Ég reikaði að ánni og leit ofaní botnlaust tómið… Ég lét mig falla ofan í ánna.

Áin bar mig langt af leið, en samt var sú leið hin rétta. Mér blæddi úr sárum sem ég hafði fengið á gögnu minni um skógana, ég fann frið og himininn var tær og blár…ég bylgjaðist í gegnum tómið.

Við hafið, þar sem áin endar, steig ég á land…

Þar uppi á háum hömrum litaðist ég um og þá flaug mér fögur sjón í auga, og sat sem fastast þar.

Ég tók stein og kastaði honum í hafið…

Ég kastaði sjálfum mér í hafið…

Sjórinn bar mig langt af leið, og enn var ég á réttri leið. Það er ekkert eftir til að fara til, hafið vaggaði mér til svefns, og lét heita strauma leika um mig. Fólk horfði á mig en tók ekki eftir mér, það var siglingu á móti straumnum, það var hryggileg sjón.

“Þú þarft aldrei að yfirgefa mig…” sagði niður hafsins og ég svaf dýpra…


————
Ég get sagt þér það sem þú getur ekki séð…

Ég get sagt þér að þú getur fundið…

Ég get sagt þér, en _þú_ verður að finna.
————


Farðu af stígnum uppámóti, og þá mundu sjá fallega, lygna á. Hún er volg, steyptu þér ofaní hana…
Láttu þig bara fljóta með ánni, þar til þú kemur að hafinu. Stígðu í land, farðu að hömrunum; láttu hafið taka þig…

Að eilífu…