Svenni horfði furðulostinn á frænda sinn. “En ég hef ekki gert neitt (ennþá)!”.



“Einmitt það. Það var þá líklegt. Ég kemst fyrr eða síðar að því hvað þú varst eða ert að fara að gera og þangað til situr þú hérna og hreyfir þig ekki fyrr en að ég gef þér leyfi,,!

Síðan gekk hann að hurðinni, gekk út og skellti á eftir sér. Greinilega öskuvondur.



,,Hnuss! Grr! Arg!” Hugsaði Svenni. Ég skal sko hefna mín á honum, fyrir þetta. Hmm. Hvernig væri að gera það strax. Svenni gekk því að gluggakistunni eða reyndi það að minnsta kosti.



“SITTU KJURR! Öskraði frændi hans að neðan.



Svenni settist strax. Hann sneri út að horninu í herberginu sínu og þar var ekkert annað að sjá nema steinhvítan vegginn. Hann hafði nefnilega aðeins hengt myndir fyrir ofan rúmið sitt en hvergi annars staðar. Nú sá hann gríðarlega eftir því.

Honum hafði oft verið refsað á þennan hátt, en þá hafði hann líka gert eitthvað af sér og hafði því aðeins haft tímabundið straff. En núna, hafði hann engan grun um hve lengi yrði að dúsa þarna. Svenni hefði aldrei átt að taka upp á því að vera stilltur, til þess að vekja ekki grunsemdir, því að það hefði haft þveröfug áhrif. Hann hefði mun frekar átt að vera óþekkur, eins hann er alltaf. Enda er ekki annað hægt með annan eins frænda. Stundum skildi Svenni ekki, hvernig hann gat verið skildur honum frænda sínum. Þeir voru alls ekkert líkir, hvorki í háttum ( það var líka eins gott) né í útliti ( sem var enn betra). Hann skildi einu sinni ekki hvernig hann gat verið bróðir pabba hans, en Svenni var lifandi eftirmynd af föður sínum á yngri árum og með ættarsvipinn. Það er því stórfurðulegt, að þeir væru skildir.

Svenni þakkaði þó sínum sæla fyrir að hann væri ekki enn í vist hjá afa sínum. Afi hans líktist engan veginn, öfunum sem sitja í hægindastól og segja barnabörnum sínum sögur frá æsku. Ónei. Hann var aðeins grimmlyndin uppmáluð (eða það fannst Svenna að minnsta kosti) og hataði ( eða þoldi ekki) Svenna. Svenni hafði aðeins nýlega uppgötvað af hverju það var. Honum hafði aldrei dottið neitt annað í hug en, að tengtist prakkaraskapnum sínum. Það tengtist hins vegar líka æsku föður hans. Móðurfaðirinn var nefnilega þessi indæli afi sem segir barnabörnum sínum sögur, þetta var faðirfaðirinn. Pabbi Svenna hafði nefnilega einnig verið mjög uppátækjasamur og föður hans líkaði það víst eitthvað illa, mjög illa, hræðilega illa. Svenni minnti því afa sinn á föður sinn og afinn var því brjálaður yfir því að þurfa þola óknyttina í öðrum dreng. Hann var því afar strangur við Svenna. Ef Svenni opnaði munninn, straff, ef Svenni hreyfði sig einn millímetra,straff, ef Svenni lærði…og svo koll af kolli, nema kannski það síðast nefnda. Afinn notaði nefnilega oft lærdóm sem refsingu fyrir Svenna, en það var eitt af því hryllilegasta sem hægt var að gera Svenna eða það hélt afinn sem ber nafnið Óskar. Fáir vissu, að eitt sinn hafði Svenni verið algjör námshestur og hann gat einnig enn verið það, ef hann fengi rétta efnið í hendur. Honum dauðlangaði nefnilega að vera vísindamaður. Oft höfðu “prakkarastrikin,, komið út frá vísindatilraunum hans. Eitt sinn hafði Svenna langað að sjá hvort að hægt er að sjá regnboga í sól, ef maður sprautar vatni rétt í sól. Að vísu er það hægt í glampandi sól, en Svenni komst aldrei að því, vegna þess að hann gætti sín ekki nógu of vel hvert hann sprautaði. Ójá. Hann sprautaði yfir þvott hjá einni nágrannakonunni sem þoldi hann ekki, á nýþvegin bílinn ( sem var nýþornaður) á öðrum nágranna sem þoldi hann ekki, nýmálað grindverk hjá enn einum nágrannanum en í þetta sem bókstaflega hataði hann, á stelpur sem lágu í sólbaði, yfir grill þar sem var verið að grilla og á enn fleiri stöðum. Hann hafði nefnilega á hæsta styrk og var alltof upptekinn af því hvort að tilraunin myndi virka, frekar en hvort hann myndi fá fleiri fjendur. En sem betur sprautaðist aðallega á þá sem þoldu hann ekki fyrir og þá sem hötuðu hann. Þá var hann 10 ára og nýkomin úr sveitinni frá afa sínum. Þrátt fyrir þessa stuttu veru hjá frænda sínum, hafði komið hann komið næstum því öllum nágrönnunum til þess að hata hann. Hann var nýkominn úr straffi þegar þetta gerðist. Hann var nefnilega settur strax aftur í straff að loknu þessu ódæðisverki.
Rosa Novella