Ömmusaga

Svenni horfði agndofa yfir grindverkið. Þar sá hann svolítð sem hann hafði aðeins getað ímyndað sér í sínum verstu martröðum. Bjórölfur, nautheimski nágranni hans ( Svenni hafði þó ekkert á móti nautum, en fannst þetta lýsingarorð passa best við gáfnafar Björófls), var setja upp gildrur fyrir hann.
Hann sá hann setja niður, músa-, kanínu og síðast en ekki síst bjarnagildrur. Svenni fylgdist með úr hæfilegri fjarlægð og sá hvar granni sinn spenndi sundur bjarnaboganna og setti OST í músagildrurnar. Þrátt fyrir þetta undurfurðulega og heimskulega agn, vissi Svenni fullvell að þessar gildrur væru honum ætlaðar.

,,Nú getur strákormurinn ekki gert neinn óskunda meir. Það var snjallt hjá mér að setja rotteitur á ostinn.” Heyrði hann Bjórölf tuldra óvenju hátt.

Hvað hélt hann eiginlega að hann væri? Algjör heimskingi, sem tekur ekki efti þessum gildrum þvers og kruss yfir garðinn hjá honum og að honum skuli detta í hug að setja OST í músagildrunar, er mér alveg óskiljanlegt. Svenni klóraði sér í hausnum og vellti fyrir sér, hvað í ósköpunum einn maður gæti verið heimskur?

,,Hey, Bjórölfur!” Svennni klifraði lengra upp á grindverkið (vegna þess að Bjórölfi hafði ekki einu sinni hugkvæmst að líta aftur fyrir sig) og leit niður á granna sinn.

Bjórölfur leit við með brjálæðisglampa í augunum, þegar hann sá hver dirfðist að trufla hann við þessi mikilvægu verk, sem Svenni var svo vanur.

,,Passaðu að borða ekki ostinn úr músagildrunum. Hann er eitraður. Ég veit vel að þú getir ekki komist af sekúndubrot án matarbita og hvað getur þá verið meira freistandi heldur en ljúfengur eitraður ostabiti, sem þú eitraðir sjáflur. Ég meina hver getur eiginlega staðist heimalagaðan mat!” Svenni hreyfði sig leikrænum tilburðum.

Bjórölfur var rauðari með hverri setningu og að lokinni þeirri síðustu þusti hann að grindverkinu. Hann greip í hálsmál versta óvinar síns, þannig að hann hallaði út fyrir grindverkið:,, Þú…þú skalt sko gæta þín litli pjakkur!” Síðan benti hann á gildrunar umhverfis sig:,, Sérðu allar þessar gildrur, plágan þín! Þær eru ætlaðar þér! “

,,En einhver veslings dýr gætu álpast í gildurnar….Ó, æjá! Þau eru skynsöm. ÞAU TAKA EFTIR ÖLLUM GILDRUNUM SEM LIGGJA ALLT UM KRING Í GARÐINUM! Svenni æpti á Björófl og talaði hægt, eins og hann væri eitthvað tregur.
,,En ef ég væri þú myndi, ég passa mig að gera kort af svæðinu, til þess að muna hvar gildrunar eru staðsettar. Annar kostur er síðan að horfa bara í kringum sig…og æjá.! Gakktu aftur á bak, þegar þú lokið við skemma skyrtuna mína. Það er nefnilega ekki bjarnargildra og úlfabogi, beint fyrir aftan þig. Bara að láta þig vita…..

Bjórölfur byrjaði að fnæsa rétt eins og naut. Hann þreif Svenna yfir grindverkið og hélt honum ógnvekjandi beint fyrir ofan bjarnagildruna sem var staðsett beint fyrir aftan hann: ,,HAH!” Sagði hann sigrihrósandi en fann ekkert meira til þess að segja og hélt aðeins áfram að veifa Svenna fyrir ofan gildruna.

Svenni byrjaði að geipsa:,,Er þetta allt og sumt? Er engin fallgildra né net eða eitthvað álíka frumstætt?”

,,GRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR”!

,,Ekki það nei…það var nú leitt að heyra. Mér hefur alltaf langað til að sjá hvernig frummennirnr veiddu skepnur til forna. Ojæja..maður getur víst ekki fengið allt.”

Bjórölfur lét Svenna síga æ lengra niður í bjarnargildruna, enn með brjálæðisglampann í augunum, sem versanaði með hverri mínútu.

,,Bjórölfur! Hvað í veröldinni ertu að gera við strákskrattannn?” Óskar hafði farið út til þess að sinna morgunverkunum og orðið vitni að tilraun Björólfs til þess að drepa Svenna, bókstaflega. Núna stóð hann þarna hinum megin við grindverkið, horfði óvenju lítið reiðilega á Svenna og var reyndar örlítið hræddur.

Bjóröldur flýtti sér að hífa Svenna upp úr gildrunni og var nánast búin að stíga í gildruna í öllum æsingnum.

Óskar horfði enn með reiðiglampann og spurnaraugum á Bjórölf:,,Ef mér skjátlast ekki hrapalega varstu í þann mund að láta orminn síga niður í gen geddunnar…EKKI SATT!?

,,Ha? Við erum ekki einu sinni nálægt vatni!” Bjóröflur sleppti Svenna ögn harkalega.

,,Þetta var myndlíking bjálfi! Þú ætlaðir að lóga strákhvolpinum…ekki satt?”

Eeeee…jú….NEI! Auðvitað ekki! Ég ætlaði bara að pynta hann aðeins. Hann var með hártoganir á hendur mér. Ég ætlaði bara að sýna honum í tvo heimanna, en ekki senda hann yfir í annan heim”! Bjórölfur var orðin hálfskelkaður og horfði ráðvilltur í kringum sig.


