Ég sat heima í stofunni og gerði það sem ég gerði alltaf þegar ég var heima og var í stofunni, ég var að horfa á sjónvarpið. Myndin var ný búin og kredit textinn rann upp sjónvarpsskjáinn. Klukkan var fjögur um nóttina og augnlokin voru farin að þyngjast mjög mikið, eiginlega alltof mikið. “Trúðu á drauma, draumar eru sannir,” sagði þessi fagra rödd og ég galopnaði augun því ég var einn í íbúðinni. Ég sá engann. “trúirðu?” sagði röddinn og hrollur rann upp hrygginn á mér, ég var orðinn ansi smeikur. “Hver er þetta,” spurði ég.
Sjónvarpsskjárinn fór allt í einu í bylgjur eins og vatn, ég sá höndi koma út úr sjónvarpsskjánum og ég fraus, ég dó næstum úr hræðslu, og þarna sat ég í sófanum og horfði á kolsvarta veru stíga út úr sjónvarpsskjánum. Litur rann á veruna og þetta reyndist gull falleg stúlka, sítt ljóst hár, föl húð, græn augu. Sannkölluð draumadís.
“Komdu,” sagði hún og rétti mér höndina “Komdu með mér, Trúðu.”
Ég stakk sjónvarpsfjarstýringunni í vasann og tók í höndina á henni. Hún leiddi mig að sjónvarpinu og snerti sjónvarpsskjáinn. Við soguðumst inn og allt í einu sá ég milljón liti og milljón hluti þjóta fram hjá mér á ótrúlegum hraða. Í fjarska sá ég hvít ljós sem við nálguðumst hratt og inn í ljósið fórum við.
Ég opnaði augun rólega og var staddur í miðri bíómynd, ég hafði verið að horfa á þessa bíómynd áðan.
“Trúirðu,” spurði hún mig og ég kinkaði kolli, svo fékk ég hugmynd, ég dró upp fjarstýringuna upp úr vasanum og skipti um stöð.
Ég heyði byssu hvelli og fann lyktina af rykinu, ég leit í kringum mig, við vorum stödd í miðri John Wayne bíómynd, kúlurnar þutu í jörðina við fæturnar á mér, allt í kring. “ÉG slekk á þessu,” sagði ég og leit á stúlkuna sem stóð við hliðiná mér, ég studdi á hnappinn og ótti skein í andliti hennar.
Það slokknaði á sjónvarpinu sem stóð fyrir framan tóman sófa.