Líney starði beint í augun á ógnardýrinu. Það vafði sig æ fastar um hana. Hún grét hljóðlaust og þorði ekki að koma upp einu orði, af ótta við dýrið myndi gera árás. Helst af öllu langaði hana þó til þess að öskra af lífi og sál á hjálp. En kjarkurinn jókst með hverri hreyfingu dýrsins og það nálgaðist æ meir að endalokum hennar. Skyndilega æpti hún af öllum sínum styrk. Dýrið sleppti henni vegna eintómrar undrunar og skreið í snarhasti í burtu.



Heimilisfólkið þaut á staðinn og en þá var það orðið of seint. Dýrið var löngum horfið af vitorðsstað sínum.

Líney var í sjokki og stamaði:,,Það var hérna áðan. Gríðarstór eiturslanga.”

Öll augun beindust samstundis að Lindu, misreiðilega.

Herra Dalú spurði ævareiður:,,Varst tú að hrekkja hana með gæludýrinu tínu?”

Linda hristi höfuðið, en augun leituðu að flóttaleið.

,,Á hún gæludýrasnák?” Spurði Líney steinhissa á gæludýraeignum í Alsír.

Systurnar kinkuðu daprar kolli.

,,Hún er alltaf að fíflast með hann”! Sagði Chris og horfði reiðilega á systur sína. Marie sagði ekki orð.

,,GRR! Af hverju trúið þið þessum stelpubjána? Urraði Linda en bætti síðan við vongóð: ,,Getur ekki verið að það hafi verðið önnur slanga. Það er nú einu sinni morandi í þeim í þessu landi.” Hún blikkaði augunum og reyndi setja upp sinn mesta sakleysis svip.

Herra Dalú lét sem hann tæki ekki eftir því og lét enn sínum reiðilestri áfram, með vonbrigðahreim:,, Tú veldur mér miklum vonbrigðum Linda. Té vissi ekki að tú tættir tona illt til.”

Linda leit skömmustuleg niður á tærnar á sér.

,,Tú ert ordin 16 ára, löngu komin af giftingaraldri og tamt hagtaru tér svona eins og smákrakkí!”

Gurrí fór að hlúa að Líneyju sem hafði gleymst í öllum látunum. Hún var nú eftir allt saman sú sem lent hafði í áfalli.

,,Tvona nu. Nu ert allt yfirstadid.” Hún tók utan um axlirnar hennar og huggaði hana móðurlega. Líneyju þótti mjög vænt um það.



Fyrir utan fylgdist skuggaleg vera með öllu sem fór fram. Þegar Líney sneri sér að glugganum hvarf hún. Líney var sú eina sem hafði tekið eftir henni.

,,Hvað var þetta?” Spurði Líney óttaslegin og bendi í átt að glugganum.

,,Tetta hvad?” Spurði Gurrí.

,,Það var einhver að fylgjast með.”

,,Hvernig leit tann út?”

,,Frekar hár en augun í honum minntu mig á einhvern”. Líney leit aftur út glugganum, eins og hún vonaðist til að veran myndi birtast aftur.

,,Á hvern?” Spurði Marie.

Líney svaraði ekki. Kannski ímyndaði ég mér hann bara. Eftir allt saman er það eðlilegt að sjá óvini í hverju horni eftir svona áfall, hugsaði hún og leit niður hugsin.

,,Leiftu greytid stelpunni að hvíla sig Marie”. Sagði Gurrí ásakandi.

,,Fyrirgefðu”. Marie fylgdi fordæmi Lindu og leit skömmustuleg niður á tærnar á sér.

,,Jaeja farið nu oll after að sofa. Haetttan er lidin hja.” Sagði Gurrí og reisti sig upp.



Stuttu síðar voru allir horfnir, eins og að ekkert hefði gerst og raskað næturkyrrðinni.



Líney gat ekki sofnað strax. Það er ekki beint auðvelt að sofna ef fylgst er manni og maður veit ekki hvort viðkomandi er ó- eða vinveittur. Að maður tali nú ekki um eftir að hafi lent í hræðilegri lífsreynslu.

Líney leit því í kringum sig, óttaslegin rétt eins og bráð sem veit að rándýrið er nærri en ekki hvar. Hún staulaðist fram úr í átt að glugganum. Þar sem þau voru á jarðhæð, gat hún fylgst með því hver væri beint fyrir utan húsið.

Sér til mikillar skelfingar kom hún auga á veruna nálgast húsið. Hún fylgdist með verunni, sem hún dregið þá ályktun að væri karlskyns, koma að útidyrahurðinni. Hann bankaði þrjú sterk högg á hurðina. Hann leit í kringum sig og án viðvörunar, hafði hann komið auga á Líneyju, þar sem hún lá á gægjum. Líney beygði sig eldsnöggt niður, faldi sig undir glugga kistunni og skalf af ótta. Það var þá of seint hann vissi af henni en hvað vildi hann eiginlega? Þá rann upp fyrir henni ljós hver aðkomumaðurinn væri.

Án þess að hugsa sig um tvisvar eins og forðum daga í skólanum, þreif hún teppi sem lá á beddanum hennar og vafði því utan um sig. Síðan stökk hún út um gluggann og lenti fremur harkalega á harði jörðinni fyrir neðan, því að glugginn var frekar hátt uppi. Þrátt fyrir ýmis fótameiðsl, staulaðist hún á fætur og tók á rás eins hratt og hún gat, út í óvissuna.

Hún hljóp allt að endalaust, þrátt fyrir að henni sárverkjaði í lappirnar, og hætti ekki fyrr en hún var komin, að henni virtist í öruggt skjól frá honum. Þegar hún hafði fullvissað sig um að hann elti hana ekki (hún hafði nú einu sinni stokkið út næstum því beint fyrir framan hann), lagðist hún niður úrvinda og sofnaði á einu augnabliki.
Rosa Novella