Dagur: 22/3/72.

Ég stóð á grasvelli og labbaði í áttina að frumskógi. Ég var hræddur og taugóstyrkur. Ég var í Víetnam. Ég heiti Harold Sommers og er óbreyttur hermaður einni herdeild Bandaríkjamanna. Ég er 24 ára, faðir minn var kapteinn í Bandaríska herflotanum í seinni heimstyrjaöldinni. Ég er með 13 manna liði sem var sent til að
uppræta skæruliðasveit víetnama á þessum stað.Við fórum í beinni röð meðfram litlum vegi. Allt var hljótt, eina sem ég heyrði var smjattið í samlöndum mínum sem voru að tyggja tyggjó.
Allt í einu sá ég eitthvað skjótast framhjá mér. Ég var ekki sá eini því að maðurinn sem var fyrir framan mig greip til vopna. Maðurinn sendi eitthvað tákn til yfirmann sinn. Ég skildi þetta tákn ekki því að
ég hafði ekki mikla herreynslu. Málið var að Nixon lýsti yfir herskyldu og ég var dregin hingað út gegn vilja mínum. Allt í einu heyrði ég skothvell. Fimm mínutum seinna sá ég tvo hermenn draga fram dauðan hund. Allt í einu heyrði ég skothvell. Þetta var ekki skothvellur frá Könunum. Þetta voru Víetnemskir skæruliðar. Þeir hafa notið hundinn sem beitu. Þeir voru færri svo þeir byrjuðu að hlaupa í burtu. Hersveit mín byrjaði að elta skæruliðana svo að ég byrjaði að hlaupa líka á eftir þeim. Ég sá einn Víetnaman detta niður svo að ég hljóp að honum. Ég miðaði byssuna á hann, en allt í einu sá ég hræðslusvipinn í augum hans ég sá vilja fyrir frelsi frá Kapítalismanum. Ég bara gat ekki skotið hann.
Ég gaf honum merki um að hlaupa í burtu. Allt í einu kallaði herforinginn í mig: “er einhver þarna?”!!!. Ég svaraði nei. Ég labbaði aftur í röðina og sá lík tveggja Bandaríkjamanna sem hafa verið skotnir til bana.

Dagur tvö.
23/3/72.

Ég gat ekki sofið um nóttina, út af því að ég var að hugsa hvernig fjölskyldur þessa manna muni líða þegar þau fá að frétta þetta, eða hvernig Víetnömsku þjóðinni líði út af þessum árásum Bandaríkjamanna.
Ég vorkenni þessari þjóð og ég trúi ekki að ég sé að brejast á móti henni.
Mér var falið nýtt verkefni þennan dag ég og fjagra manna hópur átti að fara inn í skóginn finna Víetnamskt njósnavirki og eyða því. Liðsforingi minn fékk nýjann póst í dag. Mamma hans hafði sent honum nýtt hálsfesti með stjörnu með einhvers konar kristalli í miðjunni.
Við lögðum af stað um þrjú leytið. Við vorum komnir langt inn í skóginn þegar við sáum virkið. Við byrjuðum að skjóta á það a fullu þegar allt í einu komu þeir á hlið og byrjuðu að skjóta á okkur.Liðsforinginn hoppaði fyrir eitt skot sem átti að fara í mig og liðsforinginn varð fyrir skoti. Mér brá og ég reyndi að grípa í hann en ég náði bara í hálsfestina og hún slitnaði. Allt í einu byrjuðu Víetnamarnir að elta okkur. Bandarísk herþyrla var ekki langt frá og við hlupum í átt að henni. Byssumaðurinn í þyrlunni sá okkur og byrjaði að skjóta á víetnamana. Allt í einu sprakk sprengja og einn okkar varð fyrir henni. Ein hönd hans og fótur hafa farið af við sprenginguna. Hann öskraði kvalaröskr: Hjálp, hjálp,en ég gat ekki náð í hann, annars hefðum við báðir dáið. Ég táraðist af sorg og reiði, ég hataði stríð af öllu mínu hjarta. Þetta var ekki eins létt og maður sá í kvikmyndum í sjónvarpinu. Ég og einn annar náðum að komast í þyrlunna en enginn annar komst af.


Árið 1975 endaði stríðið en líkið af liðsforingjanum fannst árið 1976 og var jarðaför haldin í Huston,Texas sem hann kom frá. Ég var við jarðarförina og sá móðir hans þar. Ég labbaði að henni og vottaði samúð mína. Ég fór með höndina í vasann og dró upp hálsfestina hans og rétti mömmu hans. Hún brast í grát.

Árið er 2001 ég er 53 ára vinnumaður í New York og er staddur nú í Huston við gröf liðsforingja míns. Ég setti lítinn Bandaríska fána á gröf hans.

Á gröf hans stendur:
Lt. Gerald Connor.
Date of birth.
13 february 1942
Date of Death: 23 March 1972.

Ég kvaddi hann með hermannakveðju og labbaði úr kirkjugarðinum.