,,Sjáðu nú til. Þrátt fyrir að mig langi stundum til þess að myrða kvikyndið, fylgi ég því aldrei eftir. Það er nefnilega svolítið sem kallast morð og morðingi. Hefuru heyrt um það? Óskar horfði hæðnislega á nágranna sinn.

Svenni stóð ráðvilltur við hlið Bjórölfs og vissi varla hvorum megin grindverksins væri verra að vera.

,,,AÐ SJÁLFSÖGÐU HEF ÉG HEYRT UM MORÐ! ÉG VAR BARA AÐ HRÆÐA STRáKvindið!” Bjórölfur var orðin verulega reiður og steytti hnefanum í átt að Óskari.

,,Og allar þessar gildur…hvað tákna þær eiginlega? Ertu orðin svona listrænn að þú fremur gjörning, með það fyrir augum að þú sért fastur í gildru lífsins eða eitthvað álíka?” Óskar benti á gildrunar með augljósri hæðni.

,,Um hvað ertu eiginlega að tala?… Nei, þessar gildur ERU fyrir strákhvolpinn til þess að hann haldi sér á mottunni. Ekki annað!

,,Ekkert annað segiru…hmm athyglisvert. Mér finnst það ekki beint votta um hugrekki, að þurfa gildrur fyrir eitt lítið kvikindi.” Óskar lét sem hann væri að horfa hugsin í kringum sig en leið síðan beint á Svenna, sem sem kviknaði og byrjaði að skjálfa undan augnliti hans.

,,Fáðu mér strákhvolpinn”! Skipaði hann Bjórölfi, án þess þó að líta af Svenna.

Bjórölfur var orðin svo ringlaður af þessum öllu saman að hann stikaði yfir allar þrjár bjarnagildur og eina músagildru, sem leiddi til býli hans. Þegar hann var kominn alla leið að býlinu áttaði hann sig á því að Svenni hefði staðið allan tímann við hliðin á honum og þusti til baka. Með þeim afleyðingum að hann steig á eina bjarnargildruna og féll ofan í eina fallgildruna (það var semsagt fallgildra eftir allt saman, hugsaði Svennni sigrihrósandi), æpandi af sársauka.

Svenni og Óskar höfðu horft furðulostnir á aðfarir Bjórölfs. Þeim datt ekki í hug að reyna hjálpa honum.

Hann getur sjálfur um sér kennt. Að setja niður allar þessar heimskulegu gildrur…..

Hugsaði Svenni en tók síðan eftr að Óskar horfði öskureiður á hann.

Svenni klifraði því yfir grindverkið og leið eins og hann væri að skylmingarþræll til forna. Svona hlaut þeim að líða áður, en ljónið eða öðru eins ógnardýri var sleppt lausu og þeir yrðu að berjast fyrir lífi sínu. Hann vissi samt einnig að það þýddu engar mótbárur, enda myndi hann einhvern tímann enda hinum megin við grindverkið. Þó að seinna væri betra en fyrr. Betra væri þó að ljúka þessu af hugsaði hann með sér, Hann var jafnvel það djúpthugsinn að hann var á leið inn, þegar faðir hans stöðvaði hann.

Hann hristi hann og hvæsti milli gnístra tanna: ,,HVERNIG GAT ÞÉR DOTTIÐ Í HUG AÐ EPSA UPP ANNAN EINS SKAPHUND OG BJÓRÖLF! HANN HEFÐI GETAÐ DREPIÐ ÞIG ÁN ÞESS SVO SEM AÐ BLIKKA AUGA! Á þessum tímapunkti ræðu sinnar, hætti Óskar að hrista Svenna og horfði í stað þess reiðilega á hann. Eftir þessa undarlegu þögn (sem hafði ríkt lengi eftir þessari óvenjulegu skammaræðu), hélt Óskar áfram eins og ekkert hafði í skorist.

Svenni ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Hafði virkilega glitt þarna í umhyggjusemi? Það sem eftir lifði ræðunnar, fór fram hjá Svenna og hann horfði dolfallinn út í bláinn.

,,ERTU NOKKUÐ AÐ HLUSTA Á ÞAÐ SEM ÉG SEGI???!!”

Svenni flýtti sér að snúa í rétta átt.

,,Þú mátt ekki koma nálægt þessu grindverki, meira en 20 metra….ER ÞAÐ SKILIÐ!!!!!!!!!!!?” Óskar benti á forboðna grindverkið, máli sínu til stuðnings. Honum var orðið verulega heitt í hamsi.

Svenni hafði aldrei nokkurn tímann séð hann sleppa sér svona mikið.

Óskar benti honum síðan á að fara til herbergi síns, þegar hann hafði róast örlítið.

Svenni lufaðist upp í herbergi sitt og vissi varla hvar hann væri eiginlega staddur. Allt var eitthvað, svo…óraunverulegt.

Er upp var komið, settist hann eða seig niður á rúmið, allavega var það verulega vélræn hreyfing. Hann sat síðan þar alveg hreyfingarlaus, starandi fram fyrir sig, í nánast heila eilífð að honum fannst.

Hann rétt greindi að móðir sín æpti að Bjórölfur væri í mikilli lífshættu og heyrði fótagang og mikinn hamagang niðri, sem minnti helst á fílahjörð.

Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því, að Bjórölfur hefði virkilega getað drepið hann og að ef Óskar hefði ekki komið út í tæka tíð og stöðvað yfirvofandi hættu, væri hann varla meðal lifenda.

Faðir hans hafði bjargað honum og þegar hann hugsaði sig betur um, var það ekki í fyrsta sinn.
Rosa Novella