Eitt sinn var ungur drengur sem komst í kynni við vefsíðu sem nefndist Hugi.is . Þar uppgötvaði hann óhemju góðan vettvang til að gera annað en hann átti að gera og var mörgum nautnum hans svalað þar. Hann varð þess var að hann gat fengið stig ef hann tók þátt í könnunum, sendi inn greinar og fleira og ef hann safnaði nógu mörgum stigum þá gat hann orðið svokallaður Ofurhugi. Hann vissi ekki hvað myndi gerast ef hann yrði slíks titils aðnjótandi en hann varð skyndilega knúinn heiftarlegri hvöt til að safna stigum.
Stigaöflunin gekk fremur vel og var snarlega svo komið að tölvan var aðallega notuð til þessa athæfis. Foreldrar hans og vinir héldu að hann væri bara svona duglegur í skólanum og hann hló að þeim fyrir að falla fyrir lygum hans og hann bældi harkalega niður allar hugsanir um að hann var að ljúga að sjálfum sér.
Svo sá hann hana. Greinina um að þeir sem söfnuðu stigum væru stigahórur og slíkt fólk væri óþolandi. Samviskan nagaði hann meira með hverju stiginu og hann átti erfitt með að sofna á kvöldin. Brátt dró til tíðinda, þar eð líða tók að vorprófum.
Og hér er nútíminn….
%MYND coollogo_com.26794102.gif%