Það var þegar hann var átján ára að hann tók ákvörðun, hann ætlaði að skrifa bestu bók sem skrifuð hefur verið. Hann tók fram blað og penna og settist niður. Og eina sem hann kom á blað var “Eins og allar sögur, þá hefst þessi á byrjuninni.” Svo komst hann ekki lengra. “Hvernig á áttján ára krakki að fanga hug og hjörtu fólks,” hann vissi að hann gæti þetta ekki, hann hafði ekki einu sinni farið af landinu, ekki lifað lífinu. Hann hætti í skóla, tók allan sinn pening og kvaddi, hann fór til Bretlands, leit hans var byrjuð. Hann fann sér vinnu á bar til að halda sér uppi á meðan hann leitaði að hinu rétta til að skrifa, hinu rétta til að fanga hug og hjarta fólks. Varla var ár liðið þegar hann uppgvötaði að það sem hann var að leita að var ekki þarna. Svo hann hélt á brott. Hann fór til Frakklands, hann sá minjar en fann það ekki, hann fór til Belgíu, Ítalíu, Holland, spánar, Luximborg, Þýskalands, Póllands, en hvergi fann hann það. Hann sá fegurstu hluti í heimi, upplifði áhugaverðustu atvik en samt var bókin hans jafn auð og áður. Í sex ár hafði hann leitað um Evrópu án þess að finna neitt. “Kannski er þetta vitlaus tími sem ég er á.” Hugsaði hann með sér og gróf sig ofaní menningu hvers land, hann las um Napóleon, Otto Von Bismark, Hitler, riddara og nornir, geðjúklinga og lista menn. Hann fann ekkert þar. Hann var orðinn 26 ára og eina sem hann hafði grætt á þessari för voru myndir í huga hans og reynsla. Og alltaf var bókin jafn auð. Hann fór til Afríku, hann leitaði að hinu týnda, hann skreið í gegnum eyðimörkina, hann horfði á Pýramítana, hann sá fátæktina og sorgina, hann sá gleði lítilmennana yfir hlutum sem voru sjálfsagðir, hann sá misrétti, hatur og dauða, en hvergi fann hann það sem hann leitaði að og alltaf var bókin jafn auð. Hann hélt til suður Ameríku, kannski var svarið að finna í löngu horfinni menningu Astitekana, hann gekk í gegnum regnskógana, lærði um menningu hins horfna heims, hann fræddist um trú, um El Dorado, guðina sem komu frá himnum í geimskipum, en alltaf var bókin jafn tóm. Á þrjátíu og þriggja ára afmælinu sínu kom hann til Englands, langþreyttur, tilbúinn að gefa drauminn upp og slappa af í fyrsta skiptið í fimmtán ár. Hann fann sér vinnu og litla íbúð og ekki löngu síðar kynntist hann konu. Einu ári síðar ól hún unga stúlku, hann var faðir, enn honum leið illa, allan tíman sem hann var búinn að vera í Englandi þá leið honum illa, einhver þrá kallaði á hann, tóma bókin sem beið þess að verða fyllt, og hann fór, skildi eftir konuna sína ásamt sex mánaða gamalli dóttur sinni og hélt út í kuldann, hann gekk yfir torgið í Moskvu, hann hann gekk yfir mengaðan völl Chernobyls, hann horfði á stjörnurnar í Síberíu, en hvergi fann hann það. Og þegar hann horfði til himins varð honum hugsað til dóttur sinnar sem bráðum yrði þriggja ára, hvernig gat hann skilið hana eftir, hún héld að faðir sinn væri mesti asni í heiminum, hann skrifaði til hennar, hann skrifaði langt langt bréf um líf sitt, hvað hann hefði séð, hverju hann hefði kynnst síðan hann lagði af stað frá Íslandi fyrir svo mörgum árum og hvað það var sem leiddi hann yfir fjöll, yfir höf, inn í framtíðina. Til Indlands hélt hann, hann ákvað að fara þar sem menn fóru og fundu innri frið, Tíbet, hann fann munkana já enn friðinn og orðin í bókina fann hann ekki og þetta skrifaði hann í bréfið, í litlu dagbókina sína. Yfir drifinn af þreytu hélt hann til Kína, gekk yfir hrísgrjóna akrana, horfði á fólk vinna, þræla sér út. Hann fór til Víetnams og gekk í gegnum skógana sem eitt sinn höfðu verið fullir af hermönnum í leit að óvini, í leit að dauða og allt þetta skráði hann í litlu dagbókina svo dóttir hans gæti skilið afhverju hann gerði þetta, en bókin langþráða var alltaf jafn tóm. Hann fór til Japan, Ástralíu, hann gekk yfir hana sá kenúrur, hitti innfædda en fann það ekki. Hann sigldi til Norður Ameríku, þar sem draumarnir rætast, Hann gekk um í Hollywood, heimsótti heimili Elvisar, gekk eftir missisippi, hann fór til höfuð borgarinnar, hann sá hvíta húsið, hann heimsótti kanada og þegar hann var orðinn fjöritíu og þriggja ára var hann orðinn svo þreyttur, í 25 ár hafði hann gengið um alla jörðina, í 25 ár hafði hann ekkert fundið, hann gat ekki meira hann þekkti lönd og þjóðir betur en nokkur maður, hann kunni fortíð og trú landanna, hann kunni meir en hann óraði fyrir en hvergi, hvergi í heiminum var þessi hlutur sem svo lengi hann hafði leitað að. Hann hélt aftur til Bretlands þar sem hann skrifaði sín seinustu orð í dagbókina, “einn dag,” hugsaði hann með sér, “þegar hún verður nógu gömul þá fær hún þessa bók, og þá skilur hún, þá loksins skilur hún”. Hann hélt heim, í fang konu sinnar og dóttur sem í allan þennan tíma höfðu beðið. Hann var þar aðeins í eitt ár, svo var hann kallaður, langt fyrir sinn tíma, til forfeðra sinna og dagbókin týndist í rusli upp á háalofti og bókin sem aðeins inni hélt eina línu hvarf þar líka, líkt og draumurinn þá fjaraði þetta út.
Árin liðu og dóttir hans varð að konu, og þegar stúlkan kvaddi móður sína þá var hún að gramsa á háa loftinu þegar hún fann dagbókina og bókina tómu, augu hennar fylltust af tárum þegar hún las hana. Hún tók sig til og færði dagbókina yfir í bókina gömlu, staf fyrir staf og orð fyrir orð. Og úr varð besta bók sem nokkur tíman hefur verið rituð, hún greyp þann sem las hana, sökkti sér í hjarta hans að eilífu.
Öll þau tuttugu og fimm ár sem hann leitaði þá leitaði hann aldrei nógu vel innra með sér, því inn í hverjum einstakling, liggur saga, liggur fortíð sem er svo merkileg að hún snertir við fólki.