Þú áttir í fyrsta lagi aldrei að koma.
Þetta var ekki þinn staður, ekki þitt heimili.
Mörgum árum seinna framkallaði heilinn mynd af þér þar sem þú leyst á mig, hrædd og hissa, óviss um hvað væri í raun og veru að gerast.
Ég man hvað þú stóðst alltaf skjálfandi í myrkrinu fyrst þegar þú komst. Stóðst þannig að enginn ljós næðu í þig. Þannig varst þú. Hélst þig alltaf í hæfilegri fjarlægð frá ljósinu.
Í rauninni ættirðu að þakka mér, ég dró þig út í ljósið.
Þú varst óhamingjusöm, ég gerði þig hamingjusama.
Samt áttaði ég mig einhvernvegin aldrei á þér. Þú varst eitthvað svo ójarðnesk.

Þegar fyrsta myndin var komin, komu sífellt fleiri og fleiri. Að lokum var
ég óstöðvandi flóð af minningum. Ég lagðist á gólfið í örvæntingu minn og
spriklaði um stund. Hversu lengi veit ég ekki.

Ég var ung og vitlaus, en ég býst við því að það sé engin afsökun fyrir gjörðum mínum. Það var alltaf ég sem gerði það sem skipti máli. Það var einnig ég sem mótaði skoðanir og stöðu annarra í þessum skóla.
Ef ég sagði að einhver væri ómerkilegur og einskins virði þá var hann það.
Þegar þú komst í skólann sáu allir hvaða hlutverki þú gengdir.
Þú varst klædd í drusluleg og fátæksleg föt og þú þorðir varla að líta á nokkurn mann. Þar sem þú stóðst fyrir framan bekkinn og stamaðir upp nafninu þínu þá vorkenndi ég þér næstum.
Samt var það eitthvað við þig.
Kannski var það hvernig þú gekkst eða hvernig rödd þín hljómaði næstum ónáttúrulega eða jafnvel hversu minnimáttar þú virtist og þegar ég sá þig fylltist ég umhyggju. Krakkanir voru þegar búnir að sjá þína stöðu og komu fram við þig samkvæmt henni.
En eins og ég sagði þá var það alltaf mitt að ákveða.
Og ég ákvað að prófa hvaða áhrif ég hefði í raun og veru.
Hvort að ég gæti breytt þér, ósjálfbjarga vesalingi, í mína bestu vinkonu sem allir kæmu fram við sem eina af hópnum og jafnvel litu upp til. Þegar ég bað þig um að vera samferða heim úr skólanum seint í október sá ég, er þú leyst upp hissa, að þú varst með falleg, græn augu.

Í fyrstu voru allir hálf ringlaðir. Mikið var pískrað og bent.
Þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að taka því að ég væri farina að hanga með einhverjum sem allir voru fyrirfram búnir að stimpla sem lúser.
En þegar nokkuð var liðið á skólaárið varst þú, sem áður hafðir falið þig í fjöldanum og af mikill ákefð reynt að falla í hópinn, farin að þora að tala í tímum. Þegar ég var búina að fara með þér í þó nokkrar verslunarferðir gekkst þú sæmilega flott til fara. Þú hafði rautt hárið slegið og á fallegu, grænu augun settirðu þykkt lag af mascara. Allan tíman passaði ég samt að þú yrðir flott án þess þó að vera flottari en ég, það var engin.
Fyrir jól hafði ég breytt Öskubusku í prinsessuna.

Það var milli jóla og áramóta sem það gerðist. Það gerðist og breytti minni tilveru varanlega. Ég hafði fundið fyrir þessu, þessari tilfinningu, en af öllum mætti reynt að bægja henni frá mér. Þessi tilfinnig var skammarleg og fyllti mig hræðslu og vanmætti. Í fyrstu var ég í algerri afneitun en seinna vissi ég að þetta var eitthvað sem ekki var flúið.

Við vorum fimm vinkonur sem ákváðum að hafa stelpukvöld einn föstudaginn. Það var frost úti og snjórinn féll friðsamlega niður.
Allt var hljótt.
Það var stjörnubjart þar sem við gengum út í video-leiguna.
Við hlógum á leiðinni og héldumst allar arm í arm. Strákar sem áttu leið fram hjá hægðu á sér og við vissum vel hvað þeir voru að tjekka út.
Ég var í miðjum hópnum eins og alltaf og ég leiddi þig í vinstri arm. Við tókum rómantíska gamanmynd með aðalleikara sem við dýrkuðum gjörsamlega.
Við hrúguðum okkur saman á rúmið mitt og horfðum á myndina.
Seinna um kvöldið þegar allar stelpunar voru farnar lágum við tvær þétt saman og horfðum hræddar á hryllingsmynd sem var í sjónvarpinu.
Þú hélt fast í höndina á mér og af einhverri ástæðu var ég mjög meðvituð um að hin höndin á þér lá á lærinu á mér. Þetta kvöld var mjög heitt fyrir mig.
Um nóttina vaknaði ég skömmustuleg með þig við hlið mér.
Það sem ég óttaðist hafði gerst.
Líf mitt var breytt að eilífu.

Ég missti gjörsamlega stjórn á mér daginn eftir. Ég reif mig úr fötunum fyrir framan spegilinn og mótaði orðið með vörum mínum: Lessa.
Ég varð brjáluð, þó fyrst og fremst út í þig.
Ég ákvað að koma fram hefndum. Hugsaði hvurslags drusla þú værir og ég fyrirleit þig. Innst inni dýrkaði ég þig samt. Allt við þig var dásamlegt. Allt frá lyktinni að hárinu á þér til feimnislegs hlátursins. Ég elskaði þig.
Ég vissi það bara ekki þá.

Ég var skíthrædd um að þú mundir kjafta. Einhvern vegin gat ég ekki sætt mig við þetta hlutverk sem mér var ætlað. Það var ég sem ákvað stöður annarra. Enn ég var svo mikill vesalingur að þegar kom að mér réð ég ekkert við þetta. Ég brotnaði bara niður og grét og blótaði og bað Guð um að taka af mér líf mitt. Ég varð að gera eitthvað. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta værir þú. Tilfinningin hafði vaknað með þér og þá hlaut hún að slökkna með þér. Ég hugsaði ljóta hluti og ég hugsaði um sjálfa mig.
Svona var ég; sjálfselskur andskoti með ljótt ýmindunarafl.
Og mitt djöfullega eðli hafði ákveðið sig.

Mamma mín var mikil ferðamanneskja og ferðaðist um landið til að njóta hinnar íslensku náttúrufegurðar. Þess vegna var ekki erfitt að fá hana með sér til að taka rúnt á Snæfellsnesið, jafnvel þótt Janúar væri rétt svo gengin í garð. Ég fékk leyfi til að taka þig með og mamma röflaði um hvað það væri gaman að fara í svona stelpuferð.

Við vorum komnar á Arnarstapa um þrjú leytið. Við stoppuðum í einhverri torfbæjarsjoppu til að pissa og á meðan mamma pissaði hlupum við tvær í burtu. Ég kyssti þig létt á kinnina, tók í hendina á þér og við hlupum á stað í einhverju flippi. Við stoppuðum lafmóðar uppi á Sölvahamar, hlæjandi af okkur. Þú varst rjóð í kinnum og hárið á þér í einni bendu, eitthvað svo falleg. Augun geisluðu af hamingju og þetta var erfiðara en ég hélt.
Hjartað hamaðist um leið og ég hrinti þér viljandi niður klettinn.
Þú leyst á mig í síðasta sinn, fallegu, grænu augun starandi á mig.
Ég öskraði með þér, grátandi horfði ég á þig detta niður, rekast í klettinn og skella svo í sjóinn langt fyrir neðan mig.

Það grunaði engan mig. Ég talaði og talaði um hvernig þú hafðir hrasað og dottið og ég reynt að grípa í þig. Ég grét og grét og allir reyndu að hugga mig, greyið stelpuna sem hafði misst bestu vinkonu sína.
Það var það sem þeir héldu…
Í rauninni var þetta miklu sárara en það. Ég hafð misst stelpuna sem ég dýrkaði og elskaði útaf lífinu, og það var virkilega sárara heldur en ég hafði ýmindað mér.