Ég vakna alltaf snemma morguns ,ég þarf alltaf að bera út blöðin sex á morgnana……..
En þoli það ekki en neyðist til að bera út áfram því að fjölskyldan mín var frekar fátæk.
Ég heiti Emma sem þykir kannske óvenjulegt nafn en pabbi er hálfur breti og mömmu fannst það flott. Ég á enga vini og tek ekki þátt í neinum námskeiðum og er alltaf ein.
Engum líkar við mig í skólanum því ég er ekki svona mikil puntudúkka eins og hinar stelpurnar, en þær ertu óþolandi flissandi og gagnrýnandi alla aðra, þetta er eins og bíómynd, svona stelpur sem eru vinsælastar og allir vilja vera með þeim eða komast í hópinn þeirra. En það er frekar skrítið með stelpugengið að Mæja aðal-stelpan þeirra var besta vinkona mín í leikskóla.
Það var gaman að vera í leikskóla, þá var ég skemmtilega stelpan sem allir vildu vera með, því ég var eini krakkinn sem þorði að stríða fóstrunum. En lenti oft í vandræðum hehe.
En þetta er ég……………………..
Einu sinni hitti ég stelpu sem heitir Dídí. Hún er skemmtileg, ég lék við hana smá í frímínótum….
En auðvitað var þetta of gott til að vera satt, það að einhver myndi vilja leika við mig? MIG!
Nei, auðvitað ekki næsta dag þegar ég kom í skólan lét hún eins og hún hafi aldrei hitt mig eða þekkt mig..
Vinsælu stelpurnar höfðu sannfært hana að ég væri leiðinleg…
Ohhh… hvað ég hata þessar stelpur þær gera allt til að gera líf mitt leitt!!
En allavega hefndi ég mér á þeim.. HeHe!!
Viltu vita hvað ég gerði?? Ertu allveg viss?
Ókei, það var svoleiðis að í matarhlé þá voru kjötbollur í matinn, sem var uppáhaldið hennar Mæju, ég lét dauða könguló í matinn hennar!
Þú hefðir átt að heyra í henni öskrin!!!!hehe
Og ég gekk út út matsalnum, sko ánægð ….
En þetta var ekki svo gott fyrir mig næsta daginn.

Skólastjórinn kom fjúkandi reyður og það var gert svaka mál úr þessu mamma

þurfti að koma. Ég held að hann hefði aldrei látið svona ef Mæja væri ekki

uppáhalds frænka hans!

Mamma var svaka reið við mig og ég fékk ekki að fara út í mánuð, en það

mundi ekki skipta máli fyrir mig því að hvert ætti ég að fara?

Það er eins og mamma muni aldrei eftir því að ég eigi enga vini…

Næsta dag eftir skóla var bankað á hurðina, ég hjóp niður auðvitað ég hélt bara að þetta væri mamma og að hún hafði gleimt lyklum.

En nei, það var Mæja og liðið hennar.

Þær ruðust inn.

Og þá byjaði Mæja að tala , ég bjóst við einhverju eins og : “Emma asninn þinn líf þitt í skóla verður helvíti!,,.
En nei hún sagði: “ Heyrðu , ég held að ég ætti að fyrirgefa þér. Ég skil alveg ég er búinn að gera lífið þitt leitt svo lengi.,,

Vá, ég var orðlaus….
Svo hélt hún áfram hvað henni leið illa útaf þessu og bað mig svo að koma út á sjoppu og hún myndi kaupa handa mér ís.

Ég fór og steingleimdi að ég mætti ekki fara út.. en ég fór.
Svo komum við í sjoppuna og allt var í lagi og svona ..en allt í einu fór Mæja á klósettið, og kom aftur út með bros á svip.
Mér leist ekkert á þetta en ég hélt bara áfram að sleikja ísinn minn.

Síðan missti ég á mig smá ís og ætlaði að ná í servettu en Mæja bað um að gera það, síðan allt í einu stóð hún bara við sjoppu borðið og glotti illkvirnislega.
Hún var að horfa út um gluggan, og ég kíkti og þar var mamma glápandi á mig öskureið.
Hún kom inn tók í mig og henti mér út í bíl og byrjaði að öskra.

Hún sagði að Mæja hafði hringt og sagt að hún hafi séð þig úti í sjoppu en ég vildi ekki trúa henni. En hún sagði mér að koma.

Ég fór að gráta.
Þessi Mæja var leiðinlegasta , versta og ljótasta stelpa í heimi hún vissi að ég væri í banni og mætti ekki fara út og þá kemur hún auðvitað og nær í mig til að koma mér í meiri vandræði.
Sem betur fer var föstudagur og enginn skóli á morgun.
Þegar ég kom heim, þaut ég inn í herbergið mitt og byrjaði að gráta.
Ég vildi að ég myndi aldrei þurfa að fara í þennan leiðindaskóla aftur.
Ég hata allt og alla núna.
Ég vildi að ég myndi bara hverfa af jörðinni inn í minn pörfekta heim.
Þá myndu allir vera vinir mínir, og allt væri gott og enginn væri skilinn útundan!!
En það væri aldrei hægt!!!!
Ég sofnaði við hugsanir mínar, mig dreymdi góðan draum og ég vonaði að ég myndi aldrei þurfa að vakna aftur,en ég þurfti að bera út blaðið daginn eftir.
Þegar ég vaknaði fann ég mjög skrítna tilfinningu..
Ég opnaði augun, ég var í skrítnu umhverfi .
Það var allt hvítt og ekkert inní herberginu.
Hvar var ég?
Ég stóð upp, ég var í hvítum slopp.
Hurðin fram var opin þar voru fullt af fólki í sloppum þar.
Ég gekk fram á gang og þá allt í einu hljóp mamma að mér og faðmaði mig svo fast!
Ég spurði mömmu hvar ég væri og hvað hefði gerst.
Mamma sagði að hún hafði fundið mig í rúminu mínu í dái og haldið að ég væri að deyja .
Mér brá.
Mamma sagði að ég hafði verið þarna inni í alla nótt og hún og pabbi væru búinn að bíða í biðstofunni í allann tímann!
Mamma lét mig fara inn í rúm aftur og sagði að ég þyrfti að hvíla mig.
Mamma sat við rúmið og horfði á mig með ánægju svip.
Ég byrjaði að tala .
Eftir korter þá var ég búinn að segja mömmu alla söguna .
Hún mamma var svo skilningsrík.
Hún horfði í augun á mér og sagði að allt myndi vera í lagi.
Það rættist!
Eftir þennan dag gekk mér allt í hag!
Mæja hætti í skólanum og vinkonur hennar hættu að vera svona leiðinlegar.
Ég eignaðist margar vinkonur og allt var í lagi.
Endi
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."