Ég ligg í rúminu og stari út í loftið. ég veit að ég á margt ógert en veit líka að það er margt sem ég er búin að vera að gera síðustu daga og þarf mína hvíld líka.
Það sem ég á eftir, ætla ég að klára á morgun…svona hef ég hugsað síðustu daga og gert lítið í einu. Er það ekki bara ágætt? Að vera ekki að stressa sig of mikið?
Nú er að koma páskafrí en það styttist alltaf í prófin.
Ég ákveð að fara út í heita pottinn. Ég hugsa:“Þegar ég fer uppúr heita pottinum klára ég eitthvað af því sem ég þarf að klára.”
Ég ligg ein í heita pottinum og góni upp í skýin færast til og breyta um lögun. Ég sé allskonar myndir út úr þeim.
ég er búin að vera það lengi í pottinum að ég er soðin á fingrunum og fer uppúr. Ég svík loforð mitt um að klára dagsverkið, leggst í rúmið og sofna værum blundi og hef ekki minnstu áhyggjur af hlutunum, bara held áfram að dreyma yndislega drauminn sem mig dreymdi í nótt. Í draumnum hélt ég á nýfæddu barni og þetta barn átti ég. Það hjalaði og ég talaði við það á sætu barnamáli, en því miður þurfti ég svo að vakna og mæta í vinnuna