steypa aðeins.

En steypan steyptist ekki, var of þunn ellegar of þykk, of veik fyrir hér og gloppótt þar, vantaði ósamhengi þar sem átti vera kyrrð og samvinnufýsi þar sem ríkja átti einurð, það voru göt hér og samræmi í röklegu samhengi þar.

Enda get ég upplýst að líka ég fer efast um almenna vaxtarmöguleika og áhrifamátt steypunnar. Fólk vil sjá eitthvað annað og nýtt og ég fer að hætta þessu. Ég meina það. Nú orðið tel ég mikilvægara að finna og frumgreina hinn sanna kjarna hennar, draga úr þá þætti sem henta mínum markmiðum og birta niðurstöður í allt öðru og lúmskara formi. Ég vil dulbúa steypuna og setja hana þar sem síst er von.

Þannig vinna á mitt band aðila sem hugsanlega hefðu verið á öðru máli eða að minnsta kosti á báðum áttum áður en þeir nokkurntímann höfðu orðið fyrir áhrifum hennar í fyrsta sinn og má í stuttu máli segja að skilaboð steypunnar til þeirra hafði veruleg áhrif á val þeirra á ákvörðuninni sem þeir að lokum tóku um málið sem er umfjallað í fyrstu setningu þessa hylkis.

Ertu með?