þá fór hún.

,,Glætan,” sagði Begga

,,Glætan að hann sé búin að bjóða henni á ballið.”

,,Farðu og spurðu hann hvort hann hafi boðið þér eða henni.”sagði Regína. Helgi sat á borði með Lalla, Aroni, Nonna og Kalla. Ýr fór að borði strákana, hún var dálítið feimin, en bara pínu. Hún bað Helga aðeins að koma með sér úr matsalnum þar sem engin var. Hún spurði

,,Varstu búin að bjóða Eyrúnu á ballið?”

,,á morgun?” sagði Helgi

,,Já, á morgun.”sagði hún dálítið óróleg ,,uuuu,mmhmmmm,uuuu, hénna…sko æii…mhmmhmm..jaa..uuuu..jaaaáá,eigilega sko.!”

,,Afhverju sagðiru mér það ekki fyrr! Þá hefði ég löngu búinn að velja mér herra!”sagði hún reið.

,,Ballið er á morgun og þú ert bara þarna standandi og starandi út í loftið og gerir ekkert í neinu…”
Hún stóð þarna og skammaði hann það sem eftir var af matartímanum.

Sem betur fer gat hún farið með Nóa, sem oft var kallaður Nói Mjói. Linda og Aron fóru saman, Hildur og Nonni fóru saman, Begga og Kalli fóru saman og Regína og Gabríel fóru saman, en það var hvorugt þeirra sem bauð, það var nebbla þannig að viku fyrir ballið þá komu allir sem ekki höfðu dans félaga.

Regína, Gabríel og Lalli og fleiri krakkar fóru. Svona var farið að: Allir sem vildu fara en höfðu ekki félaga (maður komst ekki inn nema að strákur og stelpa væru saman) létu vita og segja nafnið sitt við dómarana og þeir láta það inn í tölvu ásamt öðrum nöfnum og prenta það svo út. Svo tvem dögum fyrir ballið komu þeir (sem höfðu látið vita) inn í “Stóra Sal” og öll nöfnin verða sett ofan í tvær stórar skálar, stelpu og stráka. Skálarnar voru troð fullar. Fyrst verður dregið úr stelpu skálinni og svo stráka skálinni.

Lalli og Lára fóru saman, Gabríel og Regína, Ægir og Elísabet og Jón og Stína fóru saman.

Á ballinu var mikið fjör, hljómsveitin “Guy and a band” var að spila. Ægir þekkti bassa leikarann. Ægir sagði við besta vin sinn Jói

,,Bassaleikarinn er frændi minn”

,,Er það?”sagði Jói

,,aha, allveg satt”svaraði Æir

,,Hvað heitir hann aftur?”spurði Lalli, sem var að hlusta

,,Kristján kallaður Krissi.” Svaraði Ægir. Eísabet var dálítið mikil frekja, hún tók í hettuna á peysuni á Æir og sagði við hann frekjulega:

,,Komdu að dansa!” hreitti hún út úr sér,

,,Jájá, bíddu, ég er all…” hann komst ekki lengra því hún greip frammí fyrir honum

,,ekkert svona bíddu, bíddu, bíddu, nú kemur þú og dansar við mig!”

,,En en en…” reindi hann að segja en hú greip aftur frammí fyrir honum

,,ekkert en! Þegar ég segi að þú kemur að dansa við mig þá kemur þú að dansa við mig og ekkert múður með það!” sagði hún við hann í aðvörunar tón.

Þegar Elísabet var búinn að öskra eins mikið á hann og byðja ókurteisilega þá varð hann loks að koma.

Helgi sá svo svakalega eftir því að hafa boðið Eyrúnu að hann vildi valla dansa við hana! Eyrún var í dansi og var lang best þar, hún var líka aðal dansmeyin.

,,Komdu að dansa Helgi.” sagði hún

,,nei” svaraði Helgi

,,Kommon” sagði hún

,,við getum dansað uppáhalds dansin þinn.”

,,Og hvaða dans er það?”spurði hann hana

,,Tangó, auðvitað, eða Vals.”svaraði hún

,,Ég skal dansa Tangó” sagði hann

,,en bara í 10 mínútur!”

,,Ok!”og þau fóru að dansa Tangó á miðju gólfi. Ýr var svo reið að hún læsti sig inni á klósettinu! Nói Mjói beið og beið og reindi alltaf að hugga hana með því að segja að Helgi væri heimskur af því að hann vildi ekki fara á ball með svona sætri stelpu, Ýr var svo glöð að heira hann segja þetta, en samt pínu leið því þau höfðu verið góðir vinir síðan í 5. bekk, en hún kom út af salerninu og faðmaði hann vinalega, hún spurði hann hvort hann nennti kannski að dansa, hann brosti og sagði

,,Já, endilega vil ég dansa við þig!”

Lára var ömurlegur dasari og Lalli líka. Þarna á miðju dansgólfinu var eitt danspar að haldast í hendur og fara upp og niður með hendurnar, og getiði hver þau voru. Auðvitað Lalli og Lára! En þeim var skítsama!

Linda og Aron voru sætt danspar, hún hafði unnið fegurða keppni þegar hún var 13 ára og hann var einn mesti gæinn í öllum SKÓLANUM!

Aron var einu sinni með Hildi þegar þau voru 12 ára, en hún hætti með honum, henni fannst hún vera svo ung.

Nonni var samt sem áður fyndni strákurinn í 10.bekk, með mesta húmorinn, hann kom alltaf öllum til að hlægja, Hildur var hins vegar alltaf með allar efasemndir, til dæmis: ef einhver ætlaði í óvissuferð sagði hún alltaf; en ef við tínumst, en ef við slösumst, en ef við missum annan fótin! Svona var hún alltaf. Hún var samt ágætur dansari og Nonni líka. Þau dönsuðu með prýði og hann ætlaði að koma henni á óvart á eftir (það verður seinna í söguni).

Jón og Stína voru þarna líka. Hann var með ýstru en hún var frekar mjó.

Begga var geðveikt góð í dansi, hún var ekki í sama dans skóla og Eyrún, mamma Beggu ætlaði að senda hana í dans með henni Eyrúnu, en hún vildi heldur fara í annan dansskóla.

Það var allt annað með Kalla! Hann var örugglega léglegastur í dansi í skólanum! Þarna voru þau, hún að reina að gera listir sínar meðan hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera! Hann missti hana stundum, og hún var ekkert ánægð, en samt var þetta fínt, þó hún væri marinn á hendinni eftir að hann missti hana þegar hún var að reina að standa á öxlunum á honum og setjast og hann myndi svo taka um bakið og snúa sér, en í staðinn fyrir að halda um bakið hélt hann um fótana! En þetta endaði vel, það að segja fyrir utan að hún lennti á sjúkrahúsi.

Regína og Gabríel voru að bíða eftir rólegu lögunum, þau vildu dansa vangadans! Þegar rólegu lögin komu þá stóð Gabríel upp og sagði

,,Má bjóða dömuni í dans?” og svo teigði hann hendina að henni, hún svaraði játandi, og þau fóru að dansa.

Eftir ballið fylgdu herrarnir dömunum heim og sumir komu inn með þeim. Gabríel og Regína voru að fara heim.

,,Ættum við ekki að fara að fara?”spurði Regína.

,,Fyrst vil ég spyrja þig að dálitlu.” svaraði hann

,,og hvað ætlaru að spyrja mig?”

,,uuu,mhmhmhmmm,ja,sko,hénna,æææiimhmhmhmm” eftir nokkuð stam náði hann loks að segja

,,Viltu vera kærastan mín?”

,,þú þarft ekki að spyrja, auðvitað vil ég vera kærastan þín!”

allt þetta endaði vel, Linda og Aron urðu saman (það var það sem átti að gerast síðar í sögunni), Hildur og Nonni urðu saman, Begga og Kalli urðu saman, Lára og Lalli urðu saman og Ýr og Helgi urðu svo að lokum saman, Eyrún og Nói urðu vinir og á endanum urðu þau saman.

Eftir fimm ár spurði Gabríel Regínu ,,Viltu búa með mér?” hún svaraði

,,mmhmmmhhmmhmm,jaaaááájáá”

,,En eigum við nógan pening til þess?” sagði hún svo.

,,Það er ekkert að óttast, pabbi getur örugglega lánað okkur smá fé” sagði hann og brosti.

Eftir eins árs sambúðar sagði hún við hann

,,Þetta gengur ekki, við eigum engan pening, pabbi þinn er blankur líka, Og við höfum nú þegar tekið 50% lán, og við erum skuldug!”

,,Róleg, við finnum einhverja leið út úr öllu þessu.”sagði hann rólegur

,,ertu allveg viss?”sagði hún óróleg

”Þú veist að ég vil engan kjánaskap núna.”

,,ég veit, ég veit” sagði hann í rólegum tón

,,það er til leið út úr þessu”

,,hvaða leið?” spurði hún. Hann tók utan um hana, kyssti hana og sagði rólega

,,einhver. Við vitum bara ekki allveg hver, en það er alltaf einhver leið” hún tók hans hendur af sínum og sagði

,,Þetta er vonlaust!”

,,Nei!”¨sagði hann og reindi að stoppa hana við að fara frá sér, sem sagt skilja.

Hún fór samt. Hann reindi enn og aftur að samfæra hana um að þetta væri allt í þessu fínasta, en hún bara neitaði og neitaði. Hann gafst upp á endanum.

Eftir tíu vikur leið Regínu eithvað skringilega. Hún var með verki í maganum, magin farin að stækka! Hún fór á spítala til að tékka hvað væri að. Þá kom dálítið í ljós…..hún var ÓLÉTT!!!!

Vikur liðu og liðu, og svo liðu og liðu mánuðir og svo fékk hún hríðir! Pabbi hennar keyrði hana á spítalan.

Eftir níu klukkutíma og fimmtíu og sjö mínútur var komin ný manneskja í heimin. Það var strákur.

Hann var jafn sætur og faðir hans, með augu móður sinnar og nef afa síns. Regína var í vanda stödd….Gabríel fékk að halda íbúðinni en Regína sjónvarpið og spariféð þeirra, sem var 162.580, og hún fékk einnig bílinn.

Hún þurfti að flytja til pabba síns, Fróða. Mamma hennar hafði dáið í bílslysi og faðir hennar verði einn í 20 ár.

,,Afhverju hættið þið saman?” spurði Fróði

,,bara peninga mál” svaraði hún honum, döpur í bragði.

,,Get ég eithvað gert?” spurði hann aftur,

,,nei” svaraði hún og fór í leiðinni upp í gamla herbergið sitt.

Gabríel var í stofunni í íbúðinni sinni… hann hugsaði um afhverju hún hafi farið. Hann var bara rólegur og hún gat ekki tekið því vel!

Hún var líka leið. Hún var farin frá föðirinum og hún þurfti að sjá um þetta ein, nema notla var hún með Fróða hjá sér nema hann bjó handan götunnar.

En fyrst að hún fæddi strák átti hann átti að heita Jhonn, í höfuðið á afa sínum.

Hún var voða óvön þessu, hún var bara 16 ára. Það var dálítið skrýtið að vera bara 16 ára og vera að eignast barn. Hún þurfti að kaupa líka svo mikið og sjá um hann.

Svo eftir 5 ár allt í einu heirðist í símsvaranum heima hjá Gabríel

,,Hæ þetta er Regína, ég veit að við höfum ekki heirst í 5 ár. Það er dálítið langt síðan þetta gerðist en verð að segja það núna. Við erum búin að eignast son það er langt síðan ég veit. Hann heitir Jhonn og er 5 ára. Ég vildi bara láta þig vita af því að þú ert faðir hans og mér fannst rétt að þú vissir. Ef þú ert þarna svaraðu þá. Mig langar að tala aðeins við þig…halló?! hringdu þegar þú heirir þetta.”

Hann vildi ekki hringja til baka. En hann ætlaði að gera það bara á morgun.

Morgunin eftir hringdi hann í hana. Hún svaraði og þau fóru að tala saman.

,,ég hringdi til þín í gær” sagði hún

,,ég lagði inn skilaboð. Heyrðiru þau?”

,,já”

,, En afhverju hringdir þú ekki til baka?”

,,Ég var að djamma.”

,,Ó”

,,langaði þig að tala eitthvað við mig?”

,,já”

,,um hvað?”

,,Þú manst Gabríel að við eigum son og ég vildi spyrja þig að einu, hvort þú mundir það. Ég sagði það í símsvaranum. Hvað heitir hann?”

Gabríel vissi þetta ekki. Hann var ekki viss um það hvort það væri Jón eða Jhonn. Það varð þögn í 30 sekúndur. Þá sagði hún.

,,Ef þú svarar þessari spurningu rétt get flutt aftur inn með þér, ef þú svarar henni hins vegar vitlaust þá get ég ekki gert það.”

Hann var stressaður. Ef hann svaraði vitlaust….hvað þá??? Hann vildi auðvitað ekki missa vonina um að flytja inn með Regínu, stúlkuni sem hafði áfallt verið ástfangin af!!!

Hann giskaði, hann sagði

,, Jó….. eða Jhonn……ég segi Jhonn.”

Regína varð hissa. Hún hélt að hann myndi ekki geta þetta. Hún varð samt auðvitað mjög glöð.

En hún vissi ekki hvernig hún gæti farið með Jhonn bara og sagt að Gabríel væri faðir hans. Hún varð að byrja og segja honum að þetta er frændi þinn. Og síðan farið lengra og lengra en það hefur líka galla eins og til dæmis gæti hann vitað að hún hafi sagt að hann væri bara frændi og svo ef hún segði að hann væri faðir hans þá myndi hann vita að hún hafi sagt að hann væri frændi og síðan segði hún að hann væri pabbi og þá væri allt svo svakalega snúið svo að hún gat ekki sagt honum það.

Hún varð að segja honum það þegar hann var rór.

Það var ákveðið, hún ætlaði að segja honum það áður en hann færi að sofa einhvern tíma. Hún varð að gera það. Hún ætlaði að gera það í kvöld.

Um kvöldið fór Jhonn að sofa eins og vanalega. Hann bað Regínu um að lesa fyrir sig sögu eða búa til.

Þá sagði Regína honum að hún ætlaði að segja honum sögu sem hún ætlaði að búa til.

Hún ætlaði að hafa það sögu um einn strák sem hafði aldrei séð pabba sinn fyrr, en fann hann svo þegar hann var farin að leita af honum.

Þegar hún var búinn að segja söguna spurði Jhonn hana

,,Mamma, fyrst hann fór að leita að pabba sínum, akkuru ætti ég þá ekki að gera það? Hann fann hann, ég get líka fundið pabba minn!”

Regína varð undrandi en sagði svo.

,,Já, en við getum líka bara farið til hans einhvern tíma.”

Morgunin eftir var helgi. Það var laugardagsmorgun og Regína vaknaði klukkan eitt að hádegi.

Henni fannst mjög skrítið afhverju Jhonn var ekki vaknaður, hann var vanur að vakna klukkan eikkað um tíu.

Hún fór og kíkti inní herbergið hans til að gá hvort hann væri sofandi en fann hann ekki. Hún varð mjög áhyggjufull og fór að kalla nafninu hans en hann svaraði ekki.

Hún varð svo hrædd að hún hringdi í 112 og þegar lögreglan mætti á svæðið sagði hún þeim að hún hafði vaknað um morgunin og ekki fundið hann. Lögreglan spurði hvort eitthvað athugavert hafi skeð. Regína var hissa af þessari spurningu en sagði.

,,Ég sagði honum blíðlega í gær að fara að sofa og hann hlýddi. Svo vildi hann að ég segði honum sögu og ég gerði það. Það var saga sem ég bjó til.”

Lögreglan greip svo fram í fyrir henni og spurði.

,,Afsakið fröken, en um hvað var sagan sem þú sagðir?”

,,Hún var um strák sem hafði aldrei séð pabba sinn en fann hann svo þegar hann fór að lei……”

Regína reyndi að klára það sem hún hafði að segja en lögreglan greip aftur fram í fyrir henni

,,Afsakið aftur fröken, en ertu að tala um hann í sögunni eða eitthvern annan eða…?”

,,Ég er að tala um hann. Hann veit það samt ekki sjálfur. Ég og faðir hans erum að byrja aftur saman og ég held að þetta sé besta leiðin. Að byrja á sögu og enda á því að þeir hittist.”

Það varð þögn. Lögreglan reif þögnina og sagði.

,,Þá er málið leist. Hann hefur farið að leita af faðir sínum af því að strákurinn í sögunni gerði það og hann fann hann og hann ætlar líka að reyna að finna pabba sinn.”

Regína var svo leið. Hvertí óskubunum gæti hann hafa farið??? Næsta dag hringdi síminn.

Símsvarinn svaraði. Það var lagt inn skilaboð. Skilaboðinn hljómuðu einhvernveginn svona

,,Halló, þetta er lögreglan…..”

lögreglan ætlaði að halda áfram en Regína tók upp tólið og sagði

,,Eruð þið búnir að finna hann???”

,,Við fundum hann. Hann var á götunni, að kalla hástögum á faðir sinn. Hann hlýtur að hafa verið að gera það. Hann var nefnilega ekki með neinn stað til að sofa á. Hann svaf því í kirkjunni. En þegar presturinn kom í kirkjuna um kvöldið tók hann eftir honum og sagði honum að fara heim til sín, hann hélt auðvitað að hann ætti að vera heima hjá sé….”

,,Hann átti að vera heima hjá sér!!!” öskraði Regína í símann og var næstum gráti nær.

,,Við vitum það fröken, mætti ég klára söguna?” spurði lögregluþjónninn og Regína sagði já og hann hélt áfram.

,,En það sem ég er að reyna að segja þér er að sonur þinn er dáinn. Hann lést klukkan ellefu í kvöld, það var bíll sem keyrði á hann.”

Regína skellti á og fór niður á lögreglustöð með tárin í augunum og á kinnunum. Hún vildi ekki vita þetta.

Hvernig gat þetta gerst?

Því þurfti hún að segja þessa sögu?