Ég var ungur maður að sjá heimin í fyrsta sinn. Gamall maður sagði gættu þín á fjöllunum, þau svíkja þig og pretta svo þú uppi stendur slyppur og snauður. Annar maður sagði gættu þín á hrævareldum, þau hafa aðeins illt í hyggju, vilja leiða þig í villu til að lífga á einveru sína af eigingirni einni. Sá þriðji sagði gættu þess að feta eigi fáfarna heiðar einsamall, margt bý í myrkrinu.
Annar ungur maður stakk upp á því að við skyldum ganga á fjöll. “Góð hugmynd” sagði ég og gekk á fjöll. En tvennt var það þó sem ég á hrós fyrir skilið. Ég hvorki yfir heiðar lagði né ginntist mýrarljósum af.
Sko mig!