Ég viðurkenni það að þetta er ekkert lengsta saga í heimi enn…já…

Gamla góða lyktin minnti mig strax á fortíðina þegar maður kleif fjall þetta örugglega og sprellaði og hló úti í óbyggðunum. En nú er sagan önnur. Það liggur við að maður sjái snigla, maura, þúsundfætlur og smáa drekaunga klífa hraðar en maður sjálfur, enda er maður orðinn gamall. Auðvitað hefur yngsta kynslóðin, þessir krakkar í bláum, þröngum gallabuxum sem ferðast með svokallaða farsíma hvert sem þeir fara og láta ljótu orðin gusast útúr munni sér tekið völdin á fjallinu. Mér er svosem sama á meðan þeir ryðjast ekki inn til manns og ræna hlutum eins og skynsemi og þolinmæði sem við, elsta kynslóðin berum með okkur og höfum
við ræktað lengi, ólíkt hinum.

Fjall þetta er fjall gleðinnar.

Lítil gleði hefur ríkt í lífi mínu eftir að ég missti hana Ellenu, konu mína en nú hefur það breyst. Ég hef fundið það sem ég hef leitað af, tryggum hundi sem ég get eytt mínum löngu stundum með, í gönguferðum og þannig háttar afþreyingu . Hundinn fann ég sorgmæddan á stóru túni á dimmum og afskekktum stað. Hann er svartur með með hvítum flekkum á eyrunum og er ekkert afskaplega gamall. Ég spurði marga frá þessu svæði en engin kannaðist við hundinn og tel ég að hann hafi verið sendur frá himnaríki.
Ég held að ég nefni stóra hundinn minn Trygg og tel ég að það sé við hæfi. Mig langar til að eyða mínum síðustu stundum með hundinum en ég finn það á mér að ég sé að fara að gefa upp öndina.
Barn á ég eigi svo ég vona að ég finni einhverntímann eiganda fyrir Trygg eftir að ég hef látist.

Tryggur er mín eina von um gott líf á mínum seinni augnablikum.

Það sem veldur mér hinsvegar bakþönkum er hvernig ég á að hugsa um hvuttann, ég er orðinn gamall og gigtin er farinn að segja til sín. Auk þess veit ég voða lítið um hunda en auðvitað getur hún Bjarney örugglega bjargað mér með það, hún hefur áratuga reynslu blessaður nágranninn.

Vinátta er betri en gull og gersemar.

Ég veð ekki í auðæfum eins og ég gerði á mínum yngri árum í Boston og mitt hrörlega hús lekur og er morandi í feitum og ljótum rottum svo ég stend á krossgötum. Á ég að fara á elliheimili og gefa Trygg eða halda honum og reyna að búa áfram heima á Berjastrætinu?
Ég hef lært að stórar ákvarðanir geta breytt lífi manns eins og þegar ég flutti frá Boston, hinni björtu borg vegna starfsins míns ljúfa.
Einhvernveginn hallast ég meira að því að halda Tryggi vegna hans og er hann strax búinn að eigna sér bláa slitna stólinn sem Ellen eyddi löngum stundum í að próna í, sér til gamans.

Ég hef gleymt orgelinu mínu í öllu masinu. Ég á stórt og fínt orgel sem ég ætla að reyna selja og gera eitthvað við húsið fyrir aurinn. Annars kann ég voða vel við þetta orgel og er það mér mjög kært enda vann afi minn það í leiklistarsamkeppni fyrir mörgum árum.

Ég vona að þig hafið skemmt ykkur við að skyggnast inn í líf mitt en nú kveð ég.

Gamli maðurinn lifði hamingjusamlegu lífi með hundinum sínum það sem eftir var.