Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa svona smásögu svo ég kann ekki alveg tökin á þessu.



Nótt á Laugarveginum


Þrettán ára stúlka gekk upp Laugaveginn. Klukkan var þrjú að nóttu. Mamma hennar myndi setja hana í mikið straff eftir þetta. En hvað gat hún gert? Þetta var ekki henni að kenna. Þessar stelpur höfðu sagt að þetta hefði verið í lagi og þær myndu fygljast með klukkunni. En svo þurftu þær að gleyma sér og föttuðu síðan að klukkann var orðin tuttugu mínútur í þrjú. Hún sem átti að koma heim klukkan tólf.
Það var dimmt og kalt. Ljósin voru biluð. Stúlkan var hrædd og þorði varla lengra,en hún þurfti þess. Hún vildi ekki vera þarna alla nóttina. Stjúpfaðir hennar myndi klikkast. Síðast þegar að þetta gerðist tók stjúpfaðir hennar hana út og sló hana og barði. Það var hræðilega sársaukafullt. Hún vildi helst ekki lenda í því aftur.
Hún gekk áfram upp. Það var svo erfitt því hún var búin að hlaupa svo mikið. Með hverju skrefi fannst henni hún vera helmingi þreyttari. Hún var líka orðin þreytt því klukkan var orðin svo margt. En það breytti því ekki að hún þyrfti að fara heim.
Hún gekk áfram upp og lengra upp. Það var eins og þessi ganga ætlaði aldrei að hætta. Eins og Laugavegurinn væri óendanlegur. En því miður fyrir hana var hann það ekki og þess vegna þurfti hún að halda áfram. En hvers vegna þurfti hún að fara heim? Líf hennar var hvort sem er ömurlegt. Hún var alltaf talin sú versta af systkinunum og það var eins og móðir hennar vildi ekkert með hana hafa. En hún vissi hver vildi alls ekkert með hana hafa, stjúpfaðir hennar. Oft spurði hún sig.
,,Hvers vegna ég?” En aldrei virkaði það til að hjálpa henni.
Hún átti erftitt í skólanum. Þegar hún þurfti hjálp með eitthvað var aldrei tekið mark á henni. Bara slegið hana og látið hana vera. Hún hafði því lært að biðja aldrei um hjálp heima hjá sér.
Stúlkan setti hendur í vasa. Henni var ískalt. Væri betra fyrir hana að frjósa þarna? Og vera laus við allt. Eða hreinlega bara stinga af. Hún vissi varla hvað hún vildi gera. Það var útilokað að hún gæti orðið einhver lögfræðingur eða eitthvað álíka þegar að hún væri orðin stór. Stjúpfaðir hennar hafði einu sinni sagt við hana að hún yrði bara hóra þegar að hún yrði stór. Það myndi líka þjéna mikið fyrir þau.
Stúlkan velti sér upp úr þessum hugsunum. En hún gat hreinlega bara ekkert hætt að hugsa. Það var ekki hægt að hugsa þegar maður var í þessum aðstæðum. Það var hreinlega ekkert að lifa fyrir. Ekkert að gera fyrir eða tala fyrir. Það var ekkert hægt að gera án þess að vera barin, slegin eða ekki tekið mark á. Það eina sem maður gat var að hugsa. Reyna að sjá einhverja jákvæða hlið. En það var engin jákvæð hlið.
Stúlkan stoppaði. Hún heyrði tónlist. Einhverja tónlist sem kom úr einu sundinu þarna.
Hún gekk í átt að sundinu. Hún var svo forvitin. Þó hún óttaðist að koma nær þá gat hún ekki sleppt því að gera það ekki. Það var hamingja í tónlistinni. Eitthvað sem lét hana koma nær og nær. Hún var komin alveg inn í sundið og enginn var þar. Aðeins veggur fyrir framan hana. En þá hætti tónlistin. Stúlkan fraus í sporunum. Hún þorði ekki að hreyfa sig. Hjartað sló hraðar. Hún svitnaði og það varð æ erfiðara að anda.
Svo sá hún skugga. Skugga sem hélt á einhverju, hún sá að þetta var manneskja en hún vissi ekki hvað skugginn hélt á. Hún snéri sér við og……en það var of seint. Hún datt samstundis niður. Augun voru enn opin og skelfingarsvipur var á stúlkunni.
Morðinginn dró hníf upp úr baki hennar. Blóðið lak af hnífnum og allstaðar var blóð í stóra skruðinum á bakinu. Hann snéri henni við. En þá sá hann hver þetta var. Hann fór að gráta. Svo horfði hann aftur á stúlkuna. Þessi stúlka sem hefði getað orðið eitthvað, eitthvað annað en fórnarlambið hans. Hann grúfði sig yfir stúlkuna og grét.
Afhverju þurfti hann að drepa fólk? Bara til þess að hefna sín á því sem hafði gerst. Það sem fyrrverandi konan hans hafði gert honum. Eitthvað sem hann gat ekki ráðið við og þyrfti því að drepa fólk til þess að hefna sín. En nú sá hann eftir því.
Hann grét en meira. Hann horfði á andlit stúlkunar. Sá augun sem voru enn opin. Þessi fallega stúlka sem honum hafði þótt svo vænt um.
Hann myndi aldrei fyrirgefa sér það að hafa drepið dóttur sína